Samfylkingin margföld í roðinu

Tækifærismennska er innsta eðli Samfylkingarinnar. Það sást í kosningabaráttunni í vor þegar Samfylkingin í Reykjavík boðaði sérstakan hagvöxt í höfuðborginni sem var úr tengslum við ríkisstjórnarstefnu Samfylkingarinnar.

Sóley Tómasdóttir vekur athygli á að umhverfis- og náttúruverndarstefna Samfylkingarinnar er ein í ríkisstjórn og önnur í borgarráði.

Samfylkingin er ótrúverðugasta stjórnmálaafl seinni tíma sögu íslenskra stjórnmála.


mbl.is Samfylkingin gagnrýnir eigin ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

"Samfylkingin er ótrúverðugasta stjórnmálaafl seinni tíma sögu íslenskra stjórnmála."

Að Framsóknarflokknum meðtöldum?

Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 16:34

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Já.

Páll Vilhjálmsson, 12.8.2010 kl. 16:39

3 Smámynd: Björn Birgisson

 Hvenær hófst þessi "seinni tíma saga"?

Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 16:44

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Nú kemur vel á vondan, ég er einmitt að ljúka grein um fullveldissögu okkar og læt hana enda 1975. En þegar ég skrifaði þetta um Samfylkinguna var ég eiginlega ekki með ákveðið tímabili í huga. En eigum við ekki að segja að seinni tíma stjórnmálasaga hefjist í lok viðreisnar?

Páll Vilhjálmsson, 12.8.2010 kl. 17:08

5 Smámynd: Björn Birgisson

1971. Mín vegna máttu það!

Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 17:36

6 identicon

Björn veit hvað hann syngur.  Verst af öllu að Samfylkingin er líka búin að rústa VG.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 18:47

7 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur 2., ekki grætur þú það, nema með þurrum tárum! Eða hvað?

Björn Birgisson, 12.8.2010 kl. 18:54

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þar fengu miðjumoðsflokkarnir reisupassann!

Kolbrún Hilmars, 12.8.2010 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband