Efnahagsbati án Magma-væðingar

Samtök afneitara sem Vilhjálmur Egilsson stýrir geta ekki neitað efnahagsbatanum sem er án Magma-fjárfestinga og ruglvæðingarinnar sem samtökin vildu hrinda af stað þar sem útsala á orkuauðlindum var í forgangi.

SA eru enn miðstöð fjárglæfrahugsunar. þeirrar sömu og var kennd við útrásina og skilaði þjóðinni hruni. Samtök afneitara hafa ekki gert upp við fortíðina og dæla út áróðri í anda 2007.

Samtök afneitara kröfðust þess að við borguðum skilyrðislaust Icesave-skuldina til að óreiðufólkið fengi svigrúm til að taka upp fyrri iðju.

Stjórnvöld eiga ekki að taka minnsta mark á Vilhjálmi og félögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það hef'i aldrei orðið bati með Magma við stjórnvölin hjá HS Orku Magma er nær gjaldþrota fyrir utan að þeir hafa ekkert að sína nema þeir nái yfirráðum á HS orku. Höldum okkur að innlendri fjárfestingu. Byrjum eins og Eimskip í Gamladaga.

Valdimar Samúelsson, 11.8.2010 kl. 13:26

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Og núna hafa menn miklar áhyggjur í Seðlabankanum og Ríkisstjórninni yfir of hröðum efnahagsbata og styrkingu krónunnar gagnvart evru. Nú munu menn afnema gjaldeyrishöftin í miklum flýti til að gengið lækki aftur.
SA og Vilhjálmur ættu frekar að styðja stjórnvöld og vinna að því að fjármagnskostnaður minnki svo hefja megi fjárfestingar með erlendu lánsfé í stað þess að selja fjöreggin.  oG afhverju geta ekki íslendingar stofnað skúffufyrirtæki og keypt upp skuldug fyrirtæki með erlendu lánsfé. Bókhaldsæfingar og skattasniðgöngur eru enn leyfðar. Stórfyrirtækjum leyfist að færa skattskil í evrum til að geta borgað sér arð úr annars fallít fyrirtækjum.  Hvað með orkufyrirtækin?  Geta þau ekki fært bókhaldið í evrum til að lappa upp á lánstraustið?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 11.8.2010 kl. 14:23

3 Smámynd: Elle_

Kannski við getum stofnað skúffufyrirtæki með kúlulánum frá HS Orku og keypt HS Orku með þeim peningum?  Var það ekki e-n veginn þannig sem Magma Energy átti að fá HS Orku?

Elle_, 11.8.2010 kl. 22:19

4 Smámynd: Alfreð K

Góð hugmynd, Elle, ég held að það hafi verið akkúrat þeirra aðferð. Af hverju prófum við þetta ekki sjálf?

Alfreð K, 11.8.2010 kl. 23:52

5 Smámynd: Elle_

Við skulum gera akkúrat það.

Elle_, 12.8.2010 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband