Mánudagur, 16. ágúst 2010
Samnefnari ESB-fólksins
Aðild að Evrópusambandinu er stórpólitískt mál, um það eru fylgjendur og andstæðingar sammála. Af þeirri staðreynd ætti að leiða að sannfærðir aðildarsinnar væru í einhverju pólitísku sambandi sín á milli, þvert á flokkslínur. Andstæðingar aðildar eiga sér sameiginlegan vettvang, Heimssýn, þar sem hittast reglulega sjálfstæðismenn, vinstri grænir, framsóknarmenn og flokksleysingjar. Viðræður þar á bæ sýna margar sameiginlegar áherslur til dæmis í afstöðu til marka opinbers reksturs og einkareksturs, náttúruverndar og fleiri mála.
En hver er vettvangur ESB-sinna? Þeir geta ekki starfað saman í félagi og hafa stofnað nokkur s.s. Evrópusamtökin, sammála.is og Sjálfstæðir Evrópumenn.
Þegar grannt er skoðað er eitt sem sameinar aðildarsinna. Sameiginlegur vettvangur þeirra er Baugs-útgáfan. Í Fréttablaðinu er ritstjórinn aðildarsinninn og sjálfstæðismaðurinn Ólafur Stephensen; kratísku dálkahöfundarnir og aðildarsinnarnir Þorsteinn Pálsson, Guðmundur Andri Thorsson og Þorvaldur Gylfason eru fyrir á fleti.
Auk áhuga á Evrópusambandinu sameinast aðildarsinnar í varðstöðu um hagsmuni Baugsfjölskyldunnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.