Fimmtudagur, 25. janúar 2007
Samfylkingin: Til hægri snú
Tveir þingmenn Samfylkingarinnar töluðu eins og hreinir frjálshyggjumenn úr ræðustól á Alþingi í dag og kröfðust þess að opinberir aðilar trufluðu ekki markaðslögmálin. Tilefnið var umræða um kaup Íslandspósts á ljósritunarfyrirtækinu Samskiptum.
Þingmennirnar Björgvin G. Sigurðsson og Katrín Júlíusdóttir kröfðust þess að ríkið færi af samkeppnismarkaði og á þeim var að skilja að fátt væri heilagra en að markaðslögmálin svokölluð fengu að njóta sín.
Kýs maður ekki Sjálfstæðisflokkinn til að standa vörð um markaðinn?
Athugasemdir
Þetta er magnað. Svo má ríkið heldur ekki selja þennan rekstur. Sjónarmið Samfylkingar og VG er að ríkið verður að standa fyrir ýmiskonar atvinnurekstri, póstdreyfingu, fjölmiðlun, bjórsölu svo eitthvað sé nefnt, en svo má ríkið alls ekki gera þennan atvinnurekstur sinn samkeppnishæfan því þá er verið að trufla markaðslögmálin. Stórbrotið.
Annars kýs ég nú ekki Sjálfstæðisflokkinn af einskærri hamingju með allt á þeim bæ, það er bara svo langt frá því að eitthvað annað skárra sé í boði.
Friðrik VI (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 08:49
Amen.
Björn Berg Gunnarsson, 25.1.2007 kl. 15:15
Sælir,
heldur hafa menn farid fram úr sjálfum sér þegar ætla á Samfylkingunni titilinn verndari markadarins og frelsi einstaklingsins. Geta menn ekki sannmælst um ad hér bera hin s.k. borgaralegu öfl sameiginlega ábyrgd. Sjálfstædisflokkurinn hefur verid í forystuhlutverki þessa málaflokks nokkud oft en alls ekki alltaf. Hann hefur einnig stadid fyrir heftandi adgerdum en alla jafna fengid til þess studning jafnadarmanna og annarra.
Óraunhæfar lysingar um "rússneskan ríkisbúskap..." og óljósar fullyrdingar um "raunverulegt samkeppnisumhverfi ..." eru til vitnis um hve sumum gengur illa ad fóta sig í litrófi íslensks sjtórnmálalífs. Endalausar naflaskodanir, sem fyrir löngu eiga ad hafa skilad kristaltærri stefnu, virdast hafa valdid mönnum kvillum sem ekki sér fyrir endann á. Á medan fitna róttæk öfl, sem eiga lítid skylt vid frjálslyndi, eins og púkinn á fjósbitanum.
S flokkarnir eiga fjölmörg sameiginleg stefnumid, greinir lítillega á í sumum málum og í afar fáum eru menn algerlega ósammála. Adallega Evrópumálum tel ég. Frjálslynd öfl mega oftar taka höndum saman og standa vörd um sameiginleg markmid. Ég er t.d. ósammála Steingrími hér ad framan ad lausn felist í mikilli eflingu eftirlitsstofnana ef styrkja á og vernda markadinn en ég er jafnframt viss um ad vid gætum sest nidur og komist ad sameiginlegri nidurstödu um naudsynlegt frelsi og sameiginlega ábyrgd einstaklinga og fyrirtækja í atvinnulífinu. Ég ber reyndar einnig von í brjósti ad hægt væri ad ræda vid einstakling á bord vid Ægi, þrátt fyrir stórkarlalegar lysingar um fjötra bændastéttarinnar o.s.frv., og fá hann til þess ad stydja frelsi einstaklingsins en taka ekki t.d. undir ymis gælumál síns flokks sem snúa ad því ad hafa vit fyrir fólki.
Eg vil ad endingu taka undir gagnryni Samfylkingarþingmannanna tveggja, svona almennt séd, en er ekki viss hvort thad sé á ábyrgd ríkisstjórnar hvort Íslandspóstur verdi sér út um ljósritunarvélar.
Kvedja úr danaveldi
Ólafur Als, 26.1.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.