ESB-RUV til skammar

Stærsta og umdeildasta pólitíska spurning seinni tíma er hvort Íslandi eigi að ganga inn í Evrópusambandið eða standa utan þess. Hvað gerir RÚV sem á að heita þjóðarfjölmiðill? Jú, í umræðuþætti eru þrír aðildarsinnar fengnir til að dásama Evrópusambandið.

Í vikulokin í morgun mátti heyra þau Guðmund Gunnarsson formann Rafiðnaðarsambandsins, Margréti Frímannsdóttur frá Samfylkingu og Benedikt Jóhannesson formann í félagsskap aðildarsinna. Öll þrjú einlægir aðildarsinnar.

Það er vitanlega ekki heil brú í RÚV.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manni er farið að gruna að rúv-arar hallist til Brussel....  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 20:37

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, Guðmundur, líklega bíða þeir skjálfhentir eftir styrkjum handa sér og sínum.

Páll Vilhjálmsson, 4.9.2010 kl. 20:58

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Það hefur ekki verið heil brú hjá Rúv í  langan tíma, sbr, það að þeir eru  búnir að afhenda samkeppnisaðilanum alla bitastæðustu þætti undanfarinn ár, fyrst enska  boltan, síðan formúluna, þá HM í hanbolta, sem alltaf hefur verið stollt Rúv, og til að kóróna þetta allt, Spaugstofuna!!!, halló

Guðmundur Júlíusson, 4.9.2010 kl. 23:45

4 identicon

Þessi hlutdrægni RÚV er svo grímulaus og augljós að það hlýtur að vera hægt að leggja fram kæru vegna þessarar sí endurteknu hlutdrægni.

Heimssýn þarf að leggja fram kæru og óska eftir fundi með útvarpsstjóra og stjórn RÚV vegna þessara mála. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 09:02

5 identicon

Hver er eftirlitsaðili með hlutleysi RÚV? Er það ekki útvarpsráð? Væri ekki ráð að senda því erindi? Sjálfur hef ég oft furðað mig á því að RUV fylgir æði oft ekki þeirri meginreglu að leyfa mismunandi sjónarmiðum að heyrast í mikilvægum málum.

Deddi (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 16:53

6 identicon

Frá því að RÚV var gert ohf hefur mér þótt gengi þess vera í frjálsu falli.  ESB áróðurinn er glöggt dæmi um það.

Eitt mikilvægt frávik er þó frá þessu hrapandi gengi: Laun útvarpsstjóra hafa hækkað mjög hressilega!

Þessu þarf að breyta í grundvallar atriðum.  Ég dauðsé eftir gömlu, góðu Gufunni!

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband