RÚV biðjist afsökunar

Fréttastofa RÚV á að flytja fréttir en ekki hanna atburðarás í fjölmiðlum til að lyfta einum málstað umfram annan í þjóðfélagsumræðunni. Síðustu daga er fréttastofan ber að óvönduðum vinnubrögðum sem hafa þann eina tilgang að bæta málefnastöðu aðildarsinna á Íslandi.

Hér er ekkert gamanmál á ferðinni. RúV og fréttastofan verða að gera hreint fyrir sínum dyrum og biðjast afsökunar á ítrekuðum tilraunum til að afvegaleiða umræðuna um aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að gera því skóna að LÍÚ sé hlynnt aðildarviðræðum.

Boltinn er hjá þér, RÚV.


mbl.is Formaður LÍÚ: Ummæli slitin úr samhengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Þetta var alls ekki Adolf Guðmundsson þetta var eftirherma. Það er mjög alvarlegt að RÚV skuli standa fyrir svona uppákomu.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 6.8.2010 kl. 15:11

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ríkisútvarpið hefur endanlega afhjúpað sig.

Hjörtur J. Guðmundsson, 6.8.2010 kl. 15:24

3 identicon

Ekkert nema gott að ESB sinnar sýna sitt rétta andlit í áróðursdeildinni og augsýnilega búið að smyrja Rúv áróðursvélina með ESB milljörðunum.  Lygadellan er sprungin framan í andlitið á þeim sjálfum og er dýrmætt innlegg í baráttu ESB andstæðinga.  Vonandi verða milljarða ESB spunadeildin staðin að enn meiri sóðaskap sem oftast.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 15:29

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það sem þið einangrunarsinnar verðið að átta ykkur á, er að við sem viljum að aðildarviðræðurnar fái að hafa sinn gang, sættum okkur ekki við alla þvæluna sem fylgir ykkur. Þið hafið umræðuna því að verulegu leyti í ykkar hendi. Minnkið þvæluna, hafið sannleikan að leiðarljósi og þá minnkar eðlilega ofanígjöfin. Ef ekki, mun verða hraunað yfir ykkur.

Atli Hermannsson., 6.8.2010 kl. 15:59

5 identicon

Atli Hermannsson.  Kannski er ekki nema von að ykkur gengur jafn illa að ljúga þjóðina til að gangast undir einangrunina sem ESB fylgir, ef að þú ert dæmigerður blogglúður dýrðarveraldarinnar sem AÐEINS 25% ÞJÓÐARINNAR vilja fá að skoða betur. 40% samfylkingarkjósenda vilja segja STOPP NÚNA!

Gaman að sjá ESB mannvitsbrekku tala um þvælu og ætla að hrauna yfir 70% þjóðarinnar sem segir NEI hingað og ekki lengra með að henda 7 milljörðum í eitthvað sem er borin von að verði samþykkt.  Að 70% vilja ekki sjá sannleikann....  

Erum við ekki búnir að sjá sannleikann?  Hvað er svona flókið? Allt er meira og minna vitað og núna er komið á hreint að, ENGAR UNDANTEKNINGAR VERÐA GERÐAR HVAÐ FISKVEIÐIMÁLEFNI VARÐAR...!!!!  Þá er það á hreinu, og þjóðin getur kosið strax um hvort við viljum vera inni eða úti.

Sennilega hefurðu ekki minnstu hugmynd um að ESB er nákvæmlega 12% af heiminum, og að við ættum að einangra okkur frá 88% veraldarinnar fyrir snillinga eins og þú er afar greindarlegt eins og mál standa.  ESB dýrðarveröldin yrði 3 fátækasta fylki Bandaríkjanna ef það yrði innlimað í þau.  Við hliðina á Vestur Virginíu, og þeir sem þangað hafa komið geta örugglega sagt þér að það yrði varla mjög eftirsóknarvert hlutskipti.

En auðvitað veit 25% mun betur en 75% þjóðarinnar.  Minnihlutinn alvitri er jú kratakommarnir stórkostlegu.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 16:39

6 identicon

Gott er að til eru enn alþjóðasinnar.

Gott er að til er fólk sem stendur gegn áróðursmaskínu ESB innlimunarsinna.

jonasgeir (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 16:39

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

"við sem viljum að aðildarviðræðurnar fái að hafa sinn gang, sættum okkur ekki við alla þvæluna sem fylgir ykkur"

Atli Hermannsson telur, sem sagt, sjálfsagt að RÚV hanni fréttaflutning ef það kemur aðildarsinnum til góða. ESB aðildarsinnar láta sér ekki nægja að nota utanríkisráðuneytið á siðlausan hátt til að reka áróður sinn, nú á að keyra á fullt og fréttastofa RÚV lögð undir óskhyggju Samfylkingarinnar.

Hefði ekki verið einfaldara að bjóða landsmönnum uppá upplýsandi umræðu? Við erum sögð ein menntaðasta þjóð í heimi og flest læs og skrifandi.

Ragnhildur Kolka, 6.8.2010 kl. 16:40

8 identicon

Komið þið sæl; Páll - og gestir hans !

Atli Hermannsson !

Ég tel þig; skynugri mann en svo, að kalla okkur Evrópusambands andstæðinga einangrunar sinna. Ég hefi margsinnis; á minni síðu, ítrekað þörfina fyrir stóraukin samskipti, við hinar heimsálfurnar, ágæti drengur, líkt og margir annarra.

Því; ættir þú, að draga þetta óþarfa skenz þitt, þegar til baka, Atli minn, og viðurkenna, að Evrópu skaginn, er aðeins lítill útnári, út frá Asíu hinni miklu; þér, að segja.

Og; einungis tímaspurslmál, hvenær Evrópa verði innlimuð, af hálfu þróttmikilla Asíu ríkjanna, inn í þá miklu víðáttu - austur þar.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:14

9 Smámynd: Atli Hermannsson.

Er þetta ekki alveg týpískt. Ég var með smá hæðnistóni og óbeint að segja að kannski ættu þið andstæðingar inngöngu í ESB einhverja sök á því af hverju umræðan leitar alltaf í einhverja misþroska þvælu og innantómar endurtekningar og upphrópanir.

En þá er ég að sjálfsögðu strax uppnefndur blogglúður og talinn mannvitsbrekka -  í neikvæðri merkingu að sjálfsögðu. Við Ragnhildi vil ég aðeins segja þetta; vinsamlega legðu af þann dónaskap sem t.d. Jón Valur hefur tileinkað sér, að svara mönnum í þriðju persónu. 

Atli Hermannsson., 6.8.2010 kl. 17:21

10 identicon

Er það andstæðingum innlimunar í gamla heim Evrópu að kenna þegar rangfærslur eru stundaðar á RÚV varðandi þetta málefni?

Ert þú ekki dálítið skrýtin blogglúður í hæðnistón, Atli Hermanson?

jonasgeir (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 17:31

11 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæll og ævinlega blessaður Óskar.. ég sá ekki innleggið þitt. Að sjálfsögðu er það lélegt af mér að nota þennan frasa, sem segir lítið og espir því meira - líklega þess vegna sem ég notaði hann.  En hvað heldur þú að ég hafi ekki oft verið uppnefndur þjóðníðingur, landráðamaður, kvart Íslendingur og sitthvað fleira í þeim dúr af andstæðingum aðildar.

Ég skrifaði í mörg ár, eða frá 2002 á Innherja á Vísi um sjávarútvegsmál undir nikkinu floyde. Eins og þú veist Óskar þekki ég nokkuð vel til á þeim vettvangi. Það leiddi af sér að ég skrifaði um tíma fasta pistla um þau mál á Pressunni undir sama dulnefni sem ritstjóri tók ábyrgð á. Ég fékk mörg hundruð athugasemda sem öll voru á jákvæðum nótum og málefnaleg. Ég var aldrei uppnefndur eða vændur um eitt né neitt - nema einu sinni af LÍÚ. En svo þegar ESB málin dúkka upp verður allt einhvern veginn vaðandi í upphrópunum og dellu sem ég kann ekki við og á ekki betur með að þola en þú Óskar. Með kærri kveðju úr Kópavoginum. AH.      

Atli Hermannsson., 6.8.2010 kl. 17:57

12 identicon

Atli.  Það er athyglisvert að þegar þér er svarað í sömu mynt, þá er það auðvitað misskilningur það sem þú setti frá þér.  Gott ef ekki Evrópugrín.  Ætla að vona að þú hafir ekki neinar áætlanir að gera uppistand og almennt grín að fullu starfi.  Þú skrifaðir.:

"Það sem þið einangrunarsinnar verðið að átta ykkur á, er að við sem viljum að aðildarviðræðurnar fái að hafa sinn gang, sættum okkur ekki við alla þvæluna sem fylgir ykkur. Þið hafið umræðuna því að verulegu leyti í ykkar hendi. Minnkið þvæluna, hafið sannleikan að leiðarljósi og þá minnkar eðlilega ofanígjöfin. Ef ekki, mun verða hraunað yfir ykkur.

Undirstrikuð eru þín orð sem eru beint árásir, níð, lygar um og jafnvel hótanir gagnvart okkur sem erum efins um ágæti ESB dýrðarveraldarinnar, og mælum fyrir munn mikils meirihluta þjóðarinnar hvað það varðar.  Frekar athyglisvert af þér að ætlast til að verði svarað á einhvern annan hátt en þú tjáir þig. 

Sennilega getum við fullyrt að við tölum fyrir þjóðina, miðað við venjulegar skilgreiningu þess að meirihlutinn ræður.  Við erum þjóðin, þó svo Samfylkingarleiðtogar vilja reglulega draga slíkt í efa, sem og skilgreiningunni "að fólk er fífl" og er ekki þess vert að taka ákvarðanir fyrir sjálft sig í stórum málum, ef það hugnast ekki boðskapurinn sem flokkurinn boðar.  Núna eru aðeins 25% þjóðarinnar (fylgi Samfylkingarinnar í dag) sem vilja endilega kasta 7 milljörðum í að fá að kíkja í ESB pakkann, og fá svör sem allir vita hver verða.

