Sunnudagur, 15. ágúst 2010
Samfylkingin einangruð, Vg á leik
Íslensk stjórnmál byggja á samstarfi flokka. Samfylkingin sagði sig úr samstarfinu með því að knýja fram umsókn um aðild að Evrópusambandinu þrátt fyrir að hvorki væri þingvilji né þjóðarvilji fyrir inngöngu. Umsókn Samfylkingarinnar er tilræði við þjóðarhagsmuni í bráð og lengd og verður ekki meðhöndluð sem hvert annað dægurmál.
Í einangrun Samfylkingar á Vinstrihreyfingin grænt framboð kost á að setja varanlegt mark á íslensk stjórnmál með því að opna samtal við aðra flokka.
Flokkakerfið þarf að aðlaga sig breyttum pólitískum forsendum. Ef ekki blasir við stjórnleysi.
Bauð Steingrími til fundar um þjóðarsátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er nú ekki svo viss um möguleika VG. Í þessari stjórn hefur VG afhjúpað rækilega muninn á vilja og getu. Steingrímur vill en getur ekki. Ögmundur og villta vinstrið getur en vill ekki. Trúðurinn Jón Bjarnason er þarna mitt á milli. Framsóknarmaður í röngum flokki. Hinsvegar ættu möguleikar hreyfingarinnar að aukast nú þegar fjórflokknum verður gefið frí í næstu kosningum. Þeir þingmenn sem eiga einhverja æru eftir ættu að ganga til liðs við Hreyfinguna strax og þing kemur saman í haust. Nefni Eygló Harðardóttur og Lilju Mósesdóttur sem öfluga þingmenn sem eiga ekki samleið með þeim flokkum sem þær tilheyra í dag.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.8.2010 kl. 16:56
Flokkakerfið þarf ekki að laga sig að neinu, það á einfaldlega að leggja það af og takka upp kerfi sem býður ekki upp á eins mikla spillingu og sérhagsmunapot.
Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.