Hreyfingin og róttækari armur Vg

Fréttir um að Þór Saari og Hreyfingin beri víurnar í þingmenn Vg, Lilju Mósesdóttur og Ögmund Jónasson, eru skiljanlegar í ljósi þróunar róttækra stjórnmála síðustu missera og viðskilnað Vg við arfleifð sína. Forysta Vg liggur undir ámæli fyrir eftirgjöf gagnvart Samfylkingu í veigamiklum atriðum, Evrópumálum og sölunni á HS Orku til Magma.

Fólk á vegum Hreyfingarinnar er drifkrafturinn í mótmælum gegn sölunni til Magma. Ráðherrar Vg sváfu á verðinum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að vekja þá af blundi.

Stjórnmálasamtök eins og Vg eru á hættusvæði þegar grasrótin verður fyrir vonbrigðum. Ef Lilja og Ögmundur hugsa sér til hreyfings stendur Vg eftir sem trénaður flokkur er veitir stórafslátt af prinsippum til að halda í völdin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef að þau skötuhjú drötthöluðust inní lýðskrumarahreifinguna - má segja að þar hæfði skel kjafti og allt hið besta mál.   Geta þá þjóðrembingast þar af 1°samt lýðskrumast af litlu viti og minni en engri þekkingu og jafnvel útbúið athvarf þar fyrir almenna öfgamenn. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.8.2010 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband