Hversu skítt hafa aldraðir og öryrkjar það?

Kona sem rætt var við í útvarpsfréttum sagði að tvo framboð aldraðra og öryrkja væru til marks um ólguna sem væri meðal þessara þjóðfélagshópa. Býsna snjöll kona, hugsaði maður, og myndi áreiðanlega sóma sér vel í framvarðasveit stjórnmálaflokks.

Hagsmunabarátta, hvort heldur það eru aldraðir, öryrkjar, fiskvinnslan eða íþróttafélög, er einatt rekin á þeim grunni að ástandið er málað sem dekkstum litum með það í huga að geta sett fram ítrustu kröfur.

Það liggur í hlutarins eðli að þar sem aldraðir og öryrkjar fá greiðslur frá hinu opinbera ratar launaskrið á vinnumarkaðnum seint og illa í vasa þeirra. Á hinn bóginn hafa almannatryggingar verið tengdar vísitölu og ættu að halda í við verðlagsþróun.

Hvað aldraða áhrærir þá var lífeyrissjóðakerfi sett á stofn með sameiginlegu átaki á sjöunda áratug síðustu aldar. Reglulegur lífeyrissparnaður drýgstan hluta starfsævinnar á að fela í sér að fólk þurfi ekki á opinberum greiðslum að halda. Hverjir falla fyrir borð í þessu kerfi?

Samtök aldraðra og öryrkja hafa, samkvæmt fréttum, unnið markvisst að því að upplýsa stjórnvöld og stjórnmálaöfl um stöðu sína og leiðir til úrbóta. Núna þegar stefnir í framboð þessara hópa mun kynningarstarfið í auknum mæli beinast að almenningi.

Ein ábending til viðkomandi. Það er hyggilegra að koma með samræmd skilaboð ef það á að vera nokkur von að fólk meðtaki þau. Verði framboðin tvö er ferðin á fyrirheits.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband