Laugardagur, 4. september 2010
Baugsfeðgar og farsabankinn
Arion banki leiðir Baugsfeðga út úr Högum og gefur þeim tuskubúðir, bíla og fasteignir. Um leið er gerður samningur um að ganga ekki að öðru fyrirtæki feðganna, Gaumi. Hvað veldur? Hvaða tök hafa feðgarnir á Arion banka sem gerir þeim mögulegt að halda farsanum áfram?
Arion banki segir að fyrir tuskubúðirnar eigi feðgarnir að greiða 1,2 milljarða kr. í reiðufé. Sömu feðgar skulda sama banka margfalt hærri upphæð vegna Gaums. Jón Ásgeir gefur það upp vegna lögsóknar Íslandsbanka að hlutabréf í Gaumi séu einskins virði. Hvers vegna gerir Arion banki kyrrstöðusamning við félag sem eigandinn telur einskins virði?
Arion banki sérhæfir sig í farsaþjónustu.
Arion banki gerir kyrrstöðusamning við Gaum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvar eru rannsóknarnefndirnar?
Ég er afar ánægður með að hafa getað sagt mig úr viðskiptum við þennan banka eftir að hafa verið þarna frá því að ég fékk peningaverðlaun og inneign í bankanum sem smádrengur (Búnaðarbanka).
Þessi meðferð þarna er bara svo undarleg að utanaðkomandi skilur ekki neitt í neinu. Hvar er eiginlega sanngirnin. Hve margir fá svona silkimeðferð í bönkunum? Hver borgar? Af hverju????????
jonasgeir (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 10:17
Thad eina sem kemur til greina er að að glæpafeðgarnir hafi studd Samfylkinguna thad mikid i gegnum tidina ad thau seu hraedd vid ad their birti taer tolur (eins og gert var vid Gudlaug Thor) fai their ekki sinu fram. Stjornendur Arion banka eru audvitad radnir af thessum stjornvoldum, thad eru allir ad pass sitt. Buin ad bid i marga manudi ad thessi glaepahundar verdi settir inn svona eins og i Enron,
Thor (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 10:38
Það er ekki síður ástæða að setja á fót Rannsóknarnefnd Alþingis til að rannsaka störf stjórnvalda og bankanna eftir hrun.
Það er ekki ólíklegt að siglingarnámskeið í Florida í boði feðganna geðþekku og undir leiðsögn "fylgdarkvenna" hafi skilað þeim árangri sem raun ber vitni.
Magnað að enginn rannsóknarblaðamaðurinn hafi lagst í heimildarvinnu til að finna út hverjir hafa pungapróf í boði Baugs.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.