Þriðjudagur, 10. ágúst 2010
Kreppulok drepa Jóhönnustjórnina
Botninum er náð í kreppunni, sagði Seðlabankastjóri og um leið kippti hann fótunum undan ríkisstjórn Jóhönnu Sig. Vinstristjórnin er afbrigði í íslenskum stjórnmálum og þurfti efnahagshrun til að afbrigðið næði fram að ganga. Þegar þjóðin réttir úr kútnum nennir hún ekki lengur samstjórn þjóðlegs íhalds og fíflafrjálslyndisins.
Þegar vinstriflokkarnir líta um öxl og spyrja hvar fór úrskeiðis er nærtækt að byrja á umsókninni um aðild að Evrópusambandinu. Fíflafrjálslyndið, Samfylkingin, stekkur á eitt ævintýrið þegar annað þrýtur; á eftir útrás kemur umsókn. Þjóðlega íhaldið, Vg, er í innsta eðli frábitið fíflafrjálslyndinu og fyrirlítur gleiðgosasólbrúnkustjórnmálin.
Jóhanna Sig. heldur stjórninni saman og í kreppurökkri sást ekki stimpillinn með síðasta söludag.
Athugasemdir
Gleymum ALLS ekki Icesave þegar föllnu Jóhönnustjórnleysingjarnir líta um öxl. Held þau kunni þó ekki að líta um öxl. Þau geta bara séð mjóu leiðina beint inn í einangrunar-veldið.
Elle_, 10.8.2010 kl. 22:29
Já og svo Mjólkurskatturinn.... en ég vill meina að gefa MS einokun á mjólkini hækkar verðið til okkar, þvingar bændur til að taka því sem MS tímir og græðir á tá og fingri í gegnum einokuna, er ekkert annað en skattur á neytendur.
Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 11.8.2010 kl. 00:52
Já, einokun á mjólk og lyfjum eru mál að linni og þó löngu fyrr hefði verið. Það er óviðunandi að ICESAVE-BJÖRGÓLFUR (sem ætti að vera útlægur úr öllum fyrirtækjum landsins) komist upp með einokun á Lyfjastofnun og stórgróða og stórokri á lyfjum á kostnað sjúklinga og annarra landsmanna og MS komist upp með einokunarokur á mjólk.
Elle_, 11.8.2010 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.