Mánudagur, 9. ágúst 2010
Ruddi Unnur Sveini frá?
Unnur G. Kristjánsdóttir hefur barist fyrir því með oddi og egg að Magma fái að kaupa HS Orku og hún er fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni um erlenda fjárfestingu. Það er skyldleiki við Unni sem verður Sveini að falli og eru þau tæpast nátengd. Í þessu ljósi er brýnt að upplýst verði hver það var sem kom með ábendinguna um mögulegt vanhæfi Sveins. Í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins segir
Eftir að forsætisráðuneytið birti tilkynningu 3. ágúst sl. um skipun nefndar til að meta lögmæti kaupa fyrirtækisins Magma Energy Sweden AB á eignarhlutum í HS Orku ehf. og starfsumhverfi orkugeirans hér á landi bárust ráðuneytinu ábendingar um hugsanlegt vanhæfi eins nefndarmanns, þ.e. Sveins Margeirssonar.
Stjórnsýslan bregst ekki við ábendingum si svona. Stjórnsýslan metur ábendinguna út frá því hver kemur með hana og því er brýnt að upplýst verði hver tortryggði Svein og hvers vegna?
![]() |
Birtir minnisblað um Svein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú þarft ekkert að dylgja um þetta. Þetta kemur nákvæmlega fram í minnisblaði frá forsætisráðuneytinu sem vísað er í fréttinni.
Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 21:27
Hvernig fékk stjórnsýslufræðingurinn sem samdi álitið, lektorsstarf við HÍ? Var starfið auglýst?
marat (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 21:39
Mitt álit er að leitun sé á manni sem hefði getað orðið snarpari rannsóknaraðili en Sveinn Margeirsson.
Kannski þótti það ekki eftirsóknarverður eiginleiki og skeð getur að Unnur hafi ekki hlakkað til samstarfsins við þennan frænda eiginmannsins?
Árni Gunnarsson, 9.8.2010 kl. 22:11
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni segir máltækið. Í því ljósi þætti mér mjög skrítið ef Sveinn Margeirsson væri hlynntur Magma og af sömu ástæðu er ég sannfærður um að hann myndi skoða málið hlutlaust og algerlega óháð sínum eigin skoðunum! Móðir Sveins er systir eiginmanns Unnar sem varla getur talist "náin tengsl" miðað við margt annað sem viðgengst í þessu þjóðfélagi þar sem bræður, systur, afkvæmi foreldrar og eiginmenn/konur skipa stóran sess. Nægir þar að benda á Jón Bjarnason ráðherra og skoða venslanet hans
Ragnar Eiríksson, 9.8.2010 kl. 22:12
Ég bið lesendur velvirðingar. Eins og fram kemur í athugasemd Ómars er nákvæmlega tilgreint í minnisblaði forsætisráðuneytis að Unnur ruddi Sveini úr nefndinni. Ég las frétt mbl.is og frétt forsætisráðuneytisins en ekki minnisblaðið sjálft áður en ég skrifaði bloggið. Þetta eru afglöp af minni hálfu.
Páll Vilhjálmsson, 9.8.2010 kl. 22:22
Hefði þá ekki með sömu rökum mátt útiloka Unni þar sem hún hefur með fyrri úrskurði gefið upp skoðun sína á Magma Energy. Það þarf að skipa í þessa nefnd upp á nýtt og þá ekki bara undirlægjur Magma!
Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson, 9.8.2010 kl. 22:41
Það er nú samt spurning um alvöru þessarar nefndar, sem skipuð var í þessum "sáttapakka" ríkisstjórnarflokkana. Er nefndinni virkilega ætlað í praxis að koma auga á eitthvað varðandi úrskurð um Magma?
Væri þá ekki rétt að þeir sem sitja í nefnd um erlenda fjárfestingu, myndu stíga til hliðar, á meðan rannsókn fer fram og aðrir setjist í nefndina, á meðan rannsókn fer fram, hið minnsta. Í stað þess að hefja vinnu við að skoða næsta mál. (Storm Seafood) Getur það talist trúverðug stjórnsýsla, í þessum "farsa" sem Skjaldborgarleikhúsið er með á fjölunum núna?
Kristinn Karl Brynjarsson, 9.8.2010 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.