Mánudagur, 16. ágúst 2010
Stjórnarþingmenn hóta ríkisstjórninni
Þolinmæði stjórnarþingmanna gagnvart Jóhönnustjórninni er af skornum skammti. Tvennt kemur til. Við fjárlagagerð verður tekist á um forgangsröðun í ríkisrekstri og pólitísk álitamál um skattlagningu og niðurskurð. Stjórnin er búin að tapa frumkvæðinu og sérlega illa búin undir átakamál. Í öðru lagi er undiralda í stjórnmálum og ekki að vita nema kosningar verði fyrr heldur en seinna.
Samfylkingin er sérstaklega veik fyrir þar sem óopinbert leyndarmál er að Jóhanna hætti strax og færi gefst. Magnús Orri og félagar hans í þingflokknum þurfa að skapa sér stöðu innan flokks þar forystan er í uppnámi og aðstæður í samfélaginu mótdrægar, svo ekki sé meira sagt.
Á næstunni verða þeir fleiri sem setja fyrirvara við Jóhönnustjórnina.
Líst vel á bankaskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.