Jóhanna farsavæðir Magma-umræðuna

Heilabúið í forsætisráðherra og helstu aðstoðarmönnum hlýtur að vera lúið og úr sér gengið. Í stað þess að framfylgja yfirlýstri stefnu um að kaup Magma á HS-Orku skulu ganga tilbaka með sem minnstum tilkostnaði er búinn til farsi um hæfi nefndarfólks.

Hverjum er verið að þjóna með stanslausu rugli sem Samfylkingarkonan Unnur Kristjánsdóttir á upphafið að þegar hún kærði fjarskyldan mann sem hún grunaði að vera mótfallinn kaupum Magma? Unnur er formaður nefndar um erlenda fjárfestingu og hún vill að kaupin gangi fram. Unnur hlýtur sjálf að hafa verið vanhæf þegar hún tók ákvörðun að sænska skúffufyrirtækið mætti kaupa HS-Orku.

Ríkisstjórnin sagðist vera búin að móta sér stefnu í málinu, að kaupin gangi tilbaka. Verkefnið ætti að vera að framkvæmda yfirlýsta stefnu. Hæfi í almennum skilningi orðsins er aukaatriði í málinu.


mbl.is Hæfi Ólafs metið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það er líka, frekar furðulegt, að nefnd um erlenda fjárfestingu starfi áfram eins og ekkert sé sjálfsagðara.  Er þessi "mishæfa" magmanefnd ekki að skoða störf þeirrar nefndar?

 Ef að eitthvað ætti að rýra hæfi Ólafs í nefndinni, þá er það, að hann tjáði sig um niðurstöðu nefndar um erlenda fjárfestingu og kvaðst vera á móti henni, líkt og Sveinn Margeirsson.  Bjarnveig Eiríksdóttir, tjáði sig einnig um niðurstöðu nefndar um erlenda fjárfestingu.  Hún sagði það nánast tilgangslaust, að kæra niðurstöðu nefndarinnar til ESA, því að ESA myndi nær örugglega staðfesta lögmæti Magmaviðskiptana.

 Bjarnveig er hins vegar ekki skyld, neinum geranda í Magma-ferlinu, ólíkt Sveini og Ólafi.  En Ólafur er sonur Jóns Hjartarsonar bæjarfulltrúa Vg í Árborg sem seldi 1% hlut sinn í HS-Orku til Geysis Green á sínum tíma.

 Það er því líkara því, að ákveðin afstaða, gegn Magmaviðskiptunum, baki mönnum frekar vanhæfi, frekar en yfirlýsing um lögmæti þeirra, áður en nefndin tekur til starfa.  Er þá ekki líkara því að verið sé að róa að því öllum árum að magmanefndin staðfesti niðurstöðu nefndar um erlenda fjárfestingu?

Kristinn Karl Brynjarsson, 20.8.2010 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband