Þriðjudagur, 10. ágúst 2010
Arion stelur HM handa Baugsfeðgum
Ríkisbankinn Arion er á bakvið yfirboð Stöðvar 2 á HM í handbolta. Jón Ásgeirs Baugsstjóri og faðir hans eiga Stöð 2 og fjölmiðlasamsteypuna 365-miðla. Fjölmiðlasamsteypan er að stórum hluta fjármögnuð með auglýsingum frá Högum sem ríkisbankinn Arion á en leyfir Baugsfeðgum að stjórna.
Arion veðjar á að Baugsfeðgar séu hluti af nýja Íslandi, atvinnulífi þar sem heiðarleiki og gagnsæi er í fyrirrúmi.
Til að Baugsfeðgar fái tækifæri að taka nýjan snúning á íslenskum almenningi er gott að eiga Arion sem bakhjarl. Þegar Arion efnir til ímyndarherferðar í haust verður slagorðið: Nýja Ísland, Baugsfeðgar og Arion.
Athugasemdir
Það er lítill munur á kúk og skít þegar kemur að RÚV eða Stöð 2. Hvorugt fyrirtækið er rekið á eðlilegan hátt. Og ekki græt ég að þurfa ekki enn einu sinni að þola riðlun dagskrár til að sýna heimskulegan boltaleik í beinni útsendingu með 3 boltahálfvitum að discussera leikinn á eftir
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.8.2010 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.