Laugardagur, 21. ágúst 2010
Ríkisstjórnin í verktöku hjá Brussel
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er komin í verktöku hjá Brussel að innlima Ísland í Evrópusambandið. Eins og þróuðu skrifræði sæmir er Evrópusambandið búið að skilgreina verkþætti og býður fé og ferðalög eftir því sem þurfa þykir til að innlimunin nái fram að ganga. Samkvæmt Evrópuvakinni er kristaltært hver ræður ferðinni
Í tölvupósti, sem Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu hefur sent frá segir:...en leggja ber áherzlu á að það er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem ákveður að loknu því samráði hvaða verkefni verða fyrir valinu.
Innleiðing Íslands í Evrópusambandið kemur fyrst. Þegar við erum komin inn verður ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæði þar sem þjóðin stendur frammi fyrir orðnum hlut. Umsókn Samfylkingarinnar hefur leitt okkur í veruleika eftir Franz Kafka.
Athugasemdir
Þetta er bara algjörlega óásættanlegt.
Ríkisstjórn Jóhönnu rekur ekki fólk fyrir að segja ósatt, enda er þetta ESB "aðildarviðræðurferli" bara blekking ein. Virðist vera. Enn ein.
jonasgeir (IP-tala skráð) 21.8.2010 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.