Þriðjudagur, 10. ágúst 2010
Krepputjórnlist ESB; skattar fyrir sambandsríkið
Evrópusambandið vill tengja framhjá aðildarríkjum og fá beinar skatttekjur til að standa undir sístækkandi veldi sínu. Í Brussel er hefð fyrir kreppustjórnlist þar sem erfiðleikar á einu sviði eru notaðir til að stíga næsta samrunaskref; krísan um sameiningu þýsku ríkjanna var leyst með því að Þjóðverjar samþykktu að fórna þýska markinu og búa til evrópskan gjaldmiðil.
Hugmyndin um skattstofn handa ESB er sett fram í samhengi við pólitísk markmið, t.d. skatt á fjármagnsflutninga banka og verslun með mengunarkvóta. Skattar sem þjóna yfirlýstum pólitískum markmiðum s.s. að halda bankaauðvaldinu í skefjum og draga úr mengun, eru líklegri til að vera samþykktir sem slíkir en ekki í þeim tilgangi að stíga skref nær sambandsríki.
Andóf stórþjóða á borð við Þýskaland og Bretland mun líklega verða til að samþykkt fyrir sérsköttum handa ESB er ekki á næsta leyti. En eins og heimsveldum sæmir hugsa ráðmenn í Brussel í áratugum. Skattar handa ESB eru komnir á dagskrá.
Framkvæmdastjórnin leggur til sérstakan ESB skatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og þangað stefnir Össur og hans auma lið!
Sigurður Haraldsson, 10.8.2010 kl. 20:16
Vald til skattheimtu og álagningu tolla á utanríkisviðskipti?
Sameiginlegur gjaldmiðill, fáni og söngur, sendiherrar í Washington og SÞ.
Ekki þjóðríki nei... ? Bara nákvæmlega sömu einkenni.
Guðmundur Ásgeirsson, 13.8.2010 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.