Icesave og Magma; samsæri gegn þjóðarhag

Ríkisstjórn sem yrði uppvís að selja erlendum fjárglæframönnum auðlindir þjóðarinnar til að borga óreiðuskuldir einkabanka og gera það í samvinnu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og meðhlaupurum útrásar - sú ríkisstjórn er þjóðinni hættuleg og þarf strax að víkja.

Ríkisstjórn sem tæki þátt í að skipuleggja ráðstefnu þar sem rætt er um efnahagslega framtíð þjóðarinnar undir þeim formerkjum að Icesave-vandinn sé tengdur sölu á orkuauðlindum til Magma er dómgreindarlaust skrípafyrirbæri. Þegar útrásarafgangar og meðhlauparar auðmanna eru settir við háborðið með ráðherrum lýðveldisins stappar dómgreindarleysið nærri brjálsemi.

Svipan birti í morgun dagskrá fundar sem á að hafa verið haldin í New York 8. apríl í vor. Ráðstefnan hlýtur að vera uppspuni því hverjum dytti í hug að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra léti sjá í á pallborði með Árna Magnússyni, yfirhönnuði Magma-málsins og Ásgeiri Margeirssyni forstjóra Magma á Íslandi  og meðhlaupara Jóns Ásgeirs og Hannesar Smára. Og ekki myndi ríkisstjórnin samþykkja að aðalsamningamaður hennar í Icesave-viðræðunum, Lee C. Buchheit, tæki þátt í slíkri uppákomu.

Utanríkisráðuneyti Össurar sá um að skrá á ráðstefnuna og þátttakendur voru beðnir að greiða 90 dollara þátttökugjald, - helst með kreditkorti.

Eins og fyrr segir hlýtur ráðstefnan að vera tilbúningur og pdf-skjalið með dagskrá fundarins að vera falsað. En það renna á mann tvær grímur þegar í ljós kemur að skjalið er vistað á heimasíðu Víðskiptaráðs Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Íslenska stjórnsýslan hefur alltaf þjónað hagsmunaaðilum ef ekki beinlínis verið stjórnað af hagsmunasamtökum. Bændasamtökin ráða landbúnaðarmálum, L.Í.'U ræður sjávarútvegsmálum, Viðskiptaráð og samtök banka og fjármálafyrirtækja ráða Viðskiptaráðuneytinu og fjárfestar ráða Iðnaðarráðuneytinu. Hvenær hafa Ríkisstjórnir starfað í þágu almannahagsmuna eða þjóðar og komandi kynslóða? get ekki nefnt dæmi um það í fljótu bragði.  Þessvegna þarf þessi stjórn að víkja og við verðum að fá að kjósa nýtt fólk sem mögulega er traustsins vert, hvar í flokki sem það stendur annars

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.8.2010 kl. 13:18

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gott hjá þér að draga þetta fram í dagsljósið.

Þarna sést hvernig þetta var plottað leynt og ljóst og með hverjum og hverjir voru þar að baki.

Gunnlaugur I., 7.8.2010 kl. 14:24

3 identicon

,,Íslenska stjórnsýslan hefur alltaf þjónað hagsmunaaðilum ef ekki beinlínis verið stjórnað af hagsmunasamtökum. Bændasamtökin ráða landbúnaðarmálum, L.Í.'U ræður sjávarútvegsmálum, Viðskiptaráð og samtök banka og fjármálafyrirtækja ráða Viðskiptaráðuneytinu og fjárfestar ráða Iðnaðarráðuneytinu. Hvenær hafa Ríkisstjórnir starfað í þágu almannahagsmuna eða þjóðar og komandi kynslóða? get ekki nefnt dæmi um það í fljótu bragði."

Fyrir gefðu Páll Vilhjálmsson , er það ekki rétt að þú sért einmitt í vinnu við að framkvæma það sem hér er verið að nefna ????????

Vinna fyrir gjörspillta handónýta stjórnsýslu á milljóna launum , allt í andstöðu við fólkið í landinu !!!!

JR (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband