Forsætisráðherra hótað

Vanhæfur maður fær tilnefningu í opinbera nefnd og upp kemst áður en skipað er í nefndina. Forsætisráðherra neitar réttilega að skipa viðkomandi og málið ætti að vera úr sögunni. En nei, sá vanhæfi hótar að

verði hann ekki skipaður í nefndina muni hann væntanlega sjálfur skoða málið og birti það sem hann kemst að.

Sveinn Margeirsson er jafn vanhæfur í málinu hvort sem hann situr í nefndinni eða ekki. Vitanlega getur hann fyrir eigin reikning gert þær athuganir sem hugurinn stendur til. Belgingur um að hann eigi tilkall til að sitja í nefndinni þrátt fyrir vanhæfi sýnir dómgreindarleysi.


mbl.is Vill ekki skipa Svein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sveinn Arason ríkisendurskoðandi er kvæntur Jónu Möller, systur Kristjáns Möller.

Lárus Ögmundsson yfirlögfræðingur ríkisendurskoðunar er kvæntur Hildigunni Sigurðardóttur, systur Jóhönnu Sigurðardóttur.

Í ljósi þessara tengsla veltir maður því fyrir sér hvort Ríkisendurskoðun sé hæf til að endurskoða stofnanir á vegum ríkisins sem heyra undir þessi ráðuneyti.

Afstaða forsætisráðherra verður þess valdandi að maður veltir því fyrir sér hvort Sveinn Margeirsson hafi verið of duglegur í rannsókn sinni á Byr og Exeter.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 22:05

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Vonandi lætur Sveinn ekki deigan síga og upplýsir sem mest af aðdraganda Magma-málsins þ.m.t. stórundarlega einkavæðingu.

Páll Vilhjálmsson, 5.8.2010 kl. 22:10

3 identicon

Af hverju er verið að losa sig við mann sem þekktur er fyrir að uppræta spillingu og unnið að því ötullega?  http://verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/

Valgerður Baldursdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 22:37

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Er einhver á Íslandi hæfur í eitt eða neitt nú orðið?  Það þarf fjanda kornið ekki nema 5 eða 6 ættliði til að geta spyrt alla Íslendinga saman sem þremenninga og þar með vanhæfa;)  Ég þekki ekkert til þessa fólks, en það þarf stundum líka að líta til hæfni, ekki bara að viðkomandi sé óskyldur einhverjum aðila sem gæti verið skyldur fram í ættir einhverjum öðrum sem gæti verið að sofa hjá þriðja aðila

Kveðja

Arnór Baldvinsson, 5.8.2010 kl. 22:44

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Vanhæfisreglur má að ósekju hafa betur í heiðri en verið hefur. Ef það er tilfellið, sem segir í athugasemdum hér að ofan, að maður hafi verið settur úr opinberri nefnd vegna þess að hann sé of gagnrýninn, og til þess beitt vanhæfisreglu, er erfitt að bregðast við. Sveinn gerði rétt í að birta það efni sem hann hefur unnið enda veitir ekki af gagnrýni í umræðuna.

Páll Vilhjálmsson, 5.8.2010 kl. 23:04

6 identicon

Tek undir með Elínu Sigurðardóttur hér að framan.

Stórskrýtinn viðsnúningur og mjög langsóttur rökstuðningur hjá forsætisráðherranum. Er það af því þotan frá Kanada með Jóhönnu og Hrannari lenti í þoku, varð að snúa frá Keflavík til Reykjavíkur og fara þaðan aftur til Keflavíkur með Jóhönnu sem vildi ekki fara frá borði í Reykjavík og fór þess í stað aftur til Keflavíkur og svimaði af öllum þessum hringlanda.

Sennilega er þetta er bara pottþétt Samspilling í essinu sínu. Við þekkjum framhaldið - næst kemur einhver drullukaka varðandi Svein og að hann hafi skilið eftir sig sviðna jörð ala Ástu Sigrúnu Helgadóttur, forstöðukonu Ráðgjafarstofu heimilanna.

Á að koma Runólfi í djobbið?

TH (IP-tala skráð) 5.8.2010 kl. 23:10

7 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sveinn er bara vanhæfur og í því fellst ekki endilega neinn áfellisdómur. Verkefni nefndarinnar er m.a.að rannsaka mágkonu mömmu sinnar. Af svipuðum ástæðum var t.d. saksóknarinn vanhæfur  til að rannsaka atburði í Alþingishúsinu í aðdraganda búsáhaldabyltingar. Á sama hátt og menn mega ekki fjalla um systkinabörn við sig þá gera þessi tengsl Svein vanhæfan.

Allt gott um baráttu hans í Byr en hann er þar fórnarlamb markaðsmisnotkunar og svindls. Þar er um að ræða baráttu fyrir m.a. prívat hagsmunum hans.

Halda menn að menn taki mark á nefndinni með hann innanborðs ? sammála Páli um að þetta frekjukast hjá Sveini lýsir dómgreindarleysi.

Einar Guðjónsson, 5.8.2010 kl. 23:37

8 Smámynd: Einar Guðjónsson

Um vanhæfi RENDA til að skoða Möllersklúbbana alla eða stofnanir undir Forsætisráðuneytinu þá tel ég að Ríkisendurskoðun sé vanhæf til að skoða fjárhag Ráðuneytanna og ætti stofnunin að fá stofu út í bæ til þess ( og kannski gerir ).

Ríkisendurskoðun er hinsvegar undir Alþingi og peningar sem fara skv. fjárlögum út úr Fjármálaráðuneyti og beint inn í undirstofnanir gerir hann ekki vanhæfan til að skoða reikninga þeirra þó þær heyri undir Jóhönnu og Möller.

Einar Guðjónsson, 5.8.2010 kl. 23:48

9 identicon

Það er ágætt að halda því til haga hver benti á umrædd vensl Sveins, bróður míns, og Unnar Kristjánsdóttur, mágkonu móður okkar: Unnur sjálf.  Um ástæður þess ætla ég ekki að fullyrða en þó þykist ég vita að Unnur og Sveinn eru ekki beinlínis skoðanabræður um Magma-málið. 

Vonandi er ég ekki vanhæfur til að hafa skoðun á málinu.  

Björn Margeirsson (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband