Auðrónadeildin gerir Sjálfstæðisflokkinn auðvelda bráð

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar skynsama grein í Morgunblaðið um skuldastöðu ríkissjóðs og bendi á 100 milljarðar króna fara í vaxtagreiðslur. Við svo búið megi ekki standa. Allir ættu að geta tekið undir sjónarmið þingmannsins. Aftur á móti eyðileggur orðspor þingmannsins málflutning hans og þar með Sjálfstæðisflokksins.

Þingmaðurinn er Guðlaugur Þór Þórðarson oddviti auðrónadeildar Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór þáði fé frá ónafngreindum auðmönnum til að reka pólitík þeirra í nafni sjálfstæðismanna. Guðlaugur Þór fékk á sig tillögu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um að víkja.

Greinin í Mogganum í dag sýnir að Guðlaugur Þór ætlar að standa keikur. Viðbrögð út í samfélaginu sýna að hann er þægilegt skotmark og um leið er Sjálfstæðisflokkurinn auðveld bráð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Af hverju fer hann ekki að vilja flokksins?  Þetta má með sönnu kalla að hanga eins og hundur á roði...

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.8.2010 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband