Mánudagur, 16. ágúst 2010
Umsóknarmenn eru aðildarsinnar á undanhaldi
Rúmt ár er liðið frá atburðinum 16. júlí þegar Samfylkingin knésetti Vg á alþingi og fékk samþykkta ályktun um að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu. Umræðan hefur leitt tvennt í ljós. Í fyrsta lagi að ESB býður ekki upp á viðræður um aðild heldur aðlögunarferli. Í Brussel er gert ráð fyrir að þjóðir sem banki upp á geri það í fullri alvöru. Eins og alþjóð veit var hvorki þjóðarvilji né raunsannur þingvilji fyrir umsókn.
Í öðru lagi hefur umræðan hert andstöðuna við aðild samkvæmt ítrekuðum könnunum. Aðildarsinnar eru enda á hröðu undanhaldi og reyna mest lítið að útskýra fyrir almenningi hvaða erindi þjóðin á í ESB.
Aðildarsinnar eru orðnir umsóknarmenn sem vilja sá undanþágurnar sem standa til boða hjá Evrópusambandinu. Þeim nægir ekki að heyra frá stækkunarstjóra ESB, Stefan Füle, að engar varanlegar undanþágur eru í boði.
Einn umsóknarmanna er Illugi Jökulsson sem óskar sér nýrrar skoðanakönnunar til að fá byr í segl aðildarsinna. Dæmigerð samfylkingarlausn; þegar rökin þrýtur og fylgið hverfur má alltaf vonast eftir hagfelldri skoðanakönnun.
Athugasemdir
Er ekki tilvalið fyrir Illuga að gera könnun meðal Samfylkingarliða. Hann ætti hugsanlega að ná 60% fylgi með umsókninni, þas. ef fylgið innan flokksins hefur ekki minkað frá síðustu könnun? Það er skárra en 70% andstaða þjóðarinnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.