Miðvikudagur, 1. september 2010
Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín án trúnaðar
Krafa almennings, og kjósenda Sjálfstæðisflokksins þar með, er að þeir sem fóru á bólakaf í útrásareðjuna komi ekki drullugir upp fyrir haus að hreinsa til eftir hrunið. Það er ekki trúverðugt, svo vægt sé til orða tekið, þegar Guðlaugur Þór Þórðarson sem gerði sig að pólitísku verkfæri útrásarauðmanna, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem fékk tugmilljónir afskrifaðar af kúlulánum, mæti til leiks eins og ekkert hafi í skorist.
Þau skötuhjú njóta ekki trúnaðar fólks í landinu og enn síður flokksmanna Sjálfstæðisflokksins, eins og fram kom á landsfundi flokksins í sumar.
Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín eru hvort um sig gangandi risaskilti þar sem á stendur: Mér er fjandans sama hvað fólki finnst. Ég trúi á skammtímaminni kjósenda og framhaldslíf spilltra stjórnmálamanna!
Sáttir við Steinunni Valdísi en ósáttir með Þorgerði Katrínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott hjá Þorgerði, skrælingjarnir eiga hana skilið.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 1.9.2010 kl. 21:59
Hárrétt.... Það er með ólíkindum að forystan og formaðurinn sjá ekki skaðann sem þau koma til með að valda flokknum, eða þá aumingjaskapinn að taka ekki málið föstum tökum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 23:24
Ég held að þú ættir ekki lengur að sverja af þér Baugsstimpilinn.
Mínar spurningar eru - hvað braut Guðlaugur af sér - á hvern hátt var hann verkfæri útrásarliðsins? Var Ólafur Ragnar ekki þeirra klappstýra sem hældi sér af dugnaði sínum í þeirra þágu?
Hvað braut Þorgerður Katrín af sér?
Á landfundi fór klerksbjálfi einn upp og krafðist afsagnar Gísla Marteins á þeirri forsendu að ef reglur þingkosninga hefðu gilt í borgarstjórnarkosningum hefði hann farið niður um eitt sæti.
Fólk hefur því miður fram undir daginn í dag talið orð presta marktækari an annars fólks - klerkur þessi og kollegi hans í Reykolti voru sanfærandi og komu fram með almennt orðaða tillögu um að stjórnmálamenn skoðuðu hug sinn -
Ætli trúverðugleiki presta hafi ekki beðið hnekki að undanförnu og hefði mátt vera fyrr.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.9.2010 kl. 02:15
Ólafur Ingi bullar sem fyrr.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 12:30
Þorgerður er í afneitun, aðal spurningin er hvort forysta flokksins sé líka í afneitun (sem hún virðist vera). Hver vill fá Þorgerði inn á þing? Forystan ætti að hafa vit ða að láta einhvern með hreint borð að komast að. Þorgerður hefur engan trúverðugleika lengur.
Njáll (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.