Gylfi er í þjónustu atburðarásarinnar

Gylfamál Magnússonar eru á yfirborðinu hvort ráðherra hafi sagt satt um vitneskju sína um lögmæti gengislána. Í reynd eru Gylfamál hluti af atburðarás sem búið er að skrifa en á eftir að tímasetja. Atburðarásin er harmsaga hreinu vinstristjórnarinnar sem tók við eftir hrun án þess að vita í hvorn fótinn hún ætti að stíga.

Samfylkingin lýsti sig samábyrga Gylfa með fundinum í dag. Atburðarásin krefst að byrgisfólkið snúi bökum saman allt fram á síðasta dag er trúnaðurinn slitnar með hvelli og hver hleypur í sína áttina í þeirri vissu að enginn verður sakaður um liðhlaup þar sem allir eru á flótta.

Öðru hvoru megin við áramótin næstu harmsögu Jóhönnustjórnarinnar.

 


mbl.is Sóttist ekki eftir starfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir já þetta er allt að springa öllu frestað til haustsins og markvist unnið gegn almenningi það getur ekki endað nema illa!

Sigurður Haraldsson, 17.8.2010 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband