Þriðjudagur, 17. ágúst 2010
Mafíuvæðingu OR lokið eða nýr kafli?
Auðrónadeildir tveggja flokka létu greipar sópa um sjóði og auðlindir OR. Alfreð Þorsteins og Björn Ingi Hrafnsson úr Framsóknarflokki; Guðlaugur Þór Þórðarson og Vilhjálmur borgarstjóri úr Sjálfstæðisflokki. Magma-málið í dag er skilgetið afkvæmi auðrónadeildanna.
Brandaraflokkurinn og tækifærissinnar í Samfylkingu þurfa fljótt og vel að sýna fram á að tilgangurinn með forstjóraskiptunum sé að snúa baki við mafíuvæðingu fyrri ára.
Ef minnsti grunur kviknar um að verið sé að búa til pláss handa flokksgæðingi eða kunningja er tiltrú meirihlutans farin og kemur ekki aftur út kjörtímabilið.
Helgi Þór forstjóri OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta virðist vera áframhald mafíuvæðingarinnar. Þessi maður er fyrrum framkvæmdastjóri orginal Magma klíkunnar hjá Íslandsbanka. Núna er hann settur yfir Orkuveituna. Þetta er svo langt gengið að maður trúir varla eigin augum og trúir maður samt næstum hverju sem er eftir allt sem hefur gerst.
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=605590
Árni (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 23:50
Það liggur við að hver sem ráðinn verður, þá mun hann vera hæfari en afdankaði júristinn Hrjöleifur Kvaran til þess að gegna þessari stöðu. Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri enn við völd, þá hefðu þeir væntanlega valið bókasafnsfræðing með bláa passann til þess að taka við af hinum gjörsamlega óhæfa Friðriki Sophssyni sem forstjóra Landsvirkjunar. Bæði OR og Landsvirkjun standa mjög illa í dag, þökk sé Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn er varðhundur valds, spillingar og sérhagsmuna sem í langflestum tilvikum bitnar illilega á þjóðarhag.
Guðmundur Pétursson, 18.8.2010 kl. 00:01
Magma ehf, sem Helgi Þór var framkvæmdastjóri hjá, var stofnað árið 2000 og hefur aðsetur í Reykjavík. Magma Energy Iceland ehf í Reykjanesbæ sem var stofnað á þessu ári til að kaupa HS orku er annað fyrirtæki þó nöfnin séu vissulega svipuð og hlutverkið það sama. Árni getur þú sýnt fram á bein tengsl milli þeirra eins og þú heldur fram.
Í fréttinni úr greinasafninu sem bent er á kemur reyndar fram að faðir Haraldar Flosa Tryggvasonar, Tryggvi Sigurbjarnason, situr/sat í stjórn Magma ehf og þekkir Helga vissulega vel. Svo þar er hægt að benda á einhver tengsl.
Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 00:32
Rekstur Magma sjóðsins var í höndum Alterna ehf. Í stjórn Alterna ehf sat Þorsteinn Ingi Sigfússon bróðir Árna Sigfússonar.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 00:42
Geir: Það þarf að vera ansi mikill efahyggjumaður til að sjá engin tengsl. Skoðum nokkur atriði:
- Magma og Geysir Green eiga sama uppruna í Íslandsbanka
- Geysir Green reyndi að ná undir sig OR og HS
- Fyrrum forstjóri Geysis Green og Magma á Íslandi er sami maðurinn (Ásgeir Margeirsson)
- Fyrrum forstjóri Magma hjá Íslandsbanka er sami maðurinn og núverandi forstjóri OR (sem Geysir Green reyndi að ná undir sig)
O.s. frv.
Gamla Íslandsbanka Magma heitir það sama og kanadíska Magma fyrir tilviljun þrátt fyrir að vilja ná undir sig sömu íslensku fyrirtækjunum? - hæpið. Ross Beaty er braskari og fjársvikari sem var fenginn til að fronta tilraun númer tvö til að ná íslenska orkugeiranum undir útrásargengið sem var á bakvið Íslandsbanka Magma og Geysi Green. Kanadíska Magma er í eigu sömu manna og hefur sama tilgang og gamla Magma og Geysir Green. Þessir menn gefast ekki upp og pólitíkusarnir gefast ekki upp að hjálpa þeim. Menn geta slegið hausnum við steininn og talað um "ósönnuð tengsl" en þetta verður ekki augljósara.
Árni (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 00:47
Ég sé að það er rangt hjá mér hér að framan að Helgi Þór hafi verið framkvæmdastjóri skúffufyrirtækisns Magma ehf sem stofnað var árið 2000. Hins vegar veit ég að Helgi þór og Tryggvi Sigurbjarnarson (faðir stjórnarformanns OR) hafa lengi unnið saman við kennslu í verkefniastjórn í HÍ og þekkjast því vel. Það er líklegt að Tryggvi hafi mælt með Helga Þór við Harald, enda er Helgi Þór mjög öflugur á því sviði (verkefna- og gæðastjórnun) sem gagnast við uppstokkun á OR.
Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 00:53
Góður punktur Elín.
Tryggvi Sigurbjarnarson sem var í ráðgjafaráði Magma á sínum tíma er faðir núverandi stjórnarformanns OR, Haraldar Flosa Tryggvasonar, sem var einmitt að ráða fyrrum framkvæmdastjóra Magma sem forstjóra OR.
Örugglega tilviljun. :-)
Árni (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 00:55
Árni, ef þú lest fréttina á MBL sem þú vitnar í, þá var lokaði fjárfestingasjóðurinn Magma sem Helgi Þór var framkvæmdastjóri hjá, stofnaður af Landsbankanum og 3P fjárhús (sennilega farið á hausinn í dag).
Magma Energy og Geysir Green eru hins vegar runnin frá Íslandsbanka eins og þú bendir réttilega á.
Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 00:57
Hefst þá rógburðurinn...
Sigurjón Sveinsson, 18.8.2010 kl. 00:58
Magma sjóðurinn var í höndum rekstrarfélagsins Alterna ehf, sem nú finnst ekki í Fyrirtækjaskráinn (aðeins Alterna Tel, sem er símafyrirtæki). Ég get því ekki séð að Helgi Þór sé á neinn hátt tengdur við Magma Energy sem var að kaupa HS-Orku.
Sjá nánar:
http://www.smugan.is/frettir/nr/3654
og úr frétt Mbl:
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=605590
"3P fjárhús, Landsbankinn-Framtak, Landsbréf og Heritable Bank hafa unnið að stofnun orkutæknisjóðsins á undanförnum mánuðum en rekstur sjóðsins verður í höndum rekstrarfélagsins Alterna ehf., sem þegar hefur tekið til starfa. Þá hefur verið skipað í fimm sæti af sjö í ráðgjafaráð Magma. Þar sitja dr. Baldur Elíasson, forstöðumaður hjá ABB, dr. Gerhard Fasol, forstjóri Euro Technology í Japan, dr. Friðrik Már Baldursson, rannsóknarprófessor í orkuhagfræði við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands, og Tryggvi Sigurbjarnarson raforkuverkfræðingur.
Eins og áður sagði er dr. Helgi Þór Ingason framkvæmdastjóri sjóðsins. Stjórn Alterna sitja Páll Kr. Pálsson frá 3P fjárhúsum sem formaður, Ólafur Sörli Kristmundsson frá Landsbankanum-Framtaki og dr. Þorsteinn I. Sigfússon. Stjórn Magma verður kjörin á stofnfundi síðar í mánuðinum."
Geir Guðmundsson (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 01:09
Gott hjá Jóni Gnarr að ráða einhvern með þekkingu og menntun frekar en þessa afdönkuðu júrista losera með bláa passann sem FLokkurinn ræður án undantekninga.
Guðmundur Pétursson, 18.8.2010 kl. 03:37
Þorsteinn Ingi Sigfússon brosir góðlátlega á meðan Sigurjón Sveinsson talar um rógburð. Af hverju spyr enginn fjölmiðill Helga Þór Ingason út í Magma ehf.?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 08:44
Ef einhvað er rotið þé er það þetta. Svona fólk er eftirsótt hjá ESB og styrkir svindl kerfið þar.
Valdimar Samúelsson, 18.8.2010 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.