Sunnudagur, 15. ágúst 2010
Dollaraprófið í ESB-umræðunni
Margir sem segjast hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa helst þau rök að krónan sé ekki lífvænleg mynt. Rökin gegn krónunni koma helst frá fólki í atvinnurekstri. Nokkur þungi er á bakvið þessi sjónarmið. Grunur leikur á að þó nokkur hluti þeirra sem finna krónunni allt til foráttu geri það annað tveggja gegn betri vitund eða í óvitaskap - en tilgangurinn helgi meðalið og öllum ráðum megi beita til þvæla Íslandi inni í Evrópusambandið.
Dollaraprófið sker úr um raunverulega sannfæringu þeirra sem gagnrýna að Ísland búi að sjálfstæðri mynt. Þeir sem telja brýnt að Ísland skipti út krónunni fyrir alþjóðlega mynt hljóta að stökkva á umræðuvagninn sem fór af stað með ummælum Guðmundar Ólafssonar hagfræðings um að dollarinn sé mynt sem við ættum að taka upp.
Ísland stendur álíka gagnvart evru og dollar; við höfum áhrif á hvoruga myntina og munum aldrei hafa. Innbyrðis stendur dollarinn ólíkt betur en evra. Enginn talar um upplausn dollarasvæðisins. Evrusvæðið er aftur afar óstöðugt enda lítil reynsla komin á myntina og stjórnkerfi hennar ólíkt veikara en dollarans.
Hér er spá um úrslit prófsins: Sárafáir verða til þess að taka undir dollaravæðingu krónunnar. Dollaraprófið mun leiða í ljós að myntrökin í aðildarumræðunni eru falsrök, ýmist borin fram af óvitaskap eða gegn betri vitund.
Athugasemdir
Páll,
Ég og aðrir hafa skrifað um þetta, en það er til annar snúningur á þessu. Upptaka dollars er í raun besta og fljótlegast aðferð okkar til á fá evru. Það yrði ansi vandræðalegt að fara að taka inn Evrópuland með dollar, sérstaklega færi það fyrir brjóstið á Frökkum. Við eigum að nota það í samningaviðræðum okkar við ESB og segja að dollarinn sé vandamál þeirra en ekki okkar. Hins vegar ef þeir vilja láta okkur frá evru í staðinn séum við til umræðu um það.
Hins vegar tökum við varla upp dollar nema með samþykki bandaríska seðlabankans. Svo er spurningin um seðla í umferð, þarf að skammta þá og hvað með gjaldeyrishöftin?
Að lokum hver verður okkar þrautarvarnalánveitandi? Upptaka dollars án stuðningsyfirlýsingu frá bandaríka seðlabankanum er engin langtímalausn.
Andri Geir Arinbjarnarson, 15.8.2010 kl. 14:18
Því miður eru blikur á lofti með dollar, Íran vill olíuviðskipti sín ekki lengur gerð í USD. Ef það gengur eftir, verður allt í óvissu með USD sem alþjóða gjaldmiðils. Evru vildi ég helst, lýst reyndar best á Evruna, og hina nýju og öflugu Evrópu.
Robert (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 14:21
Það skiptir ekki máli hvort það heitir USA eða EUR, við missum sveigjanleika til að aðlaga Ísland að breytilegum umheimi. Við þurfum líka að sætta okkur við viðvarandi atvinnuleysi. Mín upplifun hefur alltaf verið sú að atvinnuleysi vilji íslendingar ekki. Við sættum okkur við ýmislegt, en ekki atvinnuleysiu og því segi ég höldum krónunni.
Haraldur Baldursson, 15.8.2010 kl. 15:14
Hér er verið að bera saman epli og appelsínur. Upptaka dollara myndi vera einhliða ákvörðun Íslendinga og það myndu ekki vera nein skilyrði sett fyrir því.
Innganga í ESB og upptöku Evru myndi fylgja aðlögunarferli þar sem uppfylla þyrfti skilyrði Maastricht sáttmálans um efnahagslegan stöðugleika. Það er þetta sem er mikilvægt í málinu ekki myntin sjálf. Sumir vilja ekki ganga í ESB heldur bara uppfylla skilyrðin, en því miður hefur það ekki tekist og mun ekki takast upp á okkar eindæmi.
Af hverju þarf atvinnuleysi að vera meira með ESB og evru? Það er ekkert náttúrulögmál sem segir það. Atvinnutækifæri skapast með menntun og ímyndunarafli, með og án evru.
Guðmundur Karlsson, 15.8.2010 kl. 16:25
Evra og dollar eru ekki epli og appelsínur; hvorttveggja er mynt sem gæti komið i stað íslensku krónunnar. Mastricht-skilyrðin lúta að kröfum sem þarf að uppfylla til að ESB samþykki að viðkomandi land taki upp evru og lýtur ekki að meginmálinu sem er hvort við eigum að hafa eigin gjaldmiðil.
Íslenska krónan er skráð í samræmi við efnahagslega stöðu landsins. Hún lækkaði við hrunið og hefur undanfarið styrkst, alveg eins og gjaldmiðill þjóðar á að gera. Ef við værum með annan gjaldmiðil, evru eða dollar, myndi gjaldmiðillinn ekki hreyfast þótt efnahagskerfi okkar tæki heljarstökk. Aðrir þættir yrðu að gefa eftir, svo sem atvinnustigið og ríkisfjármálin.
Þeir sem í raun vilja nýja mynt ættu að reyna að sannfæra okkur um ágæti dollars ef þeir meina eitthvað með afstöðu sinni.
Páll Vilhjálmsson, 15.8.2010 kl. 16:45
Krónur lifa enn góðu lífi hjá Norðurlandaþjóðunum öllum. (Nema auðvitað finnskum sem höfðu áður mörk.) Það er skiljanlegt að norskir hafi engan áhuga á Evrunni, en bæði sænskir og danskir hljóta að uppfylla Maastricht samninginn um Evruupptöku.
Því er mér spurn; af hverju ættum við að skipta krónunni út fyrir Evru ef okkar nánustu nágrannar sjá sér ekki hag í því?
Kolbrún Hilmars, 15.8.2010 kl. 17:49
Krónan er í raun ekki til utan íslands. Maður talar ekkert um ísl.krónuna um leið og maður talar um alvöru gjaldmiðla. Meina, alveg eins hægt að segja Evra - og fara svo að tala með spekingslegum svip um hve mattadorpeningar virki nú vel í mattadorspilinu!
Það að taka upp dollar sisona einhliða er eitthvað sem ekkert stjórnvald á íslandi myndi gera nema í fullkominni neyð og algerri vörn. Til þess er áhættan og vandamálin of mikil sem fylgja.
Upptaka evru eftir fulla og formlega aðild að sambandi sjálfstæðra lýðræðisríkja Evrópu er lang, lang raunsæjasti og besti kosturinn og í raun eini vegurinn sem mögulegur er fyrir Ísland. Tal um eitthvað annað er bara þvæla.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2010 kl. 18:26
Það er barnaleg þvæla að tala eins og íslenska krónan sé ekki alvöru mynt.
Björn Ívar (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 18:36
Kolbrún, það stefnir í það að Danir kjósi um upptöku Evru á næsta ári, og það er umræða um það að halda þjóðaratkvæðagreiðslu í Svíþjóð, en ég held það verði ekki af því. En það er hárrétt hjá þér, að það er alls ekki nauðsynlegt að taka upp Evru við inngöngu í ESB, sbr. Bretland, Danmörk, Svíþjóð, o.fl.
Hvað varðar Dollarinn, þá tel ég að það sé ekki endilega slæm hugmynd, en eins og staðan er í dag þá fer meirihluti af utanríkisviðskiptum íslendinga enn fram í Evrum, mun meira en í Dollar. Sem sagt, hagkerfið hérlendis er mun háðara Evrum en Dollurum.
Bjarni (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 19:01
,,Það er barnaleg þvæla að tala eins og íslenska krónan sé ekki alvöru mynt"
Nú, hvað er þetta þá?
http://www.jonfr.com/?p=4424
Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2010 kl. 19:16
Ég er ekki viss um að Ómar Kristjánsson er að gera að gamni sínu með að vitna í skrif Jóns Frímanns.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 21:32
Ómar gæti allt eins vitnað í strumpana.
Njörður (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 23:28
Þekki ágætlega orðið til í Færeyjum, þar sem danska krónan er lögeyrir. Prenta reyndar eigin seðla, en nota dönsku myntina. Þegar bankakreppan reið þar yfir fyrir tæpum tveimur áratugum, sem leiddi til efnahagslegar kollsteypu, haggaðist gengi gjaldmiðilsins ekki millimeter. Enda búa álíka margir í Færeyjum og á Bornholm. Uppskeran var 20% atvinnuleysi, auk þess sem fimmtungur landsmanna flutti úr landi. Það er rétt núna sem fólksfjöldinn er orðinn svipaður og fyrir kreppu. Enda sagði Hermann Oskarsson, Hagstovustjóri þar í landi, á fyrirlestri sem hann hélt hér á landi í fyrra að við gætum varla ímyndað okkur hvað við værum heppin að vera með eigin gjaldmiðil. Nú kann einhver að reyna að halda því fram, eins og utanríkisráðherrann okkar, að kreppan hér hefði alls ekki átt sér stað ef evran hefði verið mætt á svæðið. PIGS?
Baldur (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 23:35
Kolbrún. Danir höfnuðu Maastricht sáttmálanum, en samþykktu svo með ákveðnum skilyrðum eða undanþágum kenndum við Edinborg. Eitt þeirra er að þeim er ekki skylt að taka þátt í smeiginlegu myntinni eins og bretar. Svíar eru hinsvegar skuldbundnir til þess að taka þátt í evru-starfinu, en eftir að almenningur felldi það að taka upp evru í þjóðaratkvæði 2003 hafa stjórnvöld passað sig á því að uppfylla ekki Maastricht-skilyrðin því annars verður sænska krónan að detta inn í ERM-II.
Axel Þór Kolbeinsson, 16.8.2010 kl. 08:50
Það var nú ósköp eðlilegt að atvinnuleysi væri í færeyjum og það var ekkert út af gjaldmiðlinum. Þvílík steypa alltaf hér. Ég þekki nú bara mjög vel til Færeyjum og sögu alla þ.á.m. efnahagssögu - og præm faktor á bak við færeysku kreppunavar - að það hætti að fiskast! Fiskurinn hvarf! Halló. (varf vegna ofveiði, sama gæti gert hér bráðum) Það var búið að byggja upp alveg þvílíkt og fjárfesta í fiskvinnslum og sjávarútvegi - og fiskurinn hvarf! Margir færeyingar vinna við fisk Þið vitið það eða? Þegar fiskur hverfur = Atvinnuleysi. You fatta? No?
(Auk þess er afar auðvelt fyrir færeyinga að fara til Danmerkur og vinna. Það er bara eins og að fara á næstu eyju nánast)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.8.2010 kl. 12:25
Það er eins og menn geti ekki komið með nokkurnhlut sem er réttur hérna. UKog Danmörk eru bæði með opt-out varðandi evru. þó danir séu de faktó með evru og taki sennilega hana inn formlega í náinni framtíð. Með svía þá er bara vitað að aðeins er tímasursmál hvenær þeir taka upp evru. Og UK mun svo fylgja.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.8.2010 kl. 14:20
Ps. það er nú líka skrítið að þeir séu með opt-out, því eins og andsinnar hafa margupplýst þá existar eigi slíkt í ESB!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.8.2010 kl. 14:22
Takk fyrir skilmerkilegar skýringar, ég er fróðari eftir.
Jafnvel Ómar Bjarki lagði í púkkið. Honum var tíðrætt um "opt-out", sem greinilegt er að nokkrar þjóðir hafa nýtt sér til þess að forðast Evruna.
Þar með beindi hann athyglinni að hinni hliðinni eða "opt-in". Dæmi um það hlýtur að vera Grikkland. Þess "opt-in" byggðist á því að falsa bókhaldið til þess að uppfylla skilyrðin.
"Opt-in" aðferðin hlýtur að freista margra Evrusinna sem vilja stytta sér leið um áratug eða svo.
Kolbrún Hilmars, 16.8.2010 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.