Vonandi aðvararðu okkur "einangrunarsinnana" næst ef þú ætlar að grínast við okkur sem föttum Evrópuhúmorinn.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 18:33

13 identicon

Ég tók eftir því að RÚV hefur nú link á viðtalið í heild sinni. Ég verð nú að segja að efitr að hlusta á það, þá hefði ég hefði líka "mis"-skilið Adolf á þann hátt að hann vildi klára aðildarviðræðurnar. Ég hvet alla til þess að hlusta á viðtalið í heild sinni.

Bjarni (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 20:11

14 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er skrítinn söfnuður sem telur að RÚV reki áróður fyrir aðild að ESB. Fréttin um formann LÍÚ er einföld frásögn sem er ekki hægt að misskilja - hann telur að það sé betra að klára málið af festu og er sannfærður að ekki komi til greina að ganag í ESB að þeim loknum. Á hverju á RÚV að biðjast afsökunar?

Hjálmtýr V Heiðdal, 6.8.2010 kl. 21:15

15 identicon

Vonandi skýrir þetta eitthvað fyrir blinda ESB sinna um hvað málið snýst og hvers vegna RÚV á að leggja fram afsökunarbeiðni.:

6. Ágúst 2010 | ÚTVEGURINN

Yfirlýsing formanns LÍÚ: Engin breyting á afstöðu LÍÚ til aðildar Íslands að ESB

 

Adolf_officialAð gefnu tilefni vill undirritaður árétta að engin breyting hefur orðið á afstöðu LÍÚ til aðildar að Evrópusambandinu. Ummæli mín undir lok viðtals í síðdegisþætti á Rás 2 í sl. miðvikudag voru í fréttum RÚV síðar þann sama dag af einhverri ástæðu slitin úr samhengi við annað sem ég hafði sagt fyrr í þættinum.

LÍÚ hefur um árabil lýst þeirri afstöðu samtakanna að Ísland eigi ekki erindi inn í Evrópusambandið.  Ríkisstjórn Íslands sótti hins vegar um aðild að ESB þvert á vilja meirihluta þjóðarinnar. Ég lýsti því í viðtalinu að ég teldi óraunhæft að reikna með því að umsóknin yrði dregin til baka og átti þá við að ég sé engin merki þess að ríkisstjórnin geri það, sem þó væri auðvitað hið eina rétta í málinu. Í ljósi þess bæri okkur skylda til þess - eins og ávallt þegar hagsmunir Íslands eru í húfi  - að ná eins góðum samingum fyrir Íslands hönd og kostur væri.

Ég tel að það komi strax í ljós í aðildarviðræðunum, að það eru engin líkindi til þess að við náum viðunandi samningi fyrir Íslands hönd eins og ég lýsti í viðtalinu.

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ

--------

(Feitletrun er undirritaðs)

http://www.liu.is/frettir/nr/1233/

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.8.2010 kl. 21:37

16 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Kæri Atli, það skiptir ekki megin máli í hvaða persónu ég ávarpa þig. Það sem skiptir máli er að þú virðist ekki skilja að hlutverk RÚV er að vera útvarp allra landsmanna en ekki áróðursmiðstöð Samfylkingarinnar.

Fyrir okkur, þessi 70% þjóðarinnar sem kærir sig ekki um EU-aðild, en neyðist til að borga afnotagjöld af RÚV, skiptir það máli að miðillinn flytji fréttir en nýti ekki sitt skapandi afl til að búa þær til.

Það er svo ótal margt annað sem við gætum hugsað okkur að láta fé og orku renna til.

Ragnhildur Kolka, 7.8.2010 kl. 01:40

17 Smámynd: Atli Hermannsson.

Rétt hjá þér Ragnhildur, Rúv á ekki að vera áróðursmiðstöð eða málpípa ákveðinna afla.

Minni bara á að á árinu 2002 tókst LÍÚ að fá fiskifræðinginn og fréttamanninn Magnús Þór Hafsteinsson rekinn frá Ruv. Hann hafði þá um tíma séð um Auðlindina og inn á milli flutt fréttir sem voru sérhagsmunaöflunum ekki þóknanlegar. LÍÚ skrifaði þáverandi útvarpsstjóra þrjú dæmalaus kvörtunarbréf og krafðist þess að Magnúsi yrði vikið úr starfi. Ef þig langar að vita hvernig þeir starfa þessir kappar - þá get ég sent þér kópíur af bréfunum.  

Atli Hermannsson., 7.8.2010 kl. 03:18

18 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það er ljóst að framtíðarfyrirkomulag almannaútvarps á Íslandi þarf að hugsa frá grunni. Því miður virðast allir stjórnmálaflokkar hér vera fastir í hugsun 3. áratugar síðustu aldar og skorta sýn á framtíðina hvað RÚV varðar. Sjá hér.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 7.8.2010 kl. 09:11

19 identicon

Augljóst dæmi um Damage-control hjá Adolfi. Og svo koma nytsamir hálfvitarnir (MBL og Páll) og taka þátt í leiknum.

Jakob Andersen (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband