Engilsaxnesk frjálshyggja og evrópsk forsjá

Óhefluð engilsaxnesk frjálshyggja leiddi yfir okkur hrunið. Evrópsk forsjá færði okkur úr öskunni í eldinn. Ísland er á milli tveggja heima og má hvorugum ánetjast en eiga vinsamleg samskipti við báða. Saga okkar og landafræði staðfestir að tortryggið vinasamband í austur og vestur er farsælasta utanríkisstefnan.

Jörundur hundadagakonungur reyndi til lýðveldis á Íslandi fyrir 200 árum. Í utanríkismálum stóð tvennt upp úr: Ísland færi undan yfirráðum Danmerkur og undir verndarvæng Bretlands. Það gekk ekki eftir fyrr en hálfri annarri öld síðar þegar Ísland afþakkaði evrópska forsjá með því að stofna lýðveldi og gerði samtímis bandalag við Bandaríkin.

Þegar Bandaríkin kvöddu undir lok síðustu aldar greip ótti ístöðulitla og leituðu þeir evrópskrar forsjár. Hrunið gaf þeim tækifæri til að ná tökum á stjórnvaldinu og því er hluti ríkisvaldsins í aðlögunarferli að Evrópusambandinu.

Þjóðin veit af sögu sinni að evrópsk forsjá leiðir til eymdar og volæðis um aldir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að krötum þyki ansi erfitt að í fyrirheitnalandinu Svíþjóð er nær 5% hagvöxtur á tímum heimskreppu.

Það hleypur lífinu í gang að losna við forsjá krata.  Og svo er þar auðvitað ekki Evra....

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband