Mánudagur, 9. ágúst 2010
Fagur fiskur í sjó og sögufölsun aðildarsinna
Aðildarsinnar vilja telja okkur trú um að sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusambandsins hafi orðið til vegna þess að fiskistofnar eiga það til að flakka á milli lögsögu landa. Vilhjálmur Þorsteinsson býður síðast upp á þessa sögufölsun. Rétt er að sameiginleg fiskveiðistefna var búin til í Brussel 1970 rétt áður en þjóðir ríkar af fiskveiðiauðlindum sótt um aðild.
Þjóðirnar sem um ræðir eru Bretland, Írland, Danmörk og Noregur. Í Evrópuumræðunni er viðurkennd staðreynd að meginlandsríkin sem voru fyrir í ESB bjuggu til sjávarútvegsstefnuna til að skapa sér samningsstöðu gagnvart umsóknarríkjunum.
Sjávarútvegsstefnan var nánast endurrit af landbúnaðarstefnunni og sjávarútvegur felldur undir landbúnaðardeild framkvæmdastjórnarinnar. Ætli Vilhjálmur og aðildarsinnar reyni að selja okkur þá skýringu á landbúnaðarstefnunni að hún hafi verið nauðsynlegt vegna þess að mjólkurkýr vafra stundum frá heimahögum?
Hér er samantekt um sjávarútvegsstefnuna.
Athugasemdir
Ef Evrópusambandssinnar hefðu rétt fyrir sér og sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins ætti bara við um sjávarútveg innan þess í sumum tilfellum en ekki öðrum. Ætti t.d. ekki við um "staðbundna stofna". Hvers vegna er þá ekkert minnzt á slíkt í Lissabon-sáttmálanum, stjórnarskrá sambandsins? Þar eru engir slíkri fyrirvarar. Þar er bara rætt um fulla yfirsstjórn Evrópusambandsins á sjávarútvegsmálum innan sambandsins, punktur. Og þetta yrði æðsta löggjöf Íslands ef við færum þarna inn.
Hjörtur J. Guðmundsson, 9.8.2010 kl. 18:34
Hún er bráðfyndin og um leið sorgleg þessi þörf aðildarsinna að kannast ekki við neitt af helsta regluverki Evrópusambandsins í höfuðgreinum málefna sem okkur skipta öllu eins og sjávarútvegsmálum. Þá er gamli ESB spunarokkurinn settur á yfirsnúning og eitthvert bull og útúrsnúningar látin rigna yfir efasemdarmenn. Hvað ætlar þetta fólk að gera þegar sannleikurinn verður endanlega rekinn framan í andlitið á þeim eins og gerðist í tilfelli Össur þegar stækkunarstjórinn tók af honum orðið á blaðamannafundinum og sagði að hann færi með rangt mál þegar hann segði að Íslendingar fengju einhverjar undanþágur hvað sjávarútvegsmálefnin varðar? Bara yppa öxlum og láta eins og ekkert hafi í skorist? Er æra þessa fólk einskyns virði?
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 01:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.