Miðvikudagur, 1. september 2010
Jóhönnustjórnin í skotgrafirnar
Vinstristjórnin verður æ óvinsælli meðal þjóðarinnar fyrir flest það sem hún gerir og allt sem hún ekki gerir. Jóhanna og Steingrímur J. eru staðföst og ætla að berjast til þrautar fyrir vinstripólitík sem er sjálfri sér sundurþykk. Með því að úthýsa utanþingsráðherrum eru skotgrafirnar teknar og umsátrið hefst líftíma einu hreinu vinstristjórnarinnar á lýðveldistímanum.
Samfylkingin með sína frjálshyggju, virkjunaráráttu og Evrópusambandsvæðingu deilir ríkisvaldinu með Vg sem hatar frjálshyggju, styður náttúruvernd og ætlar alls ekki inn í Evrópusambandið.
Ríkisstjórn Jóhönnu er mynduð fyrir misskilning sem má rekja allt aftur til 1930 þegar róttækir vinstrimenn klufu sig úr Alþýðuflokknum og stofnuðu Kommúnistaflokk Íslands. Kratarnir urðu hækjur, annars vegar Sjálfstæðisflokksins í efnahagspólitík og hins vegar útlendinga. Kratar vildu ekki lýðveldi 1944 og urðu helstu Kanadindlar landsins eftir að herinn kom. Kommúnistar stóðu einir í efnahagspólitík sinni en urðu jafnframt einörðustu fullveldissinnar lýðveldistímabilsins. Þeir börðust gegn herstöðinni á Miðnesheiði og þökk sé róttæka vinstrinu vannst sigur í landhelgisstríðinu við Breta.
Sumir vinstrimenn halda að vegna sameiginlegs uppruna ættu vinstriflokkarnir að geta starfað saman, en svo er alls ekki.
Marxískt orðalag er hér við hæfi: Andstæðurnar milli slensku vinstriflokkanna eru slíkar að aldrei verður barn í brók Jóhönnustjórnar.
Fjórir á leið úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Rétt, og ætti að vera öllum ljóst.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 09:14
Þú ættir að kynna þér sögu Þorskastríðanna áður en þú setur fram svona fullyrðingu -
Hún er ekki bara röng - heldur einnig kjánaleg.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 1.9.2010 kl. 09:48
Frábær samantekt.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.