Ísland fyrirmynd Sviss

Svisslendingar er hvorki aðilar að EES samningnum né ætla þeir í Evrópusambandið í náinni framtíð. Samkvæmt fréttum vonast dómsmálaráðherra Sviss, sem er vel að merkja andstæðingur aðildar, til þess að Evrópa þróist í átt að svæðisbundnu samstarfi er gæti orðið tortryggnum Svisslendingum hugþekkara en miðstýring frá Brussel.

Svæðisbundin samvinna þjóða sem byggja sameiginlegum hagsmunum og í sumum tilvikum áþekkri sögu og menningu gæti orðið það samstarf sem fórnaði ekki lýðræði fyrir skrifræði.

Ísland er í stöðu til að sýna hvernig hægt væri að þróa slíka samvinnu. Grænlendingar, Færeyingar og Norðmenn eru nágrannar okkar og eiga um margt áþekka hagsmuni. Samvinna við nágrannaþjóðir er nærtækari utanríkispólitík og nyti meiri stuðnings almennings en Brusselleiðangur Samfylkingarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eigum að stofna norðurslóða bandalag með Grænlendingum, Færeyingum, Norðmönnum og Skotum.

marat (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 02:08

2 identicon

Og jafnvel Vestfirðingum.

marat (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband