Miðvikudagur, 4. ágúst 2010
Árni Páll gæti bjargað sér með fórn
Ríkisstjórnin er handónýt, það veit Árni Páll. Orðspor hans sem stjórnmálamanns er tætlum, bæði út í samfélaginu vegna kvenfyrirlitningarinnar sem hann sýndi í ráðningu Runólfs, og innan flokks vegna þess hvernig hann stakk téðan Runólf í bakið.
Árni Páll gæti búið sér til nýja vígstöðu með því að fórna ráðherraembættinu og gerast óbreyttur þingmaður.
Þegar Jóhanna hættir fyrir kosningarnar í haust/vetur gæti Árni Páll sótt fram sem maður er tekur afleiðingum gjörða sinna.
Samfylkingin á þingflokksfundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hefur greinilega lesið Machiavelli vel, Páll.
hilmar jónsson, 4.8.2010 kl. 16:05
Fyrst og fremst tel ég greindarskort hafa ráðið för ráðherrans; að hafa ekki áttað sig á öllum yfirlýsingunum um heiðarleika, gagnsæi og fagmennsku. Hvort syndaregistrið er orðið svo fullt hjá manninum, að það leiði til afsagnar, veit ég ekki - en vonarstjarna hans er hnigin til viðar. Aðrir en kratar munu sjá til þess að það vari lengur en kratahugur hans stendur til.
Ólafur Als, 4.8.2010 kl. 16:15
Árni Páll stekkur nú ekki í vitið en samt er hann sá sem rífur upp meðalgreindina í Samspillingunni.
Sumir þar í flokki geta ekki talið á sér tærnar á þess að stofna um það nefnd..
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 17:44
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 18:28
Spurningin snýst um greindarskort eða siðleysi ráðherrans.
Miðað við allar yfirlýsingar þessa fólks um "gegnsæja stjórnsýslu", "fagleg ráðningarferli" og annan eins þvætting hallast ég að því að hér sé um siðleysi að ræða.
Ráðherrann gerir sér ekki grein að fyrir að það sjá allir í gegnum lygina.
Það er vegna þess að hann trúir henni sjálfur.
Hann hlustar ekki einungis á eigin þvætting, hann trúir eigin lygum.
Makalaust!
Karl (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 20:15
Hér er sá kafli í CV - i Runólfs sem endanlega seldi Árna Páli félagsmálaráðherra hann sem yfirríkisskuldara í einn dag. Flokksskírteini frekar en persónulegur vinskapur hafði ekkert með ráðninguna að gera eins og sjá má.:
http://www.skessuhorn.is/default.asp?Sