Laugardagur, 7. ágúst 2010
Ríkisbankar viðhalda ónýtum rekstri
Ríkisbankarnir þrír, Landsbanki, Arion og íslandsbanki, starfa í siðferðilegu tómarúmi þar sem enginn ber ábyrgð, og viðalda ónýtum atvinnurekstri og fresta endurreisn efnahagslífsins. Fjöldamörg fyrirtæki eru rekin af bönkum í stað þess að þau fari í þrot.
Friðrik Friðriksson rekur í bloggi sínu dæmi um hvernig ríkisbankarekstur smásöluverslana fer með byggingavörumarkaðinn.
Ríkisbankarnir starfa í skjóli ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. sem ber ábyrgð á stefnuleysi þar sem hrunvaldar meðal bankastarfsmanna efna til nýrrar spillingar með fyrirtæki sem komin eru í eigu bankanna.
Athugasemdir
Helsta ástæða þessa er að kröfueigendur þaes. bankarnir sjálfir þola ekki uppgjör þessarra þrotabúa þar sem þeir færu þá sjálfir beint á hausinn. Þannig tryggja vitleysingar hins opinbera endanlegan hámarksskaða enda í rauninni sama gjörspillta vitfirringahjörðin sem stýrir þessu bankarugli og setti það skipulega á hausinn.
Trúlega hækka skattar um 30-40% amk. á næstu misserum til að reyna að halda lífi í þessarri svikamyllu sem og risavöxnum atvinnuleysisgeymslum hins opinbera.
Baldur Fjölnisson, 7.8.2010 kl. 21:49
,,???? rekur í bloggi sínu dæmi um hvernig ríkisbankarekstur smásöluverslana fer með byggingavörumarkaðinn."
Hvað andsk....s vitleysa er þetta ?
Þetta áttu þessi snillingar að hugsa áður en þeir sjálfir komu fjármálakerfinu á hausinn !!!
Það er engin vandi að koma með fullt af athugasemdum , en þessir sömu voru aðalleikendur í öllu ruglinu !!!
Því miður ertu allur að vilja gerður að taka undir með þessum drullusokkum, enda virðist þú vera á lanum við að koma þeirra sjónamiðum á framfæri !!!
JR (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 00:50
Fyrir nokkrum árum voru mestu fjársvikamöguleikar á mið hins opinbera í mennta- og heilbrigðiskerfinu (búið að stela fjármálakerfinu) og núna sitjum við uppi með risavaxin og óuppgerð þrotabú í þessum geirum. Þessi ruslahaugur er í rauninni enn verri en bankaruglið og alheiladauðasta hórudót fjórskipta einflokksins hróflaði honum upp síðustu 2-3 áratugina.
Baldur Fjölnisson, 8.8.2010 kl. 01:18
Eitthvað af þessu rusli er víst í rannsókn en það er bara brot af einkavinum fjórskipta einflokksins sem er sjálfsagt fórnað til að draga athyglina frá miklu stærri dæmum. En skrípaháskólar og "tækniskóli" með tvo skólameistara og ellefu skólastjóra og fimmtán aðra stjóra fara vonandi líka í rannsókn áður en Álþingi samþykkir skattahækkanir til að svíkja rekstur þeirra áfram.
Baldur Fjölnisson, 8.8.2010 kl. 01:29
Hef ekki geta skilið hversvegna þessi fyrirtækji eru/voru ekki látin fara beint í gjaldþrot í stað þess að bankarnir halda þeim á floti og virðast dæla pening inn í þau. Ekki er að sjá að reksturinn hafi annað en þanist út í skjóli nýrra eigenda. Þá átta ég mig ekki á hvað það virðist lítið hafa verið gert úr hruni Sjóvá og eigenda þess tryggingarfélags. Stjórnvöld létu okkur taka yfir ábyrgð á ráni eigenda þess eftir að þeir höfðu tæmt sjóði þess og sögðu að það væri verið að verja tryggingarþega félagsins. Á samatíma og þrjú önnur fryggingarfélög lýstu því yfir að þau gætu, hvert fyrir sig, hæglega tekið allar tryggingar Sjóvá, eða í versta falli mætti skipta þeim á milli þeirra. Nei jarðfræðingurinn og kennarinn, ráðherrarnir, vildu setja ríkisábyrgð ónýt skuldabréf sem til voru í tryggingarsjóði Sjóvá til áframhaldandi rekstrar þess félags. Nú verður ríkissjóður að taka á sig skellinn þar sem greiðendur eru komnir í þrot. Ef þetta er rétt skilið hjá mér þá átta ég mig ekki afhverju þetta hefur ekki fengið neina umræðu.
Björn (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 04:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.