Miðvikudagur, 18. ágúst 2010
Auðrónadeildin gerir Sjálfstæðisflokkinn auðvelda bráð
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skrifar skynsama grein í Morgunblaðið um skuldastöðu ríkissjóðs og bendi á 100 milljarðar króna fara í vaxtagreiðslur. Við svo búið megi ekki standa. Allir ættu að geta tekið undir sjónarmið þingmannsins. Aftur á móti eyðileggur orðspor þingmannsins málflutning hans og þar með Sjálfstæðisflokksins.
Þingmaðurinn er Guðlaugur Þór Þórðarson oddviti auðrónadeildar Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur Þór þáði fé frá ónafngreindum auðmönnum til að reka pólitík þeirra í nafni sjálfstæðismanna. Guðlaugur Þór fékk á sig tillögu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um að víkja.
Greinin í Mogganum í dag sýnir að Guðlaugur Þór ætlar að standa keikur. Viðbrögð út í samfélaginu sýna að hann er þægilegt skotmark og um leið er Sjálfstæðisflokkurinn auðveld bráð.
Athugasemdir
Af hverju fer hann ekki að vilja flokksins? Þetta má með sönnu kalla að hanga eins og hundur á roði...
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.8.2010 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.