Jóhönnustjórnin er án pólitískrar undirstöðu

Vinstristjórnin á Íslandi er án pólitískrar undirstöðu. Það sést best á samanburði við ríkisstjórn Geirs H. Haarde þar sem Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sameinuðust um frjálshyggjulausnir; einkavæðing orkuauðlindanna, einkarekstur í heilbrigðis- og menntamálum og stóriðjuvæðing á kostnað náttúruverndar. Í ríkisstjórn Geirs H. Haarde var Samfylkingin frjálshyggjusinnaðri en margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins.

Vinstristjórnmál á Íslandi eru sögulega tvíþætt. Annars vegar hækjustjórnmál Alþýðuflokksins sem var lengi minnihlutaaðili í ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokksins og reyndi iðulega að vera kaþólskari en páfinn. Hins vegar fullveldisstjórnmál Alþýðubandalagsins og forvera þar sem sjálfstæðisbaráttan var bæði fyrsta og síðasta vers.

Í Jóhönnustjórninni er Samfylkingin meirihlutaflokkur. En trúr sínu eðli verður flokkurinn að vera undirlægja stærri stjórnmálaafls og þess vegna er Samfylkingin hækja Evrópusambandsins á Íslandi. 

Vinstrihreyfingin grænt framboð sveik grunnhugsjón róttækra vinstristjórnmála með því að samþykkja umsókn um aðild að Evrópusambandsins.

Andrúmsloftið innan dyra í flokkunum tveim staðfestir ólíkt hlutskipti þeirra í ríkisstjórn. Í Samfylkingunni ríkir samstöðuþögn feitra þjóna sem njóta valdsins og hugsa sér gott til Evrópuglóðarinnar. Vg er í varanlegu uppreisnarástandi enda sveik flokkurinn sína huldumey.

Álíka líklegt er að Samfylkingin og Vg finni sameiginlega undirstöðu og að við rekumst á hringlaga þríhyrning á förnum vegi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt stjórnmála söguskýring hjá þér Páll.

Ég held þó að VG sé í raun miklu meiri forræðis flokkur flokksbroddana heldur en AB var nokkurn tímann. forysta Sjálfstæðisflokksins varð meira að segja að beigja sig og hneigja fyrir grasrót Sjálfstæðisflokksins þegar þeir tóku af skarið og beigðu forystuna undir það að taka einarða afstöðu gegn ESB og ESB aðild.

Ég efa að VG sé jafn lýðræðislegur flokkur og að grasrótin þar geti tekið kúrsinn og breytt stefnunni eins og gerðist hjá Sjálfstæðisflokknum.

Árni Þór Sigurðsson einn helsti valdatæknir og flokksbroddur VG tókst á síðustu stundu að róa grasrótina í VG í vor á flokksráðsfundi með að skipa enn eina ESB nefndina sem síðan ætti að skila af sér í haust.

Sanniði til því máli verður örugglega í anda flokksbroddanna frestað eða vísað til næsta miðstjórnarfundar eða annarrar nefndar eða jafnvel til stjórnar flokksins sem endanlega getur svæft ESB málin.

Ég studdi VG síðast en ég er algerlega að missa þolinmæðina og trúna á að þessi flokkur vilji eða geti neitt af því sem fólkið sem kaus þá vildi.

Verði það niðurstaðan er Sjálfstæðisflokkurinn einn eftir sem lýðræðislegt afl alþýðunnar á Íslandi til að breyta núverandi óþolandi ástandi.

Það skyldi þó aldrei verða niðurstaða mín eftir að hafa verið bæði virkur og sannur og hugsjónalegur vinstri maður í heil 40 ár.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband