Samfylkingin er verkfæri Brussel

Evrópusambandið er með tangarhald á íslenskri stjórnsýslu vegna þess að annar ríkisstjórnarflokkanna, Samfylkingin, veðjaði pólitískri framtíð sinni á inngöngu Íslands í sambandið. Stjórnarherrarnir í Brussel vita þetta og telja sig ekki þurfa að hafa áhyggjur af kröfuhörkunni, hvort heldur í markríl-deilunni eða Icesave-málinu.

Samfylkingin beygir sig í duftið fyrir Evrópusambandinu. Líflína flokksins er í höndum Brusselvaldsins. Ef ekkert verður úr aðild Íslands er framtíðarsýn Samfylkingarinnar farin.

Samfylkingin verður okkur dýr áður en yfir lýkur.


mbl.is ESB hótar aðgerðum vegna makríls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er eiginlega að verða um sjálfsvirðingu Íslendinga undir stjórn Samfylkingar?

Icesave, Magma og leynilega meðferðin þar, ráðherrar sem segja ósatt, AGS og bankamálin, ofríki ESB gagnvart okkar bestu nágrönnum færeyingum og svo auðvitað okkur sjálfum......

Er nokkur skapaður hlutur sem fær stjórnina til að lifna við?

Kosningar, veriði nú svo væn...!

jonasgeir (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 10:45

2 identicon

...... NOT

(já, svona málefnalegt er þetta :)

Drýsill (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 12:50

3 Smámynd: Elle_

Landsölu-flokkurinn er orðinn alltof dýr landinu og stórhættulegur.  Og að ógleymdu Icesave.  Hvað með æru okkar?  Flokkurinn mun ekki hætta að skríða eins og aular fyrir banka- og Evrópumiðstýringar-valdhöfum. 

Elle_, 10.8.2010 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband