Lævís bæjarstjóri

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ skrifar grein í Morgunblaðið í dag til að verja framsal orkuauðlinda til skúffufyrirtækis. Bæjarstjórinn veit sem er að Magma-málið er subbuskapur frá upphafi til enda þar sem útrásarafgangar voru settir í græðgispottrétt til að hulduhluthafar mættu græða á kostnað almennings.

Þess vegna reynir Árni að selja lesendum Magmamálið sem glæst einkaframtak á borð við verkfræðistofur sem starfað hafa hér á landi í áratugi. Rökfimi af þessu tagi er stundum kölluð heilahopp. Í leiðinni skýtur hann á Björk Guðmundsdóttur söngkonu fyrir að borga ekki skatta hér á landi og það heitir níð.

Til að toppa undirferlið talar bæjarstjórinn um nýtingarrétt til Magma. Hann nefnir ekki að nýtingarrétturinn sé til 65 ára - og er það ígildi eignaréttar.

Málsvörn bæjarstjórans fyrir Magma-málið staðfestir sukkið suður með sjó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er hlutverk bæjarstjórans að koma hjólum atvinnulífsins í bæjarfélaginu í gang, því ekki gerir ríkisstjórnin það. Fyrir það á hann ekki skilið þessar rætnu yfirlýsingar þínar, Páll.

Ragnhildur Kolka, 9.8.2010 kl. 10:43

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ragnhildur, það er ekki sama hvernig hlutirnir eru gerðir. Magmamálið er skelfing frá upphafi til enda. Ef þú meinar það virkilega að bæjarstjóri eigi að snúa hjólum atvinnulífsins hlýtur þú að vilja opinberan rekstur. Magma-málið snýst um að einkavæða gróðann en veit tapinu til almennings.

Páll Vilhjálmsson, 9.8.2010 kl. 11:05

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það slæma við einkavæðingu HS er, að sveitarfélögin munu aldrei geta keypt fyrirtækið aftur. Ef salan verður látin ganga til baka þá verður það á kostnað Ríkisins en íbúar Reykjanesbæjar, Grindavíkur og Hafnarfjarðar munu áfram njóta orkunnar á svipuðu verði og aðrir landsmenn. Af þessum ástæðum er ég algerlega sammála þér Páll. Árni Sigfússon hefur brugðist í starfi og ef hann hefði starfað fyrir einkafyrirtæki væri það fyrirtæki löngu komið í þrot. Hvers vegna hann nýtur enn trausts til að stýra Reykjanesbæ er mörgum hulin ráðgáta

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.8.2010 kl. 12:25

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hver er að tala um opinberan rekstur? Hlutverk bæjarstjórans er að sjá til þess að rammi atvinnulífsins sé í lagi svo líf bæjarbúa gangi snuðrulaust fyrir sig og fólk vilji (geti) búið þar. Það er mikið verk þegar atvinnuleysi á svæðinu er það mesta á landinu og sem um munar.

Auðlind sem ekki er nýtt skilar engum hagnaði. Því er tómt má að tala um að útlendingar hirði gróðann og Íslendingar sitji eftir með tapið. Suðurnesjamenn sitja eftir með tap af eign sem ekki er nýtt.

Ríkisstjórnin hafði tækifæri til að koma í veg fyrir kaup Magma á framleiðsluréttinum, gerði það ekki af því hún hafði hvorki fé til kaupanna né til nauðsynlegra framkvæmda.

Vilji menn breyta einhverju á að einbeita sér að leigutímanum og ganga frá ófyrirséðum lausum endum. Það væri gáfulegra en fá það orðspor á landið að við séum bavíanar sem ekki sé treystandi í samningum.

Ragnhildur Kolka, 9.8.2010 kl. 12:27

5 Smámynd: Benedikta E

Það var nú ekki aðallega fjármagnsskortur sem hamlaði Steingrími að gera það sem gera þurfti í Magma-málinu - heldur var ástæðan fyrir því að Steingrímur dró lappirnar var andstaða Samfylkingarinnar í málinu - gegn vilja Vg. sem lét Samfylkinguna að sjálfsögðu kúga sig.

Benedikta E, 9.8.2010 kl. 16:55

6 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Hnitmiðið greining hjá þér Páll á grein Árna Sigfússonar.

Jón Baldur Lorange, 9.8.2010 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband