Lýðræði er kallfæri við valdið

Evrópusambandið er heildarsamtök ríkja sem stefna að samruna. Að stofni til er það efnahagsbandalag en hefur æ fleiri einkenni sambandsríkis. Höfuðborgin er Brussel og þangað flyst sífellt meira af völdum sem áður voru hjá þjóðríkjunum.

Jónas Kristjánsson er hallur undir aðild og telur helsta kostinn við Evrópusambandið vera stjórnsýsluna. Vestrænar hugmyndir um stjórnsýslu ganga flestar út á ábyrgð valdhafa gagnvart almenningi. Til að hægt sé að koma við þessari ábyrgð þurfa stjórnvöld og almenningur að eiga sameiginlegan vettvang þar sem umræða fer fram um valkosti og málum er ráðið. Jónas á aðild að þessum vettvangi hér heima með blogginu sínu. 

Ef svo illa færi að Ísland yrði aðildarríki myndu völd flytjast til Brussel án þess að aðrir en örfáir íslenskir embættismenn fengju aðild að umræðunni sem ákveður niðurstöðu mála. Eða hver ætli læsi jonas.is í Brussel?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki einu sinni embættismenn samfylkingar myndu eyða tíma sínum í slíkan lestur.

Evrópusambandið er enn ein miðstýringar katastrófutilraun Evrópu.  

Katastrófa að taka þátt í þess háttar tilraunastarfsemi.  Sumar tilraunir geta bara endað illa.

jonasgeir (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 10:45

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hmmm, hvernig endaði íslenska stjórnsýslutilraunin? Bara svona til umhugsunar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 8.8.2010 kl. 11:12

3 identicon

Hmmm, íslenska stjórnsýslan endaði með kosningum eftir hrun.  (Ekki þó beint vegna stjórnar ríkis heldur hruns einkabanka, en það er annað mál).

En kosningar eru málið.

Almenningur hefur ekkert kosningavald yfir Brussel. 

Bara það að geta kosið er stómál.  Þó aðrir kjánar verði kosnir inn er gott að geta losnað við þá sem fyrir eru, -nauðsynlegt..

jonasgeir (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 11:21

4 identicon

Sæll Páll, ef ég væri yngri, væri ég flúinn til Bruxelles. Fyrir tuttugu árum og það væri gott. Þá væri ég nú að skrifa á ensku og þýzku á www. jonas.be blóðugar skammir um skrifræði og fleira vont í Evrópusambandinu. Skammirnar væru áreiðanlega lesnar í fílabeinsturninum þar. Sennilega hefði ég þurft að lappa upp á frönskuna. Góð kveðja,

Jónas Kristjánsson (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 11:42

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Eru menn búnir að gleyma miðöldum, þegar valdið var í Kaupmannahöfn ?

Aðalsteinn Agnarsson, 8.8.2010 kl. 11:59

6 identicon

Sæll Páll. 

Sjálfur umræddur Jónas Kristjánsson commentar hér og það er örugglega rétt hjá honum hann væri ESB elítunni í Brussel skeinuhættur ef hann byggi þar og bloggaði undir jonas.be og tætti þá í sig skrifræðið, seinaganginn og forréttindi commisararáðana og maðkétna spillinjguna þar.

Jónas er og verður alltaf gagnrýnandi ríkjandi skoðana og ríkjandi kerfis.

Þó Jónas skrifi nú ólmur fyrir ESB aðild af því að það fer gegn ríkjandi skoðunum fólks og hann hefur gaman af því.  

Þá myndi hann örugglega verða harðasti gagnrýnandi ESB innlimunar landsins og Brussel elítunnar ef Ísland einhvern tímann álpaðist þar inn. 

Þá yrði hann á mjög skömmum tíma einn harðasti andstæðingur ESB valdsins á Íslandi

Ég vona samt að hvorugur okkar muni upplifa það og jonas.is haldi bara áfram að stríða okkur ESB aðildarandstæðingum sem viljum:

ÁFRAM ÍSLAND og EKKERT ESB !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 11:59

7 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Gjörspillt og getulaus íslensk valdastétt hugsar með skelfingu til þess að völd hennar minnki við inngöngu í ESB.

Íslenskir fjármagnseigendur mega ekki til þess hugsa að tapa krónunni, helsta verkfæri þeirra til að svíða okurvexti af almenningi. Getulausir valdhafar vilja ekki hugsa þá hugsun til enda að þeir geti ekki hringt í Seðlabankann til að láta hann prenta peninga þegar þeir eru búnir að eyða um efni fram. Þeir vilja heldur ekki tapa þeim möguleika að geta lækkað laun almennings á einu bretti með gengisfellingu.

Valdastétt og fjármagnseigendum hefur tekist að virkja þjóðernisrembu og útlendingahræðslu til að hjálpa sér í baráttunni við að vernda hagsmuni sína.

Að sjálfsögðu hræðast ESB andstæðingar umsóknarferlið. Það verður mun erfiðara að halda fram öllu bullinu þegar raunverulegur samningur liggur á borðinu. Þá er hætta á því að almenningur átti sig á raunverulegum hagsmunum sínum.

Finnur Hrafn Jónsson, 8.8.2010 kl. 12:20

8 identicon

Finnur Hrafn.

Ég tel þr´tt fyrir allt að íslensk valdastétt sé mun betur á vegi stödd en víðast hvar annarss staðar í Evrópu.

Eitt er alveg víst að ástandið myndi ekkert lagast í þeim málum við ESB aðild. Þvert á móti myndi ástandið versna því við ESB aðild fjölgar aðeins spillingartækifærunum og spenunum fyrir embættisaðalinn og valdastéttina til að vera á fóðrun og samtryggja sig.

Það eru fyrst og fremst hagsmunir okkar sem þjóðar að halda okkur utan við ESB en ekki einhverra vondra hagsmunaaðila sem þú telur upp án nokkurra raunverulegra raka.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 12:33

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Rök má eflaust færa fyrir því að í einstökum ríkjum Evrópusambandsins, t.d. Þýskalandi, Austurríki og Svíþjóð, sé stjórnsýslan komin á það menningarstig að fyrirmynd sé að. Stjórnsýslan í sjálfu Evrópusambandinu er hins vegar ekki til að hrópa húrra fyrir og þar þrífst spilling m.a. vegna skorts á lýðræðislegu aðhaldi.

Jónas staðfestir meginatriðið í bloggfærslunni minni, sem er að venjulegur Íslendingur ætti engan möguleika á að taka þátt í samevrópskum umræðuvettvangi. Í fyrsta lagi vegna þess að vettvangurinn er varla til sem slíkur og í öðru lagi yrði íslenska aldrei gjaldgeng á þeim vettvangi - ef svo ólíklega færi að vettvangurinn skapaðist.

Páll Vilhjálmsson, 8.8.2010 kl. 12:50

10 identicon

Það er orðið óþolandi að hlusta á fólk eins og Finn kenna um þjóðrembu þeirra sem ekki vilja ganga í ESB-ið og undir yfirrráð valdhafa þar.  Þorri þjóðarinnar vill ekki þangað inn.  En þorri þjóðarinnar er ekki með neina þjóðernisrembu.  Við erum að tala um sjálfstæði landsins, ekki þjóðerni.  Mér er skítsama um þjóðerni og fagna öllum útlendingum og ekki bara Evrópumönnum.  Við viljum bara ekki vera undir yfirráðum Evrópusambands þar sem Frakkar, Þjóðverjar og önnur nýlenduveldi munu ráða mestu.   

Alþjóðasinni (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 15:05

11 identicon

Hver var Jónas Kristjánsson..???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 18:59

12 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Jaðrar það ekki við þjóðrembu þegar Íslendingar telja sig vita betur en aðrar þjóðir. Flest minni ríki í Evrópu telja hag sínum betur borgið innan ESB en utan. Hvað er svo sérstakt við Ísland sem veldur því að það gildir ekki líka fyrir Ísland? Ég hef ekki heyrt nein haldbær rök fyrir því og þá kemur upp í hugann ýktur þjóðernisrembingur Íslendinga.

Sagt er að við Íslendingar missum sjálfstæðið við inngöngu í ESB. Það sama hlýtur þá að hafa gerst fyrir önnur minni ríki sem gengu í ESB. Af hverju eru ESB andstæðingar sáttir við að Ísland hafi sérstakt stjórnmálasamband við hérað í ESB eins og Danmörku?

Fullveldisafsalið er ekki meira en svo að við gætum hvenær sem okkur sýndist sagt okkur úr ESB ef okkur þykir að hagsmunum okkar sé ekki borgið innan ESB.

Finnur Hrafn Jónsson, 8.8.2010 kl. 20:16

13 identicon

Finnur.  Það er einfaldlega út í hött að bera saman Ísland og önnur ESB smáríki hvað auðlindir varðar.  Lega landsins, orkulindir og sjávarafurðir ætti að duga sem dæmi um ágæti landsins umfram aðrar smáþjóðir og slagurinn mun snúast um í samningagerðinni hvort við förum inn eða ekki.  ESB hafa nákvæmlega engu að tapa heldur allt að vinna með að innlima þetta 320 þúsund manna þjóðfélag, þas. ef auðlindirnar verða þeirra.  Annars er áhuginn nákvæmlega ekki neinn eins og gefur að skilja.

Að sama skapi er hægt að spyrja hvað hefur Evrópubandalagsrembingurinn með heil 12% af ríkjum heimsins sem meðlimi að gera í öll 88% sem eru ekki í því?  Er ekki örugglega fullt af áhugaverðum tækifærum fyrir þjóðina meðal 88% þjóða veraldar sem örugglega gefa ESB ekkert eftir nema að síður væri.

Ef ESB ríkjunum yrði steypt inn í Bandaríkin sem eitt fylki þeirra, þá myndi það standa við hlið Vestur - Virginíu hvað lífsskilyrði og auðæfi varðara.  Í 3 neðsta sæti af öllum fylkjum Bandaríkjanna.  Stórkostlegt hlutskipti.  Þeir sem þekkja til Vestur Virginíu geta örugglega vitnað til um hverslags dýrðarfylki það er. 

ESB er eitt ofmetnasta fyrirbæri jarðarinnar að Samfylkingunni meðtalinni.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 20:44

14 identicon

Finnur, þú segir: "Fullveldisafsalið er ekki meira en svo að við gætum hvenær sem okkur sýndist sagt okkur úr ESB ef okkur þykir að hagsmunum okkar sé ekki borgið innan ESB."

Þetta er alrangt. Við getum ekki sagt okkur úr yfirráðanetinu nema ef öll lönd innan sambandsins samþykki það. Öll með tölu. Glætan að Bretar og Spánverjar samþykki að missa fiskinn okkar þegar þeir verða farnir að veiða hann á fullu. Og held að vísu að ESB sé um 8% heimsins.  Þar fyrir utan eru 92%! Hvar kemur þjóðremba inn í dæmið? Hvergi, það er algerlega rangt að kenna þjóðrembu um að vilja ekki einangrast innan 8% heimsins og undir yfirráðum heimsvelda og nýlenduvelda í þokkabót. Hin litlu löndin héldu ekki endilega að þeim væri betur borgið inni í bandalaginu, heldur voru þvinguð inn meira og minna. 

Ólafur (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 22:22

15 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Guðmundur:
Meginregla ESB hvað varðar auðlindir er að hvert land ráði yfir og nýti sýnar auðlindir. Sbr. Bretar nýta sínar kolanámur og olíu t.d. Undantekningin er í sjávarútvegi þar sem um sameiginlega fiskistofna er að ræða. Þar kemur ESB til sögunnar. Einnig gildir viðmið um hlutfallslegan stöðugleika sem ætti að leiða til þess að Íslendingar ættu að geta náð ásættanlegum samningi um fiskveiðimál.

Aðild að ESB lokar ekki á öll samskipti við lönd utan ESB. Hvar hafa menn fengið þá flugu í höfuðið?

Ólafur:
Það að öll lönd ESB þurfi að samþykkja úrsögn eru nýjar fréttir fyrir mig. Getur þú bent á heimild fyrir þessari fullyrðingu?

Talandi um fiskinn. "Valdastéttin" sem ræður óháð því hvort hægri eða vinstri stjórn er við völd, hefur ákveðið að gefa 30-40 miljarða árlega auðlindarentu af fiskveiðum við Ísland til LÍÚ kvótagreifa. Meðan svo er, má almenningi vera slétt sama hvort auðlindarentan lendir í Brussel eða hjá kvótagreifum sem stinga af með fenginn til útlanda.

Finnur Hrafn Jónsson, 9.8.2010 kl. 02:59

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Þetta er alrangt. Við getum ekki sagt okkur úr yfirráðanetinu nema ef öll lönd innan sambandsins samþykki það. Öll með tölu."

Alrangt og ósannindi.  En líklega nýjasta mýta andsinna sem þeir munu endurtaka aftur og aftur og aftur - og svo enn aftur.

Allur málflutningur andsinna (ef málflutning skyldi kalla) er reyndar svona.  Rangindi og ósannindi.  Eitthvert þvaður bara.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.8.2010 kl. 10:36

17 Smámynd: Elle_

Ég hef heimilid um það, Finnur, og skrifaði um það:

GETUR LAND DREGIÐ SIG ÚT ÚR EU?

 
 
CAN A COUNTRY WITHDRAW FROM THE EU OR BE THROWN OUT?

A country can indeed leave the EU, but in principle this requires the consent of all Member States.

There is nothing in the current Treaty provisions on procedure for the withdrawal of a country, but Greenland set an example by leaving the EC in 1985.

A country cannot be expelled from the EU. On the other hand, it is possible for certain of a country’s rights in the EU, including voting rights in the Council, to be suspended. This can happen if a Member State has seriously and consistently violated the principles on which the EU is based: freedom, democracy, respect for human rights and fundamental freedoms and the principle of the rule of law, which means that the EU’s rules are applied and their observance is ensured.

http://www.eu-oplysningen.dk/euo_en/spsv/all/20/

Ómar, þú ert sjálfur að fara með kolrangt mál þarna. 

Elle_, 9.8.2010 kl. 14:17

18 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Svo lengi sem enginn getur bent á ákvæði í aðildarsamningum um að eitt land geti ekki sagt þeim upp nema með samþykki allra ESB landa tel ég að þessi fullyrðing sé ósönnuð. Það sem vísað var í var án tilvísunar í samninga.

Finnur Hrafn Jónsson, 10.8.2010 kl. 07:43

19 identicon

Ekkert land innan sambandsins er undanskilið lögum þess, Finnur, og samningar falla undir lög þess og skiptir engu hvað þú snýrð þessu oft. Lestu um mál landa þar, þú virðist ekki vita nóg um yfirráðasambandið, sem þú vilt samt að landið gangi í. 

Ólafur (IP-tala skráð) 10.8.2010 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband