Miðvikudagur, 11. ágúst 2010
Strandþjóðir, ESB og kokteilhænur
Hagsmunir okkar og strandþjóðanna Grænlendinga, Færeyinga og Norðmanna eru um margt sameiginlegir. Þjóðirnar eru háðar fiskveiðum og búa á hafsvæði sem verður æ mikilvægara vegna legu sinnar og umhverfisbreyta sem leiða til aðgengis að norðurskautinu.
Líkur eru á að Evrópusambandið tæki fagnandi samvinnu við svæðissamtök þessara þjóða. Evrópusambandið veit að þessar þjóðir eru ekki á leið í sambandið, þrátt fyrir íslensku umsóknina, og það er í þágu stórveldisins í Brussel að eiga samskipti við einn aðila í stað fjögurra.
Utanríkisstefna Íslendinga á vitanlega að taka mið af brýnum hagsmunum okkar sem þjóðar og þeir hagsmunir eru á nærsvæðum okkar. Á meðan Samfylkingin er við völd eru það kokteilhænur sem ráða ferðinni og þeim finnst skemmtilegra að vera áhrifalaus á meginlandi Evrópu en að vinna í þágu þjóðarhagsmuna.
Norðmenn ekki á leiðinni í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.