Tveggja ráðuneyta ESB-plott

Samfylkingarhluti ríkisstjórnarinnar ætlar að keyra áfram aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandi Forysta Samfylkingarinnar hefur komið sér saman um verkskipti. Utanríkisráðuneytið sér um samningaviðræður en forsætisráðuneytið tekur að sér yfirumsjón með laga- og reglugerðarbreytingum stjórnsýslunnar.

Ríkisstjórnarhluti Samfylkingarinnar getur með þessum hætti dulbúið kröfur Evrópusambandsins og kynnt þær sem stjórnartillögur til að bæta stjórnsýsluna. Forsætisráðuneytið mun hafa aðgang að samtals fimm milljörðum króna til að ,,smyrja" embættismannagangverkið. Trúnaðarembættismaður Jóhönnu Sig., Ragnheiður Arnljótsdóttir, sér um þennan þátt aðlögunarinnar.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur sig geta með þessu tveggja ráðuneyta plotti nuddað Íslandi nógu langt inn í Evrópusambandið til að ekki verði aftur snúið. Enda utanríkisráðherra brosmildur þessa dagana.

Ríkisstjórnarhluti Vg mun á hinn bóginn vera krafinn um það að stöðva aðlögunina og taka ekki við Evrópupeningunum úr sjóði forsætisráðuneytis. Á alþingi verður spurt um sérhver nýmæli ríkisstjórnarinnar hvort þau séu að kröfu Brussel eða þjóni íslenskum hagsmunum.

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu þurfa að búa sig undir pólitíska borgarastyrjöld þar sem barist verður húsi úr húsi. Samfylkingarhluta ríkisstjórnarinnar verður ekki kápan úr þessu klæði.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband