Aðlögun leiðir til innlimunar í ESB

Aðlögun íslenskrar stjórnsýslu að kröfum Evrópusambandsins mun leiða til innlimunar Íslands án þess að þjóðin fá rönd við reist. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla í lok aðlögunar, eftir 3-5 ár, er markleysa þar sem Ísland væri í reynd orðið hluti af Evrópusambandinu.

Aðeins ein leið er inn í Evrópusambandið og það er leið aðlögunar. Eins og segir í útgáfu Evrópusambandsins, bls. 9 efst til hægri

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.

 

Hér segir Evrópusambandið skýrt og skorinort að orðið ,,viðræður" geti valdið misskilningi þar sem ferlið er aðlögun og viðræður snúist um tímasetningar á stjórnkerfisbreytingum. Í aðlöguninni felst að umsóknarríki taki upp 90 þúsund blaðsíður af ESB-reglum og þær eru ekki umsemjanlegar.

Alþingi gaf ríkisstjórninni ekki umboð til að fara í aðlögunarviðræður. Samfylkingarhluti ríkisvaldsins ætlar að reyna að halda ferlinu áfram. 

Samfylkingin ætlar kalt og yfirvegað að svíkja fullveldi þjóðarinnar í hendur Evrópusambandsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er óneitanlega merkilegur texti.

Ég er nokkuð viss um flestir íslenskir stjórnmálamenn þekkja ekki þennan texta.

Þeir eru heimalningar, illa menntaðir og illa upplýstir um umheiminn enda hafa þeir eingöngu áhuga á hagsmunum sínum og flokka sinna.

Þennan texta þyrfti að birta víðar.

Karl (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 10:24

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Palli, Þú "gleymdir" restinni af textanum, þú ennfremur gefur lesendum þínum ekki til kynna að þarna sé meiri texta að finna en þú gefur upp. Í stuttu, þá ertu að blekkja lesendur þína og halda fram einhverju sem er ekki til staðar í raunveruleikanum.

Allur textinn.

"First, it is important to underline that the term “negotiation”
can be misleading
. Accession negotiations
focus on the conditions and timing of the
candidate’s adoption, implementation and application
of EU rules – some 90,000 pages of them.
And these rules (also known as “acquis”, French for
“that which has been agreed”) are not negotiable.
For candidates, it is essentially a matter of agreeing
on how and when to adopt and implement EU rules
and procedures. For the EU, it is important to obtain
guarantees on the date and effectiveness of each
candidate’s implementation of the rules."

Það sem Páll vitnar í hérna hefur verið feitletrað. Þessi texti er tekin héðan.

Annars virðist það hafa farið fram hjá ykkur andstæðingum ESB á Íslandi að íslendingar hafa verið að taka upp lög ESB í gegnum EES samninginn síðan árið 1994.

Jón Frímann Jónsson, 2.9.2010 kl. 10:29

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jón Frímann, viðbótin sem þú kemur með undirstrikar og útskýrir meginatriðið, sem er að Evrópusambandið býður aðeins aðlögun en ekki óskuldbindandi viðræður.

Páll Vilhjálmsson, 2.9.2010 kl. 10:34

4 identicon

Það er eins og ESB fólk sé að gera grín að sjáfu sér þegar það bætir við; " some 90.000 pages of them.

Þetta er náttúrulega bara djók.

Hvernig getur nokkrum heilvita manni dottið til hugar at ganga inn í þessa skelvilegu maskínu blýantanagara?

jonasgeir (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 10:57

5 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

jonasgeir: Jú þeir sem lifa í voninni að komast að við

hirðina í Brusel til að sotra rauðvín og naga osta.

Leifur Þorsteinsson, 2.9.2010 kl. 11:26

6 identicon

Sillí mí....

Ég hélt alltaf að maður fer ekki í ESB án þess að breyta stjórnarskrá?

Ég hélt alltaf að stjórnarskrábreyting þyrfti að vera samþykkt af tveimur þingum og þjóðaratkvæðagreiðslu?

Ég hélt alltaf að úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingu væri endanleg, en ekki ráðgefandi?

en svona er maður vitlaus.

Gunnar G (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 11:32

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Gunnar G.  Stjórnarskrábreyting þarf ekki að fara fyrir þjóðina einungis tvenn þing þar sem einfaldur meirihluti nægir:

79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki …1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.9.2010 kl. 12:20

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

@Páll Vilhjálmsson, 2.9.2010 kl. 10:34. Voðalega eru þið eitthvað seinir þarna á móti ESB. Þetta hefur alltaf legið fyrir, bæði varðandi aðildarumsókn Íslands og annara ríkja sem eru núna búin að sækja um aðild að ESB. Bæði fyrir og eftir að Ísland sótti um aðild að ESB.

Íslendingar eru ennfremur búnir að taka upp 2/3 af lögum í gegnum EES samninginn. Enda nær sá samningur til 22ja af 35 samningsköflum ESB eins og þeir eru í dag.

Samningsrammi Íslands og ESB er ennfremur mjög augljós þegar það kemur að þessu. Þú getur lesið þann ramma hérna.

Það sem þú setur hérna fram Páll er ekkert nema ómerkilegur útúrsnúningur og ósvífin tilraun til þess að blekkja fólk sem les bloggið þitt. Síðan þykist þú vera blaðamaður.

Jón Frímann Jónsson, 2.9.2010 kl. 12:44

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar menn fara í samningaviðræður, um eitt eða annað, þá fara menn í slíkar viðræður með því hugarfari að þeir aðilar sem að samningum koma þurfi að gera ráð fyrir því að gefa eitthvað eftir af óskum sínum eða kröfum.

Það er hinsvegar svo með aðildarviðræður ríkisstjórnar Íslands við Evrópusambandið að ESB er ekki að gefa eitt eða neitt eftir í viðræðum við íslendinga, þetta snýst eingöngu um það hvað að íslendingar þurfa að gefa allt eftir og láta ESB allt í té. Spurningin er bara sú hversu hratt það gerist. Gerist það á einu ári, fimm árum eða tíu árum.

Eitt er víst, við fáum engar varanlegar undanþágur hjá ESB.

Hið sorglega er að ESB-sinnar loka augnum fyrir þessari staðreynd og neita að horfast í augu við sannleikann í málinu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.9.2010 kl. 13:12

10 identicon

Ósátt við ákvörðun Guðlaugs Þórs.

http://www.visir.is/osatt-vid-akvordun-gudlaugs-thors/article/2010940254735

Helgi Rúnar (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 13:35

11 identicon

Það er stórkostlegt að sjá Jón Frímann falskasta  þokulúður innlimunarsinna afhjúpa sig aftur og aftur sem ólæsan á enska tungu ...  (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 14:39

12 identicon

Regluverki ESB/EES færði okkur eitt stykki hrun.  Ætli það sé ekki löngu kominn tími að skoða alvarlega að henda Evrópuruslinu áður en eitthvað fleira komi í ljós af handónýtu regluverkinu með svipuðum afleiðingum. Regluverk ESB/EES sem færði okkur ma. Icesave.  Hin hliðin á ESB peningnum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 14:45

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Viðtal við formann saminganefndar Íslands um aðild að Sambandi fullvalda lýðræðisríkja Evrópu í Kastljósi í gær:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4544920/2010/09/01/0

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2010 kl. 15:20

14 identicon

Guðmundur 2 hefur ofurtrú á könnunum. Hér er frétt af nýrri könnun.

Vaxandi stuðningur er á meðal landsmanna að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið, samkvæmt nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir samtökin Sterkara Ísland dagana 18. til 25. ágúst.

Samkvæmt könnuninn vilja nú 38,8 prósent landsmanna halda viðræðunum áfram, en 45,5 prósent eru mótfallin. 15,7 prósent taka ekki afstöðu.

Þetta er töluverð breyting frá síðustu könnun um sambærilega spurningu og hefur myndast verulegt jafnvægi milli fylkinga frá því sem þá var. Í júní gerði MMR könnun sem sýndi aðeins 24,3 prósenta fylgi við aðildarviðræður, en þá voru 57,6 prósent andvíg.

Fylgi við aðildarviðræður hefur því aukist úr 24,3 prósentum í 38,8 prósent, eða um 14,5 prósentustig.

Háskólamenntaðir og höfuðborgarbúar vilja ESB-viðræður

Mjög mikil skipting er á afstöðu eftir menntun. Þannig vill 51 prósent háskólamenntaðra aðildarviðræður, en aðeins 34 prósent þeirra eru andvíg. Að sama skapi er það aðallega fólk með litla menntun sem er andvígt aðildarviðræðum; 28 prósent þeirra sem aðeins hafa grunnskólapróf vilja ESB-viðræður en 55 prósent þeirra eru á móti.

Þá er afgerandi skipting á afstöðu eftir búsetu. Stuðningur við aðildarviðræður er mun meiri í höfuðborginni en úti á landsbyggðinni. Í Reykjavík er stuðningurinn 49 prósent á meðan 35 prósent eru andvíg. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarinnar er afstaðan í jafnvægi, en á landsbyggðinni er hlutfallið 26 á móti 59 prósentum.

Þá er verulegur munur eftir tekjum aðspurðra. Stuðningur við ESB-viðræður fer vaxandi eftir tekjum.

Úrtakið í könnuninni var 1350 manns, þar af svöruðu 784 eða 58,1 prósent. Spurt var: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðildarviðræðum við Evrópusambandið?


Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 15:22

15 identicon

páll þú ferð versnandi með hverju innslagi hér. dettur þér virkilega í hug, jafnvel í þínum villtustu martröðum, að þjóðin muni ekki fá að kjósa um esb-aðild? og að það þurfi þar að auki kosningar inn á milli vegna stjórnarskrárbreytingar? og að vilji þjóðarinnar komi þar fram? mikið væri gott að fá já eða nei sem svar en ekki eitthvað bull.

p.s. ég frábið mér svar sem vísar í ruglið í jóhönnu sig. um að þjóðaratkvæðið sé "ráðgefandi". það svar gengur ekki upp vegna þingkosninga sem koma í kjölfarið.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 15:22

16 identicon

Axel Þór, þakka leiðréttinguna. 

Ég sé hjá Friðriki Indriðasyni hvar misminni mitt lá.  Það er þó augljóst að kosningarnar fyrir annað þingið skili sér sem "álit þjóðarinnar" á stjórnarskrárbreytingunni.  Sem var misminni mitt sem þjóðaratkvæðagreiðsla.

Eftir sem áður þykir mér algerlega augljóst að þjóðin kýs áður en ESB verður samþykkt - hvort sem það verður þjóðaratkvæðagreiðsla eða þingkosningar.  Og það verður ekki ráðgefandi.

Gunnar G (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 15:36

17 identicon

Hrafn.  Ég hef ágæta trú á könnunum sem eru unnar af hlutlausum aðilum og spyrja spurninga um það sem er raunhæfar en ekki skrum spunatrúða. Spunatrúðar ESB og Samfylkingarinnar eins og þú bullar ekki þessa könnun inn í að verða marktæka eins og Páll hefur bent þér réttilega á í 2 færslum, en þú augljóslega ekki skilið.  Ef þetta væri munurinn á þeim sem vilja ekki inn og þeim sem vilja ekki á þessum tímapunkti þá er ekki mikil hætta á að við förum inn eftir einhver ár.  Þessi munur verður engan vegin unnin þegar eitthvað fer að sjást af afrakstur vinnu ESB fíklanna, sem lítil hætta er á að gæti hagsmuni þjóðarinnar vegna fíkinnar.  Málið dautt.

  26% þjóðarinnar vildi endilega fá að greiða Icesave með stjórnvöldum þegar forsetinn setti málið í þjóðaratkvæði, því miður ekki bindandi frekar en þegar ESB verður á dagskrá.  Ætli það verði mikið magnaðri viðbrögð stjórnvalda vegna niðurstöðunnar þegar ESB verður á dagskrá (þas. ef það fer á dagskrá?) og viðbrögð við niðurstöðunni í Icesave?  Heimturnar urðu nákvæmlega 1.8% hjá borgunarsinnum.  Allir vita að ESB og Icesave er sitt hvor hliðin sama peningnum og það á eftir að koma enn skýrar í ljós en viðurkenningar ESB fulltrúa í gegnum tíðina.  Svo endilega ekki bjóða upp á trúðslæti Samfylkingarinnar og spunafífla ESB.  Fólk er ekki fífl.

 En endilega skýrðu samt fyrir okkur frá ESB höfuðstöðvunum hvað er ykkur spunagenginu svona torskilið eða rangt af því sem Páll hefur birt í síðustu 2 færslum?

1)   

Aðildarsinnar keyptu könnun hjá Capacent þar sem spurt var :,, Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðildarviðræðum við Evrópusambandið?" Spurningin er staðleysa þar sem viðræður eru ekki í boði hjá Evrópusambandinu, aðeins aðlögunarferli eða ,,accession process" eins og það heitir. 

2) 

Aðeins ein leið er inn í Evrópusambandið og það er leið aðlögunar. Eins og segir í útgáfu Evrópusambandsins, bls. 9 efst til hægri

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.

 Hlakka til.... (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 15:55

18 identicon

Landssölumennirnir sem vilja afhenda landið og miðin undir yfiráð Brussels opnuðu svikaferilinn inn í ESB með þeim orðum - efnislega- að við ætlum að skoða hvað er í pakkanum og kjósa svo. 

Hvað gerist:  Okkur er skellt beint í ,,aðlögunarferli" að ESB innlimun, síðan kemur milljarða áróðursherferð ESB áður en kosið er. 

Manni verður flökurt

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 16:52

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eruði búin að hlusa á viðtalið við formann samninganefndar?

Það er margbúið að fara yfir þetta sem andsinnar eru með og jafnoft sýnt framá að þetta er bara meaningless þvaður hjá þeim eins og allt sem frá þeim kemur varðandi ESB.

Að sjálfsögðu snúast viðræður um aðilda að Sambandi fullvalda ríkja Evrópu um hvernig viðkomandi ríki lænar sig upp gagnvart sameiginlegau laga og regluverki nefnd sambans.  Það er nákvæmlega ekkert, EKKERT, merkilegt eða OMG við þetta.  Haha.  Og vissuð þið þetta ekki?  Héldu þið að umræðurnar snerust um laga og regluverk í Kína eða? 

Í framhaldi er talið um eina ,,ógurlega aðlögun"  sem byrjar meðan á aðildarviðræðum stendur,  eins og hver önnur þvaðursþvæla. 

Í ljósi ofansagðs er eins og andsinnum sé fyrirmunað að geta átt málefnalegar umræður um efnið.  Fyrirmunað.  Þvaðursþvæla er þeirra ær og kýr.  Hingað til hefur allt, ALLT, sem þeir hafa sagt um ESB verið í eftirtöldum flokkum:  1. Beinlínis rangt.   2. þvaður.  3. Þvæla.  4. Lygi. 5. Hálflygi. 6. Áróður.  7. Heimska.  ,,Umræða" þeirra fellir í grófum dráttum inní þessa meginflokka sem stundum blandast saman og skarast eftir atvikum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2010 kl. 17:18

20 identicon

Sæll Gunnar 2,

eins og þú veist þá eru aðildarviðræður nýlega hafnar. Við það tækifæri voru haldin ávörp haldin og gefnar yfirlýsingar. Um þetta má lesa á fróðlegum vef utanríkisráðuneytisins um Evrópumál. Nú kemur löng tilvitnun en í henni lýsa ráðamenn ESB hvernig þeir líta á aðildarviðræður og samningaferlið.

"

8. Aðildarviðræðurnar munu grundvallast á 49. gr. sáttmálans um Evrópusambandið og mun, til samræmis við það, verða tekið tillit til allra viðeigandi niðurstaðna leiðtogaráðsins, einkum endurnýjaðrar samstöðu um stækkun, sem samþykkt var á fundi leiðtogaráðsins í desember 2006, og niðurstaðna fundar leiðtogaráðsins í Kaupmannahöfn 1993. 9. Samningaviðræðurnar munu grundvallast á stöðu Íslands og mun hraði þeirra ráðast af því hve vel Íslandi tekst að uppfylla kröfur vegna aðildar. Formennskuríkið eða framkvæmdastjórnin, eftir því sem við á, mun jafnóðum upplýsa ráðið svo það geti endurskoðað stöðuna reglulega. Evrópusambandið mun fyrir sitt leyti ákveða, þegar þar að kemur, hvort skilyrðum fyrir lokum samningaviðræðnanna hafi verið fullnægt; það verður gert á grundvelli skýrslu frá framkvæmdastjórninni þar sem staðfest er að Ísland hafi uppfyllt þær kröfur sem tilgreindar eru í 18. lið. Sameiginlegt markmið samningaviðræðnanna er aðild. Í eðli sínu eru samningaviðræður opið ferli og ekki er hægt að tryggja niðurstöðu þeirra fyrir fram. Talsmaður sameiginlegrar stefnu ESB í utanríkis- og öryggismálum ber, í nánu samráði við aðildarríkin og framkvæmdastjórnina, eftir því sem við á, ábyrgð á rýni, gerð tillagna og reglulegri skýrslugjöf til ráðsins. 16. Samningaviðræður eru hafnar á grundvelli þess að Ísland virðir og einsetur sér að stuðla að þeim gildum sem Evrópusambandið er reist á og er getið í 2. gr. ESB-sáttmálans, nánar tiltekið virðingu fyrir mannlegri reisn, frelsi, lýðræði, jafnrétti, réttarríkinu og virðingu fyrir mannréttindum, þ.m.t. réttindum þeirra sem tilheyra minnihlutahópum. Samningaviðræður eru líka hafnar á grundvelli þess að Ísland uppfylli þau pólitísku viðmið sem sett voru á fundi leiðtogaráðsins í Kaupmannahöfn 1993 og muni áfram að uppfylla þau. Evrópusambandið væntir þess að Ísland nái frekari árangri í tengslum við umbætur á dómskerfinu og málefni er varða hagsmunaárekstra.

Evrópusambandið og Ísland munu halda áfram pólitísku samráði. Framkvæmdastjórnin mun Þýtt úr ensku 3

áfram fylgjast náið með framvindu að því er varðar öll viðmið vegna aðildar og ber henni að halda áfram að gefa ráðinu reglulega skýrslu um hana. 17. Komi í ljós alvarlegt og viðvarandi brot af Íslands hálfu á gildum þeim sem Evrópusambandið er reist á mun framkvæmdastjórnin, að eigin frumkvæði eða að ósk eins þriðja hluta aðildarríkja, mæla með því að samningaviðræðunum verði frestað og leggja til skilyrði fyrir því að hægt sé að hefja þær á ný. Ráðið tekur ákvörðun um slík tilmæli með auknum meirihluta, eftir að það hefur hlýtt á málflutning Íslands, hvort fresta skuli samningaviðræðunum og hvaða skilyrði skuli setja fyrir endurupptöku þeirra. Á ríkjaráðstefnunni munu aðildarríkin aðhafast í samræmi við ákvörðun ráðsins, án þess að það hafi áhrif á hina almennu kröfu um samhljóða samþykki á ríkjaráðstefnunni. Evrópuþingið verður upplýst um þetta. 18. Framgangur samningaviðræðnanna mun helgast af því hvernig Íslandi gengur að undirbúa aðild innan ramma efnahagslegrar og félagslegrar samleitni. Þessi framgangur verður einkum metinn með hliðsjón af eftirfarandi kröfum: - Kaupmannahafnarviðmiðunum, þar sem settar eru fram eftirfarandi kröfur vegna aðildar:

 að þær stofnanir, sem tryggja lýðræði, réttarríkið, mannréttindi og virðingu fyrir minnihlutahópum og vernd þeirra, búi við stöðugleika,

 að virkt markaðshagkerfi sé fyrir hendi, svo og geta til að ráða við samkeppnisþrýsting og markaðsöfl innan Evrópusambandsins,

 að fyrir hendi sé geta til að gangast undir þær skuldbindingar sem fylgja aðild, þ.m.t. að stefna að markmiðum um pólitíska, efnahagslega og peningalega einingu og að stjórnsýslan hafi getu til að beita og framfylgja regluverki ESB.

Þýtt úr ensku 4

- Ásetningi Íslands um að viðhalda góðum tengslum við nágrannalöndin og skuldbindingu um að leysa úr öllum ágreiningi um afmörkun svæða í samræmi við meginregluna um friðsamlega lausn deilumála samkvæmt stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. - Efndum Íslands á skuldbindingum sínum samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, að teknu fullu tilliti til m.a. niðurstaðna leiðtogaráðsins frá 17. júní 2010, samningsins um þátttöku Íslands við framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna og þess árangurs sem náðst hefur á öðrum sviðum þar sem athugasemdir voru gerðar í áliti framkvæmdastjórnarinnar. 19. Á tímabilinu fram að aðild er gerð sú krafa að Ísland samræmi í áföngum stefnumið sín gagnvart þriðju löndum og afstöðu sína innan alþjóðastofnana við þau stefnumið og afstöðu sem Evrópusambandið og aðildarríki þess hafa samþykkt. 20. Ísland verður að fallast á niðurstöður annarra aðildarviðræðna eins og þær liggja fyrir á þeim tíma þegar það gerist aðili. 21. Stækkun ætti að styrkja ferli samfelldrar þróunar og samruna sem Evrópusambandið og aðildarríki þess taka þátt í. Leggja skal allt kapp á að vernda samheldni og skilvirkni Evrópusambandsins. Í samræmi við niðurstöður leiðtogaráðsins í desember 2006, þar sem lögð er áhersla á að ESB geti viðhaldið og eflt þróun Sambandsins, verður hraði stækkunarinnar að taka mið af getu þess til að taka við nýjum aðildarríkjum sem er mikilvægt með tilliti til almennra hagsmuna jafnt Evrópusambandsins sem Íslands. 22. Samhliða aðildarviðræðunum mun Evrópusambandið " Vonandi ertu einhverju nær. Eins og þú sérð er samningaferlið opið og það sem mikilvægast er að íslenska þjóðin mun taka ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu og í tvennum Alþingiskosningum. það er engin fyrirframmörkuð leið eins og Páll vinur okkar virðist halda. Norska samninganefndin gerði samninga í tvígang en þjóðin hafnaði þeim. Sem sagt; alls enginaðlögun sem leiðir óhjákvæmilega til innlimunar!! Varðandi 1. spurninguna þá eru aðildarviðræðum í leiðinni viðræður um gerð samnings. Eins og þú veist er samið um 35 lagakafla ESB. Að mati ESB eru 22 lagakaflar nú þegar eins eða sambærilegir.(Efta-EES-Schengen og aðrir alþjóðlegir samningar)Sæll að sinni.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 18:06

21 identicon

Og hvert er vandamálið Ómar sófasnillingur?  Er eitthvað álíka óskýrt fyrir þér hvað stækkunarstjóri ESB segir, og hvað framkvæmdastjórn ESB svaraði norska fjölmiðlinum um að eingin ríkisábyrgð væri Tryggingarsjóði innistæðueiganda, sem þýðir að þjóðin ber enga lagalega ábyrgð á Icesave, þó svo að þeir reyndu að kokka upp einhver mistök við innleiðinguna.  Jafnvel Steingrímur J. blæs á þá fullyrðingu.

Stækkunarstjórinn rassskellti Össur þegar hann var að bulla um að við fengjum ótrúlegustu afslætti vega sinnar snilldar og þjóðarinnar, og þá sennilega vegna bankaþekkingarinnar og fagmennsku endurskoðunarskrifstofa sem hika ekki við að taka við að "endurskoða" reikninga ESB seinustu tvo áratugina og engin endurskoðanafyrirtæki Evrópu hafað viljað koma nálægt vegna þekktrar spillingar og óheiðarleika sem fylgir Evrópubákninu .

Stækkunarstjórinn Stefan Füle sagði orðrétt, og ég frábið enskuþýðinguna sem þú reynir að breiða út þína útgáfu, sem augljóslega stafar af vægast sagt takmarkaðri kunnáttu í tungumálinu.  Sem best hefur komið skýrast fram með að við bárum lagalega ábyrgð á Tryggingasjóði innistæðueigenda sem ESB er ekki einu sinni sammála um... (O: 

Öllum fjölmiðlum ber saman að þetta var það sem þeir Össur og stækkunarstjórinn sagði. 

Spænskur blaðamaður spurði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hvaða atriði hann væri ekki tilbúinn til að gefa eftir í viðræðum við ESB um sjávarútvegsmál.:

"Össur sagðist leggja áherslu á að sjávarútvegur hefði gríðarlega þýðingu fyrir efnahag Íslands og eins að fiskveiðilögsaga Íslands snerti ekki fiskveiðilögsögu neinna landa í ESB. Fiskveiðistefna ESB gerði ekki ráð fyrir slíkri stöðu og því þyrfti að taka tillit til þess."

Eftir að Össur hafði svarað spurningunni bætti Füle við.:

"Að í sambandi við þessi mál yrði að hafa í huga að ESB veitti ekki varanlegar undanþágur frá lögum sambandsins."

 Og þetta kom úr ótrúlegustu átt.:

„Það er ekki þannig að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið.“

Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG fyrir nokkrum dögum.

 Inngöngusinnar endilega horfa á hvað þið munið missa af.:

 http://www.youtube.com/watch?v=oUxTnPPjaDE&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=YWSYMpuCFaQ

http://www.youtube.com/watch?v=bM2Ql3wOGcU&NR=1

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 18:28

22 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það eru menn eins og Guðmundur 2. Gunnarsson og Páll Vilhjálmsson hérna sem munu verða til þess að íslendingar ganga í ESB.

Það er merkilegt að sjá Guðmund hérna saka mig um að kunna ekki enska tungu. Þegar hann sjálfur virðist ekki geta lesið það tungumál sjálfur, eða hlustað á það.

Það myndbönd sem Guðmundur vísar í hérna segja sína sögu í því hversu sjúkur hugarheimur hann og aðrir andstæðingar ESB á Íslandi þrífast í.

Fullyrðingar Tómasar Ibsen hérna eru undarlegar, og þeim hefur nú þegar verið svarað að fullu í samningsramma Íslands og ESB. Það sem Tómas setur fram hérna stenst ekki nánari skoðun, og mun ekki gera það.

 Það er alveg rétt hjá Jóni Baldvin að íslendingar þurfa ekki neinar undanþágur frá reglum ESB. Hinsvegar verður samið um sérlausnir fyrir íslendinga þar sem það skiptir máli og helstu hagsmunir liggja.

Jón Frímann Jónsson, 2.9.2010 kl. 21:25

23 identicon

Þú getur birt allar 99.000 síðurnar úr ESB biblíunni fyrir mér.  Málið snýst um hvað þjóðinni var sagt og lofað og hvað er raunverulega að gerast.  Það er allt annað og út í hött að ætla að bjóða vitibornu fólki þessar eftiráskýringar og kirsuberið á ESB hnallþóruna eitruðu er að skríllinn megi taka þátt í óbindandi skoðanakönnun í restina þegar málið er frágengið, sem væntanlega verður sett á sama plan hjá stjórnarflokkunum og þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave, sem var "fáránleg" og "tímaeyðsla" að þeirra mati. Það er undir geðþóttaákvörðun þessa sama liðs sem er í flokki þeirra sem þjóðin ber nákvæmlega 10% traust til, alþingismanna.   Núna er allt gert til að láta það líta svo út að þjóðaratkvæðið er bindandi, sem er af og frá.  Það var einmitt Samfylkingin sem sá til þess að frumvarp um að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði bindandi, - næði ekki í gegn með hundinum sínum í VG.  Og hverju skyldi nú valda....????

Frumvarp til laga um þjóðaratkvæðagreiðslur (heildarlög)

(Lagt fyrir Alþingi á 138. löggjafarþingi 2009–2010.)

1. gr.

Alþingi getur ákveðið með þingsályktun að almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram samkvæmt lögum þessum um tiltekið málefni eða lagafrumvarp og er niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu ráðgefandi.

 Páll er búinn að rökstyðja vel tilgangsleysi "skoðanakönnunarinnar", sem er sama einkunn og forsætis - fjármálaráðherra og stjórnarliðar gáfu Icesave könnuninni forðum, og örugglega verður notagildið ekki meira að þeirra mati en 98.2% afhroðið þeirra í því máli.  Enn fara þau skríðandi til ESB til að reyna að fá að greiða ólögvarinn Icesave falsreikninginn í umsjón og innheimtu ESB.  Enda er ESB og Icesave sitt hvor hliðin á sama peningnum, eins og allir vita og margoft hefur verið viðurkennt af frammámönnum dýrðarsamfélagsins.

Samfylkingin ein bauð uppá ESB í kosningunum, og fékk 29% fylgi.  Hugsanlega allt ESB sinnar.  71% þjóðarinnar sagði klárt Nei takk og kaus aðra flokka. Samfylkingin smalaði köttunum og traðkaði á aumingjum í hópi VG sem tóku þátt í svikunum í einfeldni sinni eins og ummæli Steingríms J. benda til.  Hann kemur af fjöllum eins og nátttröllum einum er gefið og hefur augsýnilega ekki minnstu hugmynd í hverju hann er að taka þátt í eins og óviðjafnanlegt svarið sýnir.:

„Það er ekki þannig að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið.“

 Ráðherrastóllinn í boði Samfylkingarinnar er Steingrími mun mikilvægari en þjóðin enda sennilega tryggasti Samfylkingarráðherrann, eins og öllum ætti að vera orðið ljóst.  Það er með ólíkindum ESB, samningamenn að aðildarsinnar láta taka sig aftur og aftur með allt niðrum sig og reyna að spinna málið með að þykjast ekki skilja ensku.  Það liggur fyrir að engir varanlegir afslættir fást, svo um hvað er verið að semja?  Þetta stendur allt í ESB sölubæklingnum.  Útúrsnúningi, orðhengilshætti og hreinum lygum er beitt af aðildarsinnum, sem eiga eftir að koma af margföldu afli í hnakkann á þeim eins og ástralskur bjúgverpill.  Og að toppa heimskuna að samþykkja að ESB er að leggja tæpa fimm milljarða í að kaupa sér atkvæði, heilaþvo almenning og skoðanamyndandi aðila jafnvel með skemmtiferðum til útlanda. Væntanlega í stíl Jóns Ásgeirs og snekkjusiglinganna í boði Baugs með leiðsögn fylgdarkvenna í sjómennsku, og ekki má minnast á.  Lægra er ekki hægt að leggjast, en að bjóða slíkt og sýnu verri eru aumingjarnir sem þiggja ferðirnar og múturnar.  Morgunblaðið og Útvarp Saga afþökkuðu gott boð, á meðan aðrir fjölmiðlar þáðu það með þökkum. Það er engin tilviljun að þeir sem hafa verið háværustu ESB sinnarnir, eru þeir sömu og lögðu þjóðfélagið í rúst og eru oft nefndir auðrónar og útrásarglæpagengi.

Heyrði spunatrúð krata Andrés Jónsson verja fjóra og hálfs milljarðar ömurlegheitin með að eitthvert flettiskilti væri í gangi sem segði Nei - ESB. Það hlýtur að vera ansi magnað flettiskilti og hann ánægður með samanburðinn.  Það er til háborinnar skammar að það er ekki komin upp einhver hlutlaus stofnun sem sér um að fræða almenning á tungumáli sem fólk skilur og ekki er hægt að spinna út frá.  Stofnun sem byggir ekki á spunatrúðum flokkanna og öðrum kaupamönnum.  Að ESB innlimunarnefndin skuli aðeins vera skipuð ESB - fíklum, er jafn hlægilegt og heilbrigðisráðherra myndi senda nefnd skipuðu sprautufíklum til Amsterdam til að kynna sér hvort að það væri ráðlegt að vinna að því að leyfa neyslu eiturlyfja.

Nokkrar afar hressandi myndir um "ágæti" ESB í boði snillingsins Nigel Farage.

http://www.youtube.com/watch?v=0vBqyG6qYXE&feature=related

http://www.youtube.com/watch?v=bypLwI5AQvY&feature=fvw

http://www.youtube.com/watch?v=jqr51vmaEOo&feature=related

 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 21:28

24 identicon

Jón Frímann.  Skýrðu fyrir okkur ensku túlkunina þína á lögunum sem þú fullyrðir að að segi að ríkissjóður og þá Íslendingar eru ábyrgir fyrir Tryggingarsjóði innistæðueigenda, - og þá orð fyrir orð.  Á meðan getum við hlustað á þig live á enskri tungu.:

http://www.youtube.com/watch?v=ad-qYan9FFs&feature=related

Skil vel að myndefnið hitti þig all svakalega.  Svona eins og pungsparkið fræga.  Nigel rokkar... (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 21:39

25 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

@Guðmundur 2. Gunnarsson, Svo að ég taki mér orð þingsmanns mér í munn.

Þú getur hoppað upp í rassgatið á þér!

Nú það má vel vera að þér finnst þetta dónalegt, en mér hinsvegar alveg sama þar sem að ég er búinn að fá nóg af rugludöllum eins og þér sem eru að ráðast á mig persónulega vegna ykkar eigin vangetu til þess að rökræða málin.

Guðmundur og aðrir ESB andstæðingar. Ef þið getið ekki rökrætt málin almennilega. Þá ætla ég vinsamlegast að biðja ykkur að halda kjafti svo að við hin getum rökrætt málin í friði. Rökræður snúast ekki um útúr snúninga eins bull eins og þið greinilega haldið.

Guðmundur, Varðandi tungumálaþekkingu mína á ensku. Þá er alveg ljóst að hún er margfalt betri en enskan hjá þér. Ég reyndar stórefast um að þú sért mellufær í ensku eins og sagt er. Enda virðist þetta skot þitt á ensku kunnáttu mína snúast eingöngu um vangetu þína til þess að skilja það sem vísað er á ensku.

Gott ráð við þessu er að fara í endurmenntun og vona að þú komst yfir prófið í áfanganum í lok annarinnar.

Jón Frímann Jónsson, 3.9.2010 kl. 08:29

26 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Vá, hvernig væri að róa sig aðeins Jón Frímann, eina sem guðmundur bað þig um að gera var að koma með þína þýðingu á lögunum sem tengast tryggingasjóði, og hvað gerir þú, beint í skítkastið.

Er þetta það sem þú kallar að rökræða málin? ef viðkokmandi er ekki sammála þér eða þú hefur ekki betri svör þá á sá sem er að rökræða við þig bara að eins og þú orðar það "halda kjafri"?

Rökræður snúast ekki um útúr snúninga eins bull eins og þið greinilega haldið.

rugludöllum eins og þér sem eru að ráðast á mig persónulega vegna ykkar eigin vangetu til þess að rökræða málin.

Get ekki betur séð en að þín færsla "3.9.2010 kl. 08:29" sé nákæmlega eftir þessari uppskrift sem þú ert að kvarta yfir.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.9.2010 kl. 09:15

27 identicon

Sæll Gunnar,

ég veit ekki hvort ástæða er til að teygja þennan lopa lengur. Þú hefur farið með þína trúarjátningu í nokkur skipti og það er gott mál. Aðeins 2 atriði. ESB er ekki draumaland og hefur aldrei verið. Ég bjó í Þýskalandi í tæpan áratug og geri mér fullkomalega grein fyrir því hver eru áhrif mikils langtímaatvinnuleysis. Á þeim tíma höfðu um 30% vinnandi manna verið atvinnulausir í skemmri eða lengri tíma.  Hins vegar var verðlag stöðugt og vextir lágir. Kaupmáttur launa(þeirra sem höfðu vinnu) var mjög mikill. Annað atriðið er að útrásin og hrunið og alfarið í boði Sjálfstæðisflokksins. hrunið var rökrétt afleiðing af löngum valdaferli og endapunktur hans. Góðar stundir.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 09:17

28 identicon

Jón minn.  Alltaf jafn vanstilltur og penn.  Svona eins og ESB ruglið þitt og tala ekki um Icesave.  Af hverju treystirðu þér ekki inná það þegar enskukunnáttan er til umfjöllunar?  Af hverju ættirðu að vera upprunalegum texta ESB í málefnum tengdum innlimuninni trúrri en upprunalegum lagatexta EES varðandi Icesave?  Ég hef áhyggjur af enskukunnáttunni þinni að gefnu tilefni, nefnilega eftir hundruð pistla sem þú stautaðir þig í gegnum nákvæmlega sama lagatexta og við öll hin, og þú kemst alltaf að sömu niðurstöðu og ert sannfærður um að þú hefur rétt fyrir þér, að óumdeilanlega eigi að vera ríkisábyrgð á Tryggingarsjóði innistæðueigenda.  Eitthvað sem að vísu 1.8% þjóðarinnar heldur eða etv. hélt þar til að framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins fullyrðir að engin ríkisábyrgð fylgdi enda væri það klárt brot reglugerðum EES.  98.% þjóðarinnar virðist hafa skilið textann rétt.  En auðvitað veit snillingurinn Jón Frímann mun betur en æðstu séffar ESB í þessu sem öllu sem þeir hafa sagt og tengist aðlögunarferlinu.  Fljótlega flytja þeir aðalstöðvarnar heim til snillingsins.

Sakna þess en skil vel að þú treystir þér ekki í að rökræða um upplýsingarnar frá Nigel Farhel um spillinguna og viðbjóðin sem grasserar hjá ESB.  Munurinn er sá að hann er þingmaður þar, en þú ert inni í herbergi uppi á Íslandi, sennilega aldrei komið til Brussel, og veist allt best.  Hann er enskur en þú gætir örugglega kennt honum ESB stofnunarenskuna, að þínu mati

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 10:40

29 identicon

Hrafn.  Ég er ekki sammála um hver er rót hrunsins og að einum flokki er hægt að kenna um.  Slík afgreiðsla er afar mikil einföldun og langt því frá að vera það sem sannleiksskýrslan segir, sem er jú það eins sem við höfum í dag sem hægt er að segja niðurstaða rannsókna á atburðum tengdu því. 

Rannsóknarnefnd Alþingis fullyrtu að ábyrgðin lægi mest hjá útrásargenginu og bönkunum, eigendunum og helstu starfsmönnum.  Að mínu viti er það upptak EES samningsins af þjóð sem er alltof lítil til að ráða við það, með óhæfum pólitíkusum til að tryggja að rétt og heiðarlega var að staðið. Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn reyndu að koma í gegn að bankarnir yrðu seldir í dreifðri eignaraðild, sem reyndist ekki gerlegt vegna EES reglugerða.  Það er langt því frá að Sjálfstæðismenn beri ekki sína ábyrgð á hruninu, sem jafnframt er mikil.  Aftur á móti er það mín trú að stjórnmálamenn og flokkar, og þá allir eru afar stór ástæða hvernig fór.  Og þar á stjórnarandstæða hvers tíma mikla sök, eins og í dag er stjórnarandstöðu kennt um allt sem miður fer og völdin sem hún hefur gagnvart meirihlutanum.

Alþýðuflokkurinn tróð EES á okkur inn eins og dótturflokkurinn er að gera með ESB.  Sjálfstæðismenn réttu þeim hjálparhönd en voru illa klofnir, enda var um hrossakaup eins og núna.  Vigdís Finnbogadóttir hefur sagt að hún hafi alltaf harmað það að setja málið ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu, enda var þjóðin mjög klofin um ágæti inngöngunnar.

Án EES hefðu útrásarglæpagengin aldrei getað þrifist, og Samfylkingin gekk sérstaklega í að vernda þá fyrir Davíð og öðrum illum öflum.  Þegar hún settist í hrunstjórnina fékk hún ótrúlegustu yfirlýsingu allra tíma setta í stjórnarsáttmálann. Þar er rætt um “alþjóðlega þjónustustarfsemi”, þar á meðal fjármálaþjónustu og síðan segir.:

„Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi“.

Að kröfu Samfylkingar var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu „útrásarfyrirtækja“ svo þau færu ekki með sitt hafurtask annað.

Alþýðuflokkurinn hefur alla tíð hreykt sér af að hafa fært þjóðinni EES og gert lítið úr hlut annarra flokka.  Samfylkingin hafði allt að hruni þakkað EES "velmegunina"og náttúrulega sínum þætti á ýmsum nöfnum og kennitölum.

Úr ræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti í febrúar 2003.:

"En svo skall á frostaveturinn mikli með fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar árið 1991 og þessi krafa um endurnýjun í stjórnmálum varð hálft í hvoru úti. Ef frá eru taldar breytingar í efnahags- og atvinnulífi sem urðu vegna EES-samningsins, undir forystu Jóns Baldvins og Jóns Sigurðssonar, og einkavæðing ríkisbanka hefur harla lítið nýtt borið til tíðinda í íslenskum stjórnmálum á áratug Davíðs Oddssonar. En núna eru vorleysingar og það getur allt gerst."

Jón Baldvin Hannibalsson nóvember 2008.:

"Sjálfstæðiflokkurinn hafði því ekkert frumkvæði að EES-samningnum og lét aldrei brjóta á sér í málinu. Þegar mestur styrr stóð um EES-samninginn fyrir kosningarnar 1991, fór Sjálfstæðisflokkurinn með löndum. Þeir óttuðust klofning. Það var ekki að ástæðulausu. Það var hörð andstaða við samninginn í landsbyggðararmi Sjálfstæðisflokksins allan tímann, þannig að það mátti vart tæpara standa að samningurinn hlyti meirihlutastuðning á þingi (33 atkvæði gegn 23, og 7 sátu hjá)."

Meðlimir Rannsóknarnefndar Alþingis sátu fyrir svörum í kvöldfréttum Stöðvar 2 að kvöldi útgáfudags skýrslunnar.

Sigríður Benediktsdóttir sagði að hegðun bankanna vegi þyngst í öllu málinu. Þeirra starfsemi hefði fallið með þessum afleiðingum. Eftirlitsaðilar hefði þó einnig átt að vera komnir mun betur í gang til þess að hemja vandamálið.

Páll sagði einnig erfitt að hengja merkimiða á tiltekna einstaklinga þegar hann var spurður hvort einhver bæri meiri ábyrgð en annar. Ljóst væri hinsvegar að stjórnendur bankanna hefðu gengið fram með mikilli áhættusækni. Hann vildi þó ekki gera upp á milli þeirra.

Sigríður bætti því þá við að sláandi væri að sjá stærstu eigendur bankanna í hópi stærstu lántakenda og Tryggvi bætti því við að eitt væri að eiga banka og annað að taka lán.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 11:36

30 identicon

Sæll, auðvitað er það einföldun að Sjálfstæðisflokkurinn beri einn alla pólitíska ábyrgð á hruninu.Þegar skrifað er símskeyti verður allt í símskeytastíl. Stærsta ábyrgðin er hjá stjórnendum og eigendum bankanna. Gífurleg ábyrgð er hjá þeim sem einkavæddu bankana. Eftirlitsstofnanir fá fall einkunn. Alvarlegast er þó að ónefndir aðilar rændu bankana að innan. Það er nú viðfangsefni Sérstaks saksóknara, lögreglunnar og skilanefndar bankanna. Ég bind miklar vonir við erlenda sérfræðinga. Við þurfum sem sagt ekki að fara til ESB í leit að spillingu og glæpum. Hún er hér í okkar eigin ranni. En auðvitað er einnig spilling í ríkjum ESB Ég hef líka lesið Rannsóknarskýrsluna og veit hvað þar stendur. Slíkar skýrslur þarf að skrifa um fleiri svið eins og t.d. kvótaviðskipti íslenskra útgerða. Nú er svo komið að rúmlega 60 fjölskyldur "eiga" alla kvóta. Kvótinn er eignfærður í bókhald fyrirtæjanna og veðsettur að stórum hluta. Við erum að tala um það sem sem lögum samkvæmt er eign þjóðarinnar.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 3.9.2010 kl. 12:05

31 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

@Guðmundur 2. Gunnarsson, Það eru vanstilltir ný-frjálshyggju vælukjóar eins og þú Guðmundur sem neita að bera ábyrgð á þeirri hugmyndafræði hrunsins á Íslandi. Þetta gildir líka um Pál hérna og fleiri.

Nigel Farage er hægri öfgamaður á evrópuþinginu. Eins og segir hérna í þessari ágætu grein.

"UKIP yesterday hosted a conference at the European Parliament with Russian conspiracy theorist Daniel Estulin and Italian extremist Mario Borghezio speaking alongside Nigel Farage and Godfrey Bloom, to discuss the Bilderberg conspiracy, about which Estulin has written a book."

Tekið héðan

Í rökleysi sínu blandar Guðmundur saman aðildarviðræðum Íslands og ESB saman við Icesave málið. Sem er allt annað mál og óskylt ESB aðildarviðræðunum.

Það er hinsvegar ekkert nýtt að hægri öfgamenn dáist að öðrum hægri öfgamönnum. Það segir ýmislegt um hægri menn hversu öfgafullir þeir eru að þeir þurfa stöðugt að vera vitna í öfgafólkið sem finnst í Evrópu. 

Guðmundur getur kynnt sér Icesave málið hérna, á íslensku. Þar sem augljóst er að hann er alls ófær um að tjá sig á ensku og skilja tungumálið. Ég er ekki hérna til þess að eltast við bjánalegar kröfur hans um að þýða einhver lög sem er að finna á ensku í lagasafni ESB. Guðmundur á að kynna sér málin sjálfur ef hann skortir þekkingu á þeim. Hann hefur engan rétt til þess að aðrir kynni málin fyrir honum, til þess eins að hann snúi uppá viðkomandi og ljúgi uppá fólk í þokkabót.

@Halldór Björgvin Jóhannsson,Það er alveg augljóst að Guðmundur hefur engan rétt á því að gera svona kröfur á mig, og ekki þú heldur. Ef að þið viljið kynna ykkur málin þá getið þið gert það með aðstoð Google án mikilla vandamála. Þú verður að gera þér grein fyrir því að tilgangur Guðmundar og marga ný-frjálshyggjumanna er ekki að ræða málin. Heldur að kaffæra þeim í bulli og tómri vitleysu. Eins og þeir núna reyna að gera með ESB umræðuna og Icesave málið (tókst á sínum tíma).

Það er einfaldlega komið nóg af því að brunaliðið fái að leggja allt í rúst aftur á Íslandi vegna þess að það er ekki nógu þroskað til þess að takast á við sitt eigið ábyrgðarleysi.

Jón Frímann Jónsson, 3.9.2010 kl. 12:46

32 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

@Halldór Björgvin Jóhannsson,Það er alveg augljóst að Guðmundur hefur engan rétt á því að gera svona kröfur á mig, og ekki þú heldur.

Það er alveg undir okkur komið hvort við gerum kröfu á þig, alveg eins og það er undir þér komið hvort þú verður við þeirri kröfu eður ei.

En það er óþarfi að æsast svona upp og fara beint í skítkastið.

Það er einfaldlega komið nóg af því að brunaliðið fái að leggja allt í rúst aftur á Íslandi vegna þess að það er ekki nógu þroskað til þess að takast á við sitt eigið ábyrgðarleysi.

Guðmundur er að gera góða hluti í að halda aftur af rústunum og ruglinu sem þið ESB-sinnar eruð að hella fram, og kallið rök.

Þú verður að gera þér grein fyrir því að tilgangur Guðmundar og marga ný-frjálshyggjumanna er ekki að ræða málin. Heldur að kaffæra þeim í bulli og tómri vitleysu. Eins og þeir núna reyna að gera með ESB umræðuna og Icesave málið (tókst á sínum tíma). 

Þú verður að gera þér grein fyrir því að þú og nokkrir vel valdir aðrir eruð ekkert skárri en þessir sem þú sakar um að vilja ekki ræða málin, þið hafið engan áhuga á því sjálfir, eina sem þið viljið er að allir meðtakinn "ESB trúboðið" eins og þið sjáið það, og talandi um að kaffæra í bulli og tómri vitleysu, þetta er það sem þið eruð duglegastir við.

Ef að þið viljið kynna ykkur málin þá getið þið gert það með aðstoð Google án mikilla vandamála

Ég veit allavegana fyrir mínar sakir þá hef ég kynnt mér málin, ótrúlegt en satt þá var það einnig gert með aðstoð google, kannski höfum við kynnt okkur málin betur og sjáum því sannleikann en ekki trúboðið!!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.9.2010 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband