Fullvalda fiskveiðiþjóð eða áhrifalaust smáríki

Fyrst var það Icesave sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skýldi sér á bakvið þegar hann var spurður um yfirgnæfandi andstöðu Íslendinga við aðild að Evrópusambandinu. Makríllinn verður næsta afstöku Össurar fyrir skort á stuðningi við umsókn Samfylkingar um aðild.

Í deilum um veiðar úr deilistofnum kristallast andstæðir hagsmunir Íslands og Evrópusambandsins. Ef við værum aðilar að ESB yrði okkur skammtaður skítur úr hnefa enda aflaheimildum miðstýrt frá Brussel. Utan ESB erum við fullvalda fiskveiðiþjóð en innan sambandsins eru við smáríki sem verður að láta sér nægja brauðmola af háborði stórþjóðanna.

Aumingja Össur.


mbl.is Spáir „makrílstríði" við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Gíslason

Sammála Páll þetta æti nú að fara verð hverjum manni augljóst, nema þeim ESB sinnum sem halda áfram að berja hausnum við steininn í algeri afneitun.

Rafn Gíslason, 11.8.2010 kl. 15:45

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þegar Íslendingar vakna eftir "rothöggið",opnast þeim ófögur sjón!!!!  Taka sig þá  til og flykkjast um þá sem hafa barist gegn "E.S.B." og hafa sigur. Þurfum enga afsökun til að svo verði ekki. KV.

Helga Kristjánsdóttir, 11.8.2010 kl. 19:21

3 Smámynd: Alfreð K

Þessi skrif dagblaðsins The Independent sem umrædd frétt mbl.is vitnar í, finnst mér einkar athyglisverð, þar segir:

„Since the "war", the two countries' fishing industries have fared very differently. Iceland – which is thought to have stayed out of the EU in order to protect its fishing industry – is acknowledged to run fisheries responsibly, allowing other species caught by accident to be traded between boats and landed, rather than thrown back into the sea.

By contrast, the EU Common Fisheries Policy, which Britain joined on its accession to the Common Market in 1973 – is considered to have been a disaster. A third of all fish are thrown back dead from boats, either because they are the wrong species, a legal but imperfect size, or the quota has already been met.

As a result, cod in the North Sea has plunged to 3 per cent of its natural abundance, despite a recent recovery. And much of the cod sold in Britain now comes from Iceland.

Alfreð K, 11.8.2010 kl. 23:30

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Geur einhver útskýrt fyrir fáfróðum manni eins og mér, hvaða rök liggja að baki því að vilja afsala landi sínu yfirráðarétti yfir auðlindum sínum og daglegum rekstri? Hvað hangir á spýtunni hjá þeim sem vilja hneppa okkur í þessa ánauð?

Halldór Egill Guðnason, 12.8.2010 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband