Magma og málaliðarnir

Skúffufyrirtækið Magma reynir ítrekað að láta stjórnvöld standa frammi fyrir orðnum hlut og segjast eiga HS-Orku með húð og hári. Sömu aðferð notar málaliðafyrirtækið sem ætlar að reka þjálfunarbúðir á Keflavíkurflugvelli sem í hádeginu þakkaði fráfarandi ráðherra fyrir veitt leyfi.

Líkleg skýring á því að útlendingarnir noti sömu taktík á stjórnvöld er að það hefur spurst út að ríkisstjórn lýðveldisins sé fremur seinfær.

Ef ríkisstjórnin tæki sig saman í andlitinu og tilkynnti að hvorki Magma né málaliðarnir séu velkomnir á Íslandi myndi það senda skýr skilaboð til erlendra hrægamma og meðhlaupara þeirra hér á landi.


mbl.is Magma komið með 98,53% í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á að lesast: ..myndi það senda skýr skilaboð til erlendra aðila  sem vilja kaupa skuldsett fyrirtæki á yfirverði á Íslandi og annað íslenskt sérhæft og sérmenntað starfsfólk að þau eru ekki velkomin á Íslandi.

Agnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.9.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband