Churchill, Hitler og belgíski dvergurinn

Tímaritið Der Spiegel er samviska Þýskalands. Forsíðuefni vikunnar eru þakkir til Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands fyrir að stöðva þýska evrópuvæðingu Hitlers fyrir 70 árum. Vorið 1940 réð Hitler Frakklandi, Póllandi, Niðurlöndum, Danmörku og Noregi auk Austurríkis og Tékklands.

Eftir Dunkirk, þar sem breskt herlið slapp við illan leik yfir Ermasund, var það sjónarmið uppi í Bretlandi að semja ætti við Hitler forræði hans yfir meginlandinu. Bandaríkin voru í hlutleysisgír og í gildi bandalag milli Þýskalands og Sovétríkjanna. Yfirþyrmandi rök voru fyrir því að semja ætti við foringjann um að þýskir fengju meginlandið en létu Breta í friði.

Innsæi og þvermóðska Churchill bjargaði Evrópu sumarið 1940. Churchill var meingallaður maður en hann var stóri samnefnarinn fyrir andóf gegn yfirgangi og ofbeldi.

Flettum sögunni fram um tæp 70 ár. Evrópa er sameinuð og leitar að varanlegum leiðtoga. Í boði er breskur fyrrum forsætisráðherra með nafn og orðspor sem gæti gefið álfunni einhvers konar forystuídentítet, Tony Blair. Evrópusambandið leitar að minnsta samnefnaranum og finnur hann í Herman van Rompuy sem var forsætisráðherra í tilbúna ríkinu Belgíu sem hefur tvö ríkistungumál og alltaf við það að detta í sundur.

Fyrir 70 árum skóp Evrópa heiminn í stríði og friði. Í dag er hún útskagi asíska meginlandsins. Ísland er svo ljónheppið að eiga úthaf á milli sín og útskagans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður Páll voðalegar einfaldar eru hjá þér um Evrópu.  en þú varst að tala um Churchill:  Hér er önnur hlið og heldur óhugnanlegri af þessum brogaða manni: http://www.nytimes.com/2010/08/15/books/review/Hari-t.html?_r=2&pagewanted=all 

Erling Olafsson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 11:22

2 identicon

Í Sviss eru töluð 4 tungumál.  Ekki er það land að liðast í sundur, eða heyrum við bara ekkert um það?

Tony Blair og Bretar slóu Tony út af borðinu vegna stríðsins í Írak og hvernig ríkisstjórn Blairs lék sér með staðreyndir fyrir Íraksstríðið.

Herman van Rompuy er glæsliegur forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins.  Við verðum einnig að spyrja okkur hvert hlutverk hans innan ESB er áður en hann er gagnrýndur.  Hann er svo sannarlega ekki minnsti samnefnarinn fyrir þetta starf.

Annars skaltu koma með rök fyrir illa unnin störf!

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 11:24

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Erling, þakka þér greinina, hún er fín og undirstrikar tvíeðli Churchills.

Stefán, Blair er alþjóðlega viðurkenndur stjórnmálamaður þótt ekki sé hann gallalaus og víst hefur hann margt á móti sér en hann er líka Evrópusinnaður Breti og þeir eru ekki margir. 

Þú segir van Rompuy glæsilegan leiðtoga. Hmm, á hvaða mælikvarða?

Sviss á sér sögu frá miðöldum, Belgía var búin til eftir Napóleonsstríðin á 19. öld.

Páll Vilhjálmsson, 17.8.2010 kl. 11:45

4 identicon

Blair kom alls ekki til greina í lokin og það var vitað mál eins og ég benti þér á hér að ofan.  Það var að koma út skýrsla um Íraksstríðið og maðurinn hafði aldrei verið óvinsælli þó svo að hann væri ekki lengur forsætisráðherra.

Þú kallar van Rompuy "belískan dverg". Ekki væri slæmt ef þú segðir okkur af hverju.  Þú þarft ekki að spyrja mig af hverju mér finnst hann ekki vera dvergur.  Fullyrðingin kemur frá þér.

Sviss á sér langa sögu, eða sumar kantónurnar.  En þú veist að Napóleon hafði nú líka mikið um það að segja hvernig Sviss lýtur út í dag og hvaða kantónur eru í Sviss.  Van Rompuy á sér því miður ekki eins langa sögu;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband