Stjórnlagaþing til að fífla þjóðina

Herbragð Samfylkingar með stjórnlagaþingið heppnast fullkomlega. Álitsgjafar og fjölmiðlar eru í óða önn að ræða atburðinn eins og hann muni breyta lýðveldinu. Á meðan semur Samfylkingin um aðlögun Íslands að Evrópusambandinu. Eftir innlimun í ESB breytir stjórnlagaþing engu og heldur ekki ný stjórnarskrá því að Lissabonsáttmálinn verður grunnlöggjöf Íslands.

Hluti af aðlögun umsóknarþjóða er að starfsmannakvóta er úthlutað til viðkomandi þjóða. Samfylkingin mun taka þennan starfsmannakvóta fyrir sína elítu sem fær vellaunuð störf í Brussel á meðan fíflin á Íslandi sitja á stjórnlagaþingi.

Trúgirni fólks eru engin takmörk sett og Samfylkingarforystan veit það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég segi enn og aftur. Drögum umsóknina til baka strax. Þessu fólki er ekki treystandi hvað þá Össur hann er ósvífinn í öllu.

Valdimar Samúelsson, 21.8.2010 kl. 19:37

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Netop Páll!

Takk fyrir þetta.  Eitt allsherjar fíflarí allt saman. Fyrst að hafa skrílstefnu til að bulla um einhver mál sem mættir hafa óljósar hugmyndir um. Og síðan eiga vinstrikurfar að bjóða sig fram til stjórnlagaþings, kratar og kommar verða þeir einu sem nenna að fara á þetta og geta fengið frí úr vinnunni hjá því opinbera til þess. Þeir eiga að fjalla um niðurstöður skrílstefnu Kleóns sútara og ekkert annað. Síðan á að leggja pródúktið fyrir Alþingi sem gerir ekkert með þetta allt frekar en landsbyggðarþingmönnunum passar. Því auðvitað snýst þetta bara um það, hvort þeir vilji láta eitthvað pínulítið af sínum völdum

Eitt allsherjar fíflarí hefði gamall vinur minn kallað þetta eins og þegar hann ræddi um íslensk stjórnmál. 

Halldór Jónsson, 21.8.2010 kl. 19:43

3 identicon

Heil og sæll Páll; sem og, aðrir gestir þínir !

Ekki er annað hægt; en að taka undir ályktanir, ykkar allra; Valdimars og Halldórs fornvinar míns, einnig.

Skrumið og fordildin; gætu orðið Íslendingum að falli, fari sem nú horfir, um hríð, að minnsta kosti.

Nema; til komi öflug mótspyrna, allra þjóðfrelsissinna, að sjálfsögðu.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 19:58

4 identicon

Páll Vilhjálmsson !

Ef ég vissi ekki neitt um hver þessi maður er, sem skrifar textan hér fyrir ofan, þá ætti ég að vorkenna honum !

En þar sem þú skrifar þennan texta , þá vil ég bara segja við þig : 

Mikið getur einn maður, með háskólapróf , lagt sig lágt í málflutningi  til að þjóna þeim sem greiða honum pening fyrir áróður !

JR (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 21:15

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

JR, þú ert sannkallaður bakhjarl. Einmitt þegar ég þurfti á því að halda kemur þú og staðfestir þann grun að ekki sé allt með felldu í Samfylkingunni. En ég treysti því að þú náir í bitling áður en Jóhönnu verður hent út úr stjórnarráðinu.

Páll Vilhjálmsson, 21.8.2010 kl. 21:23

6 Smámynd: Hjalti Tómasson

Stjórnlagaþing þar sem stjórnmálaflokkarnir eru með puttana í undirbúningi getur aldrei orðið til að sameina þjóðina eða eflt traust almennings á lýðræðinu. Stjórnmálamenn virðast fæstir hafa áttað sig á að þeir njóta ekki trausts og þar með skilja þeir ekki sinn vitjunartíma.

Hjalti Tómasson, 22.8.2010 kl. 11:00

7 identicon

Sæll.

Samfylkingarmenn og aðrir sem vilja þetta stjórnlagaþing hafa ekki svarað því hvað í bankahruninu sé stórnarskránni að kenna? Komumst við s.s. hjá öðrum eins hamförum með því að breyta stjórnarskránni? Hvaða grein hennar olli hruninu?

Eru aðrar þjóðir að krukka í sinni stjórnarskrá líka? Getur stjórnarskráin verndað okkur gegn bankamönnum sem eru ekki starfi sínu vaxnir? Getur stjórnarskráin verndað eigendur fyrirtækja fyrir þeim sjálfum? Kemur stjórnarskráin í veg fyrir að menn skuldsetji sig upp í loftnet? Er það hlutverk hennar?

Ég er hræddur um að í þetta verk veljist einstaklingar sem þekkja ekki sögu þeirra hugmynda sem stjórnarskránni er m.a. ætlað að verja. Ætli við endum ekki bara með einhverja gasprara í þessu? Því miður halda sumir að því hærra sem sumir hafa þeim meira vit sé í málflutningi þeirra. Við megum ekki klúðra stjórnarskránni!

Jon (IP-tala skráð) 22.8.2010 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband