Mánudagur, 30. ágúst 2010
EES-samningurinn og aðlögun Íslands að ESB
Aðildarsinnar eru óðum að viðurkenna að ferlið sem Ísland er í vegna umsóknarinnar er aðlögun en ekki viðræður. Egill Jóhannesson forstjóri Brimborgar breytti umræðunni með afbragðs samantekt sem ekki verður véfengd. Viðbrögð aðildarsinna eru að vísa til þess að við séum í sífelldri aðlögun vegna Evrópska efnahagssvæðisins, þ.e. EES-samningsins, og því ætti litlu að breyta þótt við aðlögumst aðeins meira. Hér er ólíku saman að jafna, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
EES-samningurinn gerir ráð fyrir að lög og gerðir tiltekinna málefnasviða Evrópusambandsins gangi fram í þeim ríkjum sem aðilar eru að EES-samningnum. Mikilvægustu undantekningarnar frá þessari aðlögun eru landbúnaður og sjávarútvegur.
Aðlögunarferli Íslands gagnvart Evrópusambandinu er ekki almenn, eins og EES-samningurinn, heldur sértæk þar sem framkvæmdastjórn ESB gerir beina kröfu til Íslands að tilteknar breytingar verði gerðar á stjórnsýslunni, lög og reglum. Sértækar breytingar af þessu tagi er bein íhlutun í íslensk innanríkismál.
Alþingi hefur ekki veitt ríkisstjórninni heimild til að leggja í víðtækar breytingar á íslenska stjórnkerfinu vegna mögulegrar aðildar. Veikt umboð sem ríkisstjórnin hefur leyfir ekki annað en að umsóknin verði dregin tilbaka, núna þegar ljóst er orðið hvernig í pottinn er búið.
Athugasemdir
páll eru eitthvað að ruglast? hvaða "víðtækar breytingar á íslenska stjórnkerfinu vegna mögulegrar aðildar" er verið að gera/framkvæma í augnablikinu?
fridrik indridason (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 20:51
Ekkert í augnablikinu, Friðrik, enda er ferlið að hefjast. Eins og þú eflaust tókst eftir er Össur búinn að blása af hraðferð til Brussel þannig að ferlið mun taka 3-5 ár. Á þeim tíma verður Ísland innlimað í ESB hægt og bítandi. Þú ert verseraður í útlenskum stjórnmálalíkingum, þar er þessi aðferð kenndi við kjötpylsu, salami, þar sem hún er skorin í þunnar sneiðar. Við erum kjötpylsa Brussel.
Páll Vilhjálmsson, 30.8.2010 kl. 20:57
ekki bulla páll. það skiptir engu hversu "hægt og bítandi" þetta ferli er. í lokin mun ég og aðrir landsmenn fá að segja já eða nei og það GILDIR. ekki einhverjar spekúlasjónir á leiðinni. og ég er ekki alveg að skilja þetta "salami" dæmi.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 21:09
Friðrik. Nei þitt eða já, að loknu ferlinu verður ekki bindandi fyrir stjórnvöld, heldur aðeins ráðgefandi. Það verður Alþingi og sá stjórnarmeirihluti er verður við völd, sem tekur lokaákvörðun um inngöngu, ekki þjóðin. Þjóðinni er ekki treystandi að mati Samfylkingarinnar, til þess að ákveða, hvort af aðild verði eða ekki. En þjóðin fær að vera með í "sýndar-þjóðaratkvæðagreiðslu" um málið.
Kristinn Karl Brynjarsson, 30.8.2010 kl. 21:34
Í lok aðlögunarferlis erum við komin inn í Evrópusambandið í reynd. Þjóðaratkvæði er aðeins til málamynda enda þannig hannað, það á aðeins að vera ,,ráðgefandi."
Páll Vilhjálmsson, 30.8.2010 kl. 21:34
Kristinn Karl Brynjarsson:
Það skiptir engu djöfulsins máli hvort þessi þjóðaratkvæðagreiðsla er ráðgefandi eða bindandi.
Heldur þú virkilega að sú ríkisstjórn sem ekki tekur vilja fólksins í landinu alvarlega geti setið miklu lengur?
Ég er sannfærður um það að ef aðild Íslands að ESB yrði hafnað og ef sitjandi ríkisstjórn mun ákveða að taka ekki mark á því að þá yrði allt vitlaust. Stjórnarandstaðan mundi krefjast nýrra kosninga og það mundu vera í gangi mótmæli þúsund sinnum heiftugri en "búsáhaldabyltingin".
Þetta er svo "redundant" að það þarf ekki að ræða þetta frekar.
Einar Hansson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 21:56
Tja.
Það er ekki að ástæðulausu að skynsamt fólk treystir bara alls ekki loforðum samfylkingar og VG í þessu efni.
Bara alls ekki.
Af hverju að fara í aðlögun þá? Væri ekki ærlegt að klára málið og kjósa strax. Og segja hvað er í boði ef nokkuð er. Ekki neinar fréttir af neinum tilboðum enn, heldur þvert á móti. "Negotiation" might be a overestimated word.... segja þeir.
jonasgeir (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 22:23
Það kemur mér er ekkert á óvart að Páll sé hérna að ljúga uppá Evrópusinna með þeirri fullyrðingu að þeir séu að viðurkenna "aðlögun" Íslands að ESB. Ekkert er fjarri sanni, eins og Páll veit fullvel en kýs að hunsa eins og hann gerir hérna.
Það er ekkert nýtt hérna í lygaþvælu andstæinga ESB á Íslandi, en Páll er einn af þeim mönnum sem stendur hvað fremst í þeirri lygaherferð gegn ESB sem á sér núna á stað á Íslandi af hálfu Heimssýnar, sjálfstæðisflokksins og annara sérhagsmunaafla á Íslandi.
Jón Frímann Jónsson, 30.8.2010 kl. 22:29
Jón Frímann. Margur heldur mig sig. Hvað og hver ert þú? Páll rökstyður mál sitt afar vel og leggur fram heimildir því til stuðnings. Það gerir þú ekki sem og forðast að eiga nokkuð samneyti við sannleikann. Hverju veldur að þú ert nákvæmlega ekkert nema strigakjafturinn og skítadreifari þegar rökræður um ESB og Icesave er annarsvegar? Hvarflar ekki að þér að reyna að sýna fram á "lygar" Páls með heimildum, í stað þess að ryðjast inn og skilja eftir þinn klassíska óþverra eins og alltaf þegar þú þú ert málefnalega gjaldþrota?
Láttu nú dauft ESB ljósið þitt skína, og bættu síðan við nákvæmum útskýringum um hvers vega aðildarsinnar og Samfylkingin tryggðu að þjóðin hefur ekkert um endalega niðurstöðu um inngöngu í ESB að segja, þar sem að þjóðaratkvæðagreiðslan á aðeins að vera skoðanakönnun sem stjórnvöld eru algerlega óbundin af?
Hvað getur rekið stjórnmálaflokk með örfylgi í málinu, til að ganga svo gróflega gegn hagsmunum og sjálfsögðum rétti þjóðarinnar að hafna frumvarpi sem tryggði að þjóðin fengi að hafa síðasta orðið um inngöngu, en ekki spilltir og þrælmútaðir ESB opinmynntir þingmenn, sem geta hæglega tekið ráðin gegn vilja og hagsmunum þjóðarinnar, sem þeir hafa ekki hikað við að gera eins og þeim hentar og munu örugglega gera hvað ESB inngöngu varðar.
Manstu Icesave? Þar var jafn einföld spurning um hvort að samþykja skyldi frumvarpið um ríkisbyrgð á Tryggingarsjóði innistæðueigenda, var alltof flókin fyrir þjóðina að skilja að mati stjórnvalda sem fullyrtu þjóðaratkvæðagreiðsluna vera skrípaleik, enda hafa þau ekki tekið neitt mark á niðurstöðunni að 98.2% þjóðarinnar er algerlega á móti Icesave lausn þeirra og ætlan. Hvernig ætti þjóðin að getað skilið jafn "flókið" mál og ESB að mati sömu snillinga? - Og koma svo. Fyrst svara Páli með heimildum og einhverju sem vottar að rökum og hvað þá sannleikanum, og svo máttu dunda þér við að skrifa ala Jón Frímann lygasögu fyrir mig.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.8.2010 kl. 23:33
Guðmundur 2. Gunnarsson, Hvorki þú eða Páll takið mark á þeim heimildum sem eru lagðar fram um ESB. Ennfremur þá eru samningsrammi Íslands og ESB mjög ljós að þessu leiti, það sama gildir um það skjal sem Egill vísar í. Hinsvegar kýs Egill að mistúlka skjalið og snúa útúr því eins og ég fjalla um hérna.
Svona öfgafullt íhald eins og þú Guðmundur ert hinsvegar til skammast, og þú ert ennfremur ófær um það að rökræða nokkurn skapaðan hlut ef viðkomandi er ekki sammála þér. Það er augljóst, enda sýna skrif þín það í athugasemdum víðsvegar um internetið fram á það.
Það er ennfremur ljóst að krónískir lygarar og aðrir sem hafa það eitt markmið að blekkja almenning eiga ekkert erindi í umræðuna. Ég ennfremur tek ekkert mark á skömmum þeirra í minn garð.
Jón Frímann Jónsson, 31.8.2010 kl. 00:30
Jón Frímann. Þetta verður að teljast málefnalegustu skrif þín sennilega frá því að þú net-tengdist. Vandamálið með raðlygara er að þeir gera sér yfirleitt ekki grein fyrir þegar þeir ljúga. Þar ferð þú fremstur meðal jafninga. Vænt þætti mér um að þú legðir fram einhverjar heimildir um ósannindi sem ég hef haldið á lofti varðandi ESB og væntanlega þá Icesave, svo ég geti leiðrétt leið mistökin. Þar máttu gjarnan ganga á skrif mín um Evrópuherinn og lítt dulbúna stefnu helstu aðildardíkja að ganga hratt og örugglega þar til verks til að klár það mál. Td. Þjóðverjar, Frakkar, Bretar, Ítalir, Hollendingar, Pólverjar, Spánverjar, Belgar, Luxemburgarar og Portúgalir. Um nákvæma kópíu Evrópusambandsins af fyrirætlunum Nasista, sem og að helstu stofnendur og framkvæmdamenn höfðu áður en út í verkefnið var farið starfað við hlið Hitlers og í Nasistaflokknum og þá í efstu tignarröð .
Að ef Evrópusambandið myndi verða innlimað í Bandaríkin, þá næði það að verða með allt sitt hafurtask og meðlimaþjóðir, nákvæmlega þriðja fátækasta fylki Bandaríkjanna við hlið Vestur Virginíu. Þeir sem þangað hafa komið hafa örugglega rekið í rogastans að sjá hvernig lífinu þar er háttað og augljósa fátæktina sem fylgir kolanámufylkjunum, sem skipa sér í neðstu sæti Bandaríkjanna hvað fátækt varðar. Munurinn á ríkjum á hinum endanum er ótrúlegur, sem jafnfram eru þau sem ferðamenn frá Íslandi helst heimsækja.
Að ESB þjóðirnar eru ekki nema 10% af heiminum og með að loka okkur þar inni, á erum við að loka á 90% hans sem er að öllu leiti mun áhugaverðari og örugglega arðbærara fyrir okkur að hafa beinan aðgang að, eins og við höfum í dag, plús ESB löndin.
Að engar varanlegar undanþágur verða veittar hvað friðhelgi annarra ESB þjóða gagnvart auðlindirnar okkar varðar, sem og að okkar "ógnarmiklu" áhrif á gang okkar eigin málefna myndu mælast nákvæmlega 0.06%.
En þetta veistu allt saman vegna þess að ég hef gefið þér tugi heimilda sem sanna þetta, og þú aldrei svarað nema með óþverranum sem þér einum er lagið.
Gaman að sjá að þú ert viss um að "íhaldsmenn" eru þeir einu sem sjá ekki Evrópuljósið. Það vill svo til að 40% kjósenda Samfylkingarinnar sjá það ekki heldur og krefjast þess að það verði strax sett stopp á inngönguferlið sem er í gangi og allt önnur framkvæmd en það sem logið var að þjóðinni að yrði.
Það voru ekki nema 29% kjósenda sem kusu Samfylkinguna sem urðu þess valdandi að svikaferlið varða að veruleika, með stórkostlegum blekkingum og pólitísku fjöldasjálfsmorði félaga Steingríms J. og Samfylkingararmi VG.
71% þjóðarinnar hafnaði þessu eina stefnumáli Samfylkingarinnar, sem þykist hafa umboð kjósenda VG til að hækka prósentutöluna sem er samþykkt bjölluatinu í Brussel.
Samkvæmt fyrstu könnun á vegum Eurobarometer á afstöðu Íslendinga til ESB, sem var birt fimmtudaginn 26. ágúst, segir að aðeins.:
19% svarenda hér á landi trúa því, að ESB-aðild verði landi og þjóð til bóta (a good thing)
45% telja að ESB-aðild yrði til tjóns (bad thing).
58% telja að Ísland hafi ekki hag af aðild
12% vita ekki og eru óákveðnir.
81% landsmanna "íhald" og það "öfgafullt" að auki samkvæmt þinni vísindalegu ESB niðurstöðu. Sömu niðurstöðu komstu að vegna úrslita í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Þá var 98.2% þjóðarinnar "öfgafull íhöld". Sjallarnir hljóta að hugsa sér gott til glóðanna eftir aðrar eins niðurstöður Evrópusnillingsins sjálfs, Jóns Frímanns.
Er þér ekkert gefið sem gagn er að?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 14:15
PS. Er þetta ekki brandari hjá þér að benda á skrifin þín sem einhver rök eða málefnalegt svar við skrif Egils og Páls? Hefurðu lært ensku eitthvað umfram skylduna...????
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.