Fimmtudagur, 19. ágúst 2010
Sviss hafnar bæði ESB og EES
Sviss metur fullveldi sitt meira virði en baunadisk frá Evrópusambandinu og hafnar hvorttveggja aðild að EES og inngöngu í Evrópusambandið. Á meðan landráðastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þiggur stórfé frá Evrópusambandinu til að innlima Ísland staðfestir ríkisstjórn Sviss að hvorki vilji hún inni í Evrópska efnahagssvæðið og enn síður innlimun í væntanlegt stórríki Evrópu.
Ólíkt hafast þeir að afkomendur Einars Þveræings og Wilhelm Tell.
Svisslendingar vilja ekki aðild að EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er einmitt það sem ég er ALLTAF að benda esb-sinnum á. Sviss er þjóð sem hefur sankað að sér gulli öldum saman og haldið í það, alveg ríghaldið í það. Þess vegna eru svissneskt efnahagslíf svo gott og þess vegna eru svissneskir bankar svona sterkir, það er gullið. Þeir vita að þeir missa það frá sér til United States of Europe ef þeir ganga í þá undirsölsunarsamsteypu. Hér höfum við að vísu ekki gull, en fiskurinn í sjónum, kjötið af lömbunum náttúran og möguleg olía sem síðar mun koma eru ígildi gulls. Þetta vita skrifstofuupparnir hjá United States of Europe of auðvitað vilja þeir komast í það. Það er bara veruleikafirring að halda öðru fram eins og að þetta sé velvilji esb að sauma okkur inn í bandalagið. Þetta eru svik og landráð að stjórnarmenn þjóðarinnar þvingi okkur í þetta bandalag. Það er nú það.
spritti (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 00:02
Já, og það er komin tími til að öll Íslenska þjóðin átti sig á því!
anna (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 00:56
Svissarar vita hvað klukkan slær.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 01:49
Kannski rétt að benda á þetta:
Og auk þess að þessir tvíhliðasamningar Sviss kosta Sviss háar upphæðir árlega. Og að þessir samningar kosta ógurlega vinnu líka fyrir bæði ESB og Sviss og áhugi ESB á þessu tvíhliða samningum fara mjög minnkandi
Magnús Helgi Björgvinsson, 20.8.2010 kl. 04:22
Páll. Það var gott að þú minntist á þetta með Swisslendinganna. Ef þeir geta survævað sjálfstæðir þarna inn á milli allra ESB landanna þá ættum við leikandi að geta það hér úti í ballar hafi. Ég vil ekkert með ESB að gera þótt þeir gæfu okkur gull og græna skóga og semjum okkur úr þessu EES og Shengen rugli.
Valdimar Samúelsson, 20.8.2010 kl. 09:18
Við ættum alla vega að segja okkur út úr þessu Shengen-rugli STRAX Á MORGUN, en við gerum það samt ekki, hver svo sem ástæðan er. Veit ekki með EES.
Hér má lesa nánar um öll þau vandamál sem fylgja Schengen:
http://halldorjonsson.blog.is/blog/halldorjonsson/entry/1086482/
Alfreð K, 20.8.2010 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.