Einangrun og öldrun Evrópu

Í ríkjum Evrópusambandsins eru íbúar um 500 milljónir. Heimurinn allur telur um 6,8 milljarða. Þau 8 prósent íbúa jarðarinnar sem eiga heima í Evrópusambandinu eru með hærri meðalaldur og lægri fæðingartíðni en aðrar heimsálfur. Mannfjöldaþróun þarf að athuga í áratugum og öldum.

Evrópa ,,tappaði af" mannafjölda sínum á 19. öld þegar milljónir fluttu vestur um haf. Eftir miðja 20. öld hefst stórfelldur innflutningur af fólki til Evrópu frá Afríku og Asíu. Það dugir ekki til og Evrópa verður ,,gömul" meðan aðrar heimsálfur ,,yngjast."

Efnahagslegar og pólitískar afleiðingar af mannfjöldaþróun eru víðtækar. Við Evrópu blasa stórfelld vandamál á sviði almannatrygginga, heilbrigðismála og í efnahagslífi þar sem æ færri vinnandi hendur verða að sjá fyrir stöðugt fleiri lífeyrisþegum.

Ísland er með allt aðra og betri mannfjöldasamsetningu en Evrópusambandið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.usatoday.com/news/nation/2008-02-11-population-study_N.htm

ES (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 10:20

2 identicon

Þetta er afar mikilvægt viðfangsefni. Um það verður hins vegar ekki fjallað af neinu viti nema með því að nefna allar lykiltölur og geta þeirra skýringa sem helst hafa verið nefndar. Páll getur tappað af eins og hann vill en það breytir litlu! Lok 10. aldar eru tímabil Vesturfaranna og í Kanada býr "önnur íslensk þjóð". þar býr einnig geysifjölmenn "norsk þjóð". meðalaldur íslendinga hefur löngum verið lægri en annarra norrænna þjóða. Í því felast vaxtarmöguleikar en í því sambandi eru mikil útgjöld til heilbrigðismála áhyggjuefni. Fæðingartíðni hér á landi hefur einnig verið há hér á landi. Kínverjum hefur tekist að koma stjórn á fólksfjölgun og fyrir mannkynið allt skiptir það miklu. þegar þjóðir eru bornar saman er aldur og aldursskipting mikilvæg en fjölmargt annað skiptir máli. nefna má almenna menntun, tækniþekkingu og vinnusuðferði svo eitthvað sé nefnt.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 10:40

3 Smámynd: Halldór Jónsson

já, ættum við ekki að reyna að halda í það sem við höfum í stað þess að láta kratana gefa þetta allt frá okkur.

Halldór Jónsson, 1.9.2010 kl. 11:15

4 Smámynd: Halldór Jónsson

'ur athugasemd ES sjáum við töflu um þróunina í USA

NATION'S CHANGING MAKEUP

How components of the U.S. population are projected to change by 2050:

Racial/ethnic groups 2005 2050

Foreign-born 12% 19%

White* 67% 47%

Hispanic 14% 29%

Black* 13% 13%

Asian* 5% 9%

Note: *=Non-Hispanic

American Indian/Alaska Native not included

Source: Pew Research Center; Julie Snider,

Halldór Jónsson, 1.9.2010 kl. 11:17

5 identicon

Halldór, meirihluti þjóðarinnar ræður því hvort Ísland gengur í ESB eða ekki. Hún kýs í þjóðaratkvæðagreiðslu og í tvennum þingkosningum. Og meirihluti verður að vera á Alþingi. Stuðningur við ESB fylgir ekki flokkslínum eins og þú veist mætavel. Menningarleg samsetning BNA breytist mikið gangi þessar spár eftir. Hvað finnst þér um þá þróun?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 11:42

6 identicon

Þú ert skrýtin Hrafn.  ..Þykir mér.

Það var aldrei meirihluti þjóðarinnar fyrir að sækja um aðild í fyrsta lagi og þaðan að síður að aðlaga allt stjórnkerfið að ESB.

Það kostar að auki lítið að fæðast.  Það kostar mikið að deyja.  

Unga fólkið þarf að standa undir heilbrigðiskerfinu sem aðallega er fyrir þá eldri.  Kíktu á Landsspítalan ef þú vissir þetta ekki.

ESB sendir því reikningin á Íslendinga geti þeir það.  Það verður hár reikningur fyrir litla þjóð.

Siðferði verður ekki til af því að lesa 100 þúsund lög og reglur Brussel.

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 11:55

7 Smámynd: Haraldur Hansson

Í kosningunum í Þýskalandi í sumar var meira en helmingur kjósenda 60 ára og eldri. Og á meðan kreppan dýpkaði hvað hraðast í fyrra höfðu sumir Evrópuþingmenn meiri áhyggjur af framtíð lífeyriskerfisins en kreppunni, einmitt vegna aldurssamsetningar íbúa aðildarríkjanna.

Öldrun í Evrópu er alvöru vandamál. Sem betur fer aldursamsetningin hér á landi miklu hagkvæmari og lífeyriskerfið annað og tryggara.

Haraldur Hansson, 1.9.2010 kl. 12:36

8 Smámynd: Björn Emilsson

Meginvandamál Evrópu í dag og í framtíðinni er innreið Islam. Ekki verður við neitt ráðið þegar Tyrkland verður aðili að ESB.

Björn Emilsson, 1.9.2010 kl. 12:55

9 identicon

Sæll "Jónas geir"! Ég svara ekki skítkasti en þetta um efnið. 1. Meirihluti Alþingis ákvað að fela ríkisstjórninni að hefja viðræður við ESB. 2. Allt stjórnkerfið hefur ekki verið aðlagað ESB. meir að segja Páll skilur það.3. Það kostar nú talsveerðan pening að fæðast;mæðravernd, ungbarnaeftirlit, fæðinardeildir, og svo frv. 4. jarðarfaraþjónusta kostar sitt en sjúkdómar tengdir öldrun enn meir. Hlutfallið á milli þeirra sem vinna og hinna sem ekki vinna er lykilatriði eins og hjá okkur þarsem gegnumstreymiskerfi er notað. Útgjöld til heilbrigðismála eru um 40% af ríkisútgjöldum. Sumu í skrifi þínu get ég því miður ekki svarað vegna þess að mér er ómögulegt að sjá nokkurt vit í því. Því miður! Öldrunin í iðnvæddum þróuðum þjóðfélögum er vandamál. Það eru áratugir síðan mönnum var þetta ljóst. Fyrir rúmum 20 árum sagði þýskur stjórnmálamaður að úslit kosninga framtíðarinnar myndu ráðast á elliheimilum. Þá töldu menn að "gráir flokkar" myndu gera sig gildandi.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 13:25

10 identicon

Hefði meirihluti þjóðarinnar ekki átt að verða spurð hvort að sækja ætti um inngöngu áður en út í það var farið?  71% þjóðarinnar kaus ekki að gefa Samfylkingunni atkvæði sitt í kosningunum til þess að láta Evrópudrauminn þeirra rætast.  Ný könnun sýnir, að aðeins 29% svarenda hér telja, að Ísland hafi hag (would benefit) af ESB-aðild, á móti að 58% telja að Ísland hafi ekki neinn hag af aðild.  Samkvæmt inngönguskilyrðum í ESB er að meirihluti þjóðar þarf að hafa skýran áhuga á inngöngu til að "pakkagægjur" eru leyfðar.  Íslendingar hafa aldrei uppfyllt þetta skilyrði,  og hverju veldur að Evrópusambandið stöðvar ekki þennan skrípaleik og ofbeldi gegn þjóðinni strax? 

Samstarfsflokkur Samfylkingarinnar var neyddur til að ganga undir afarkosti með að samþykkja umsóknarferlið vegna valdagræðgi formannsins og til þess þurftu þingmenn að brjóta þingeið eins (og þeir hafa ítrekað skýrt frá), með að veita frumvarpinu brautargengi gegn sinni bestu sannfæringu.  Í hvaða þjóðríki sem er ekki með banana í þjóðfánanum, myndi slíkt verið látið viðgangast? 

 Að loknum ríkisstjórnarfundi þriðjudaginn 24. ágúst sagði Steingrímur J.:

„Það er ekki þannig að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið. Það er ekki svo.“

Hvað eru forsvarsmenn Evrópusambandsins að hugsa með að láta svona ganga lengra?  Hvað eru Evrópusinnar að hugsa?  Er þeim nákvæmlega ekki neitt heilagt þegar á að reyna að troða þjóðinni inn með lygum og öllum óheiðarlegustu brögðum sem finnast í vopnabúrum þeirra, gegn hennar vilja sem og allra flokka nema eins.  Flokks sem er orðin að nokkurskonar örflokki og hefur ekki nema 60% fylgi  í dag meðal eigin kjósenda með inngönguferlinu sem þeir vilja stöðva strax?  Halda Evrópusinnarnir virkilega að fólk er fífl og láti þetta yfir sig ganga mikið lengur?

Það er ekki nein trygging fyrir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði nokkuð annað en bara til punts, því að Samfylkingin tryggði að lögum yrði ekki breytt um að slíkar eru aðeins ráðgefandi en ekki bindandi.  Þeim er hægðarleikur að afgreiða málið að það sé alltof flókið fyrir þjóðina að skilja eins og þeir gerðu um Icesave þjóðaratkvæðagreiðsluna.  Samfylkingin tryggði lýðræði þjóðarinnar á þann undarlega hátt að gera slíkar að stórri skoðanakönnun sem hefur nákvæmlega ekkert lagalegt gildi frekar en þær sem eru gerðar af fjölmiðlunum.

Icesave og ESB er sitthvor hliðin á sama peningnum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 13:53

11 identicon

31.8.2010 | 21:43

Samherji á fullu í ESB!

Stöð 2 birti áhugaverða frétt um umsvif Samherja í fiskveiðum í ESB-lögsögum (og ríkjum annarra landa).

Eftir fréttina vaknaði spurningin: Eru viðskiptatækifæri fyrir íslenska sjávarútvegsaðila í ESB?

Á vefsíðu Samherja kemur fram að fyrirtækið er m.a. með umsvif í Póllandi, Þýsklandi og Bretlandi. Allt lönd í ESB! Sjá: http://samherji.is/page/operations_abroad

Fram kemur á vefnum: "Overseas operations of the Samherji group are around 70% of the total turnover with Samherji´s ownership of shares in several companies."

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 14:14

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi umræða ætti að fá sérstök verðlaun.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.9.2010 kl. 14:26

13 identicon

Eins og sjá má af þessu hefur Samherji , flaggskip útvegsins, nú þegar gengið í ESB.(Ætli Páll hafi frétt þetta?!!)

Dótturfélög Samherja eru með þúsundir eða tugi þúsunda tonna veiðiheimilda innan Evrópusambandsins. Aflaheimildir dótturfélaganna í útlöndum eru margfalt meiri en móðurfélagið hefur á Íslandi.

Andstaða íslenskra útgerða við aðild að Evrópusambandinu byggir að stórum hluta á ótta þeirra við að með aðild geti útlendingar eignast meirihluta í íslenskum útgerðarfyrirtækjum. Þessi ótti hefur ekki hindrað íslenskra útgerðir í að komast yfir gífurlega verðmætar aflaheimildir innan Evrópusambandsins, í gegnum fyrirtæki sem eru alfarið í þeirra eigu.

Samherji er öflugasta útgerðarfélag Íslands en fyrirtækið er einnig mjög umsvifamikið í veiðum innan Evrópusambandsins og hefur yfir að ráða stórum hluta af úthafsveiðiheimildum nokkurra ríkja innan sambandsins. Fyrirtækið er með dótturfélög á Englandi, í Skotlandi, Þýskalandi og Póllandi og fær úthlutað kvóta hjá þeim öllum. Þá eru dótturfélög með veiðiheimildir í Færeyjum og í Noregi. Dótturfélag eða félög Samherja eiga líka miklar veiðiheimildir í afríkuríkjunum Máritaníu og Marokko.

Í gögnum fyrirtækisins frá árinu 2007 sem fréttastofan hefur undir höndum kemur fram að Samherjasamsteypan veiddi yfir 500 þúsund tonn á ári á þeim tíma. En árið 2007 aflaði Samherji 117 þúsund tonnum með íslenskum veiðiheimildum. Rúmlega 380 þúsund tonn voru veidd með aflaheimildum annarra ríkja.

Forsvarsmönnum Samherja var boðið að koma í viðtal vegna þessarar fréttar og skýra út hvernig þessar heimildir skiptast á milli einstakra ríkja, en kusu að tjá sig ekki og vildu ekki veita fréttastofunni frekari upplýsingar. Sögðu þó að stærsti hluti afla hjá öðrum ríkjum væri uppsjávarfiskur í lögsögu Máritaníu og Marokkó. Miðað við skipaflota dótturfélaganna í Evrópusambandsríkjunum Bretlandi, Þýskalandi og Póllandi má þó áætla að veiðiheimildir þar skipti þúsundum og jafvel tugum þúsunda tonna. Þá hefur verið fullyrt við fréttastofu að dótturfélög Samherja veiði meirihlutann af úthafsveiðiheimildum Breta.

Þegar Íslendingar semja um úthafsveiðikvóta við nágrannaríki, má því segja að Samherji sé báðum megin samningaborðsins, á Íslandi og innan Evrópusambandsins.

Ekki liggur fyrir hvort Samherji fái veiðiheimildir sínar í Afríku með beinum samningum við stjórnvöld þar. Evrópusambandið er með viðamikla samninga við Máritaníu og Marokko um fjárhagslega og tæknilega aðstoð gegn því að fá veiðiheimildir innan ríkjanna, og því verður að teljast líklegt að Samherji fái sínar veiðiheimildir í þessum ríkjum í gegnum Evrópusambandið. Þá sækja fulltrúar fyrirtækisins fundi þar sem verið er að ræða útdeilingu á fiskveiðiheimildum innan sambandsins.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 14:38

14 identicon

Svona grínlaust fyrir þá sem eru farnir að taka á móti sínum skammti af milljörðunum frá Brussel.  Voru útgerðarmenn ekki óvinir þjóðarinnar No. 1 ESB, aðildarsinna og Samfylkingarinnar að ykkar sögn sem hugsa um ekkert en eigin hag?  Ætlist þið í alvöru til þess að 81% þjóðarinnar kúvendi í afstöðu sinni vegna þessa og sigli með þeim inn í draumaveröldina og roðann í austri.... þó einhver þeirra hefur ákveðið að ganga vit spillingarævintýranna sem hafa örugglega ekkert með þjóðarhag að gera ...  ??? (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 15:08

15 identicon

Mannfjöldasamsetningin á Íslandi er "betri", það má vera rétt. Og líklega eini kostur Íslands í dag gagnvart mörgum öðrum evrópulöndum, þ.e. ef unga fólkið fær þá yfirhöfuð vinnu á komandi árum (eða hafi ekki flúið land).

Þýskaland í dag: Fyrir mörgum árum unnu fimm "verkamenn" fyrir lífeyri eins aldraðs borgara. Bráðum verður einn "verkamaður" að vinna fyrir ellilífeyri fimm aldraðra borgara. Þetta er alvarlegt vandamál sem hefur steðjað að síðustu þrjátíu árin a.m.k og versnar með hverju árinu.

En uppsetning þín á þessu stóra vandamáli finnst mér verulega ábótavant. Og ekki skil ég hvernig þú villt koma þessu inn sem gott innlegg í evrópuumræðuna á Íslandi (sem fer vonandi að hefjast eftir viðtalið góða við JBH). Ég mun fá þýskan ellilífeyri þegar ég verð eldri. Ég vona sannarlega að ég fái eitthvað. En það er alþýskt mál, ekki mál Evrópu! Eða viltu halda því fram að digru evrópusjóðirnir munu borga gömlum Þjóðverjum ellilífeyri? Og þá líklega með peningum sem voru teknir á óprúttnan hátt úr íslenskum auðlindum?

Sammála er ég Ómari: Þessi komment hér á síðunni ættu að fá sérstök verðlaun :)

Ósammála er ég Haraldi Hanssyni: Þangað til hann færir rök fyrir því að yfir helmingur kjósenda í þýsku þingkosningunum hafi verið 60 ára og eldri. Hér er talað um að raunin gæti orðið sú í framtíðinni, ef ekkert breytist. (Ég vona að hann hafi ekki tekið einhvern þýskan "Fáskrúðsfjörð" sem dæmi :) )

Björn Emilsson á sér marga skoðanabræður í Evrópu. Þess vegna fer Evrópa mjög varlega með loforð um tímasetningu innleiðingar Tyrklands. Ef Íslendingar væru eins fjölmennir og Tyrkir hefði ég, sem ESB-búi, meiri áhyggjur af innreið Íslendinga í ESB en innreið Islam.

Valgeir (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 15:20

16 identicon

Þið eruð magnaðir ESB sinnar.

Það er skítkast að þykja einhver skrýtin eða rök hans réttara sagt.

Það er hægt að vera ósammála staðreyndum og statistík sem Haraldur finnur.  ...Eins og hægt sé að vera ósammála því að það séu margar milljónir sem búa í Þýskalandi sem er orðið mjög fullorðið fólk.

Það eru rök að skilja ekki skýrt mál eins og að það siðvæðist engin af því að lesa 100 þúsund reglur frá Brussel.

Það eru rök að sem betur fer starfa íslensk fyrirtæki utan landsteinanna.  Og erlend hér.

Ég vil ekki ræða íslam það er líka annað mál en ESB.

En ég efast nú því miður um að frændi viðmælanda Þórunnar Sveinbjarnardóttur sé fanatískur múslimi... :)  Tja, þá væri hún kanski alvöru kvenréttindakona..  ...Það er ekki hlæjandi að þessu!

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 15:47

17 identicon

Hér má glögglega sjá hvað Evrópusambandið Brussel veldið gengur út á og hversu stórkostleg áhrif Íslendingar komi til með vera ef að inngöngu verður með 0.06% atkvæðavægið sitt.

 http://www.youtube.com/watch?v=oUxTnPPjaDE&feature=related

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 18:17

18 identicon

Ég veit ekki hvort mikið sé að marka "lykiltölur" í þessu samhengi því þá eru ótaldir ólöglegir innflytjendur. En líklega fer hvítum fækkandi. Hafa þeir ekki haft greiðastan aðgang að getnaðarvörnum og fóstureyðingum?

ES (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 19:51

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég tek undir með Birni Emilssyni. Vitið þið ESB sinnar út í hverskonar díki þið viljið leiða þessa 300 þús. manna fjölskyldu?

Hefur mér einhvers staðar yfirsést lífeyrissjóðakerfi ESB?

Ágúst Einarsson menntamálaráðherra Bifrastar sem er lén frá Brussel hefur reifað þá skoðun að fjölga íslensku þjóðinni um sirkabát 3 milljónir innflytjenda á fáum árum "til að örva hagvöxtinn!"

Hvaða velferðarkerfi hefðu þessar milljónir með sér í töskunum?

Eða ættum við þessi sem fyrir eru að fjármagna lífeyri þessa fólks þegar launavinnu lýkur?

Hvenær leyfist að kalla fífl: fífl?

Árni Gunnarsson, 1.9.2010 kl. 22:05

20 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Halldór Jónsson, 1.9.2010 kl. 11:17 

 sé ekki hvað þessar upplýsingar frá USA to Day hefur nokkuð með þetta að gera. Enda þessar töfur ekki réttar.

Tölur úr fyrri dálk fyrir 2006 eru samtals upp á 111% og fyrir árið 2050 upp á 102% þannig að þetta er ekki rökrétt skipting.

Og þarna er verið að tala um fjölgun spænskumælandi aðallega. Og þeir koma jú til USA frá Mexíkó þar sem landamærin liggja saman.

Hér er bara allt önnur staða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.9.2010 kl. 02:01

21 identicon

Magnús Helgi Björgvinsson. Hvernig í ósköpunum getur þú fullyrt um tölur USA today? Um er að ræða spá fyrir árið 2050. Hvar ert þú staddur í tíma og rúmi?

ES (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband