Þriðjudagur, 17. ágúst 2010
Ríkisbanki í stríði við stjórnvöld
Íslandsbanki er ríkisbanki sem grefur undan stjórnvöldum. Sérstök orkuútrásardeild starfar í bankanum undir forsæti Árna Magnússonar fyrrverandi ráðherra. Deildin vélar með Magmamálið enda var Árni með forstjóra Magma á Íslandi á alræmdri ráðstefnu í Bandaríkjunum í vor þar sem svikamyllan átti að fá lögmæti.
Ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu um að vinda skuli ofan af Magma-málinu. Samt sem áður tekur Íslandsbanki við greiðslu frá Magma, en bankinn er með þrotabú Geysis Green á sinni könnu.
Steingrímur J. á að gera Birnu bankastjóra orð að hún losi sig við kvislingadeildina - að öðrum kosti losar þjóðin sig við bankann lóðbeint í gjaldþrot.
Magma hefur greitt fyrir hluta bréfanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einnig virðist ráðning fyrrverandi forstjóra Landsvirkjunar, Friðriks Sóphussonar, sem formanns stjórnar Íslandsbanka vel til fundin fyrir deild sem réttilega gæti kallast Kvislingadeild.
Andrés Kristjánsson, 17.8.2010 kl. 20:58
Nýr forstjóri OR, Helgi Þór Ingason, var framkvæmdastjóri Magma 2001. Eru tengsl á milli Magma og Magma energy? (Sjá Mbl. 15. maí 2001:23).
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=249234&pageId=3396228〈=is&q=Magma
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 21:04
Af hverju er Smugan með nafnið á manninum á meðan DV, Mbl. og Vísir þykjast ekkert vita?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 21:15
Af því að þjófélagið er rotið og gegn sýrt af mafíu!
Sigurður Haraldsson, 18.8.2010 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.