Föstudagur, 20. ágúst 2010
Aðlögunin að ESB er andlýðræðisleg
Íslensk stjórnvöld hafa ekki umboð frá þjóðinni til að laga regluverk og stofnanir hér á landi að kröfum Evrópusambandsins. Aðlögunarferlið er andlýðræðislegt vegna þess að þjóðin mun standa frammi fyrir orðnum hlut þegar ferlinu er lokið. Ríkisstjórnin hefur lofað ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðslu í lok aðlögunar.
Æ betur kemur í ljós að þjóðin hefur verið blekkt til að halda að umsókn um aðild myndi leiða til óskuldbindandi viðræðna við Evrópusambandið. Svo er ekki enda býður Brussel aðeins upp á aðlögun en ekki samningaviðræður í venjulegum skilningi þess orðs.
Eini mögulegi mótleikurinn í stöðunni er að draga umsóknina tilbaka. Á alþingi liggur fyrir þingsályktunartillaga um að umsóknin skuli dregin tilbaka. Tillöguna á að samþykkja án tafar þegar þing kemur saman.
Ný staða í ESB-málinu með „aðlögun“ í stað umsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr. Ef ekki þá er okkur skylt að koma stjórnvöldum frá hið fyrsta!
Sigurður Haraldsson, 20.8.2010 kl. 12:30
þó ég líti á tillöguna um að draga aðildarumsóknin tilbaka sem tilraun til að niðurlægja Alþingi langar mig til að hún verði lögð fram. Ég vil til dæmis að hún verði lögð fram af formanni sjálfstæðisflokksins. Ef hún verður lögð fram af sendisveinum sjálfstæðisflokksins í framsókn eða VG hefur hún minna pólitískt vægi. Mér finnst sjálsftæðisflokkurinn hafi komist hjá því að standa fyrir máli sínu. Aðrir hafa unnið vinnuna fyrir þá hingað til.
Gísli Ingvarsson, 20.8.2010 kl. 13:09
Gísli það er alveg þveröfugt Alþingi var niðurlægt með því að þröngva þessari ESB umsókn í gegnum Alþingi með hótunum og á fölskum forsendum í ofaná lag, eins og berlega hefur komið í ljós.
Síðan hefur þjóðin verið niðurlægð að þurfa að ganga í gegnum þetta aþlögunarferli og dreginn þar út og suður til að þóknast regluverki ESB apparatsins útí hörgul. Þeir geta þess vegna dregið þetta aðlögunarfeli árum og jafnvel áratugum saman ef við göngum ekki nógu hratt fram í að verða við öllum kröfum þeirra, t.d. í ICESAVE málin, í tafarlausri stöðvun hvalveiða, í stöðvun allra makrílveiða í okkar eigin lögsögu, í því að setja á fót nýjar og rándýrar eftirlitsstofnanir sem gefa skrifræðisvaldinu í Brussel stöðugar skýrslur um lifnaðarhæti okkar og svo framvegis og svo framvegis.
Þetta ESB ferli er þvílíkt feigðarflan og vonandi verður þetta stöðvað á lýðræðislegan hátt á Alþingi sem fyrst, ef ekki þar þá þarf þjóðin að fá beina aðkomu að þessu máli áður en lengra er haldið og þá yrði það alveg klárt að ESB umsókninn yrði afturkölluð með beinum og milliliðalausu lýðræði því a.m.k. 2/3 hlutar þjóðarinnar myndu vilja afturkalla ESB umsóknina þegar í stað.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 15:50
Ef Íslendingar draga umsóknina til baka þá hafa þeir sannað sig fyrir umheiminum að vera mestu hálvitar í heimi.
Og ég sé bara ekkert að því að BÆTA stjórnsýsluna. Íslendingar hafa ekki tekist það í 66ár. Þá er ágætt að fá aðstoð frá ESB... eða einhverstaðar annarstaðar.
Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2010 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.