Kristinn fasismi forseta Evrópusambandsins

Fasismi og kaþólska kirkjan héldust hönd í hönd á velmektardögum Mússólíni. Fasíska útgáfan af kaþólskri kristni er í hávegum hjá forseta Evrópuráðsins, Herman van Rompuy. Hér er tilvitnun í orð Belgans um afstöðuna til aðildarumsóknar Tyrkja

In 2004, he stated "An enlargement [of the EU] with Turkey is not in any way comparable with previous enlargement waves. Turkey is not Europe and will never be Europe." He continued "But it's a matter of fact that the universal values which are in force in Europe, and which are also the fundamental values of Christianity, will lose vigour with the entry of a large Islamic country such as Turkey.

Tyrkir munu sjúga kristna lífskraftinn úr Evrópusambandinu fái þeir inngöngu, segir forseti Evrópusambandsins. Kaþólska, bæði fasíska útgáfan og mildari, er frá upphafi hugmyndafræðilegur drifkraftur Evrópusambandsins.

Íslendingar, vel að merkja, kvöddu kaþólsku árið 1550 og litlar hræringar í þátt átt síðan, eða þangað til umsókn Samfylkingarinnar kveikti trúarbál á Íslandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta segir bara sitt um eðli trúarbragða yfirleytt. Án þeirra getum við verið og eigum að vera. Þessi valdsýksilegi þykistuleikur og liggaliggalá um óræða og ósannanlega forsjá heyrir til bronsaldar. Hvenær skyldi fólk loks ná hausnum út úr rassgatinu á sér hvað það varðar?  Kannski þegar það fer að opna bók t.d. og kíkja á hvað þetta er. Já til og með að lesa "bókina góðu" og munnmæli (Coran) meints Múhameðs.

Anars væri ágætt að menn hnýttu sósíalismanum við nafn samfylkingarinnar svona svo fólk átti sig á hvað er á ferðinni. Samfylking sósíalisma dulbúin sem miðjuflokkur. Hér á kreppuárunum forðum, var einmitt hreyfing sósíalista hér á landi sem gekk undir þeim titli. Svo var það fyldkingin og nú aftur sam-fylkingin.

Eru menn búnir að gleyma hverjir standa á bakvið þessi ósköp?

Jón Steinar Ragnarsson, 17.8.2010 kl. 16:41

2 identicon

Sæll Páll!

Gott væri ef greining þín er rétt. 

Kannski maður kjósi eftir allt með aðild þegar að því kemur.

marco ( í leyfi frá dýrðinni) (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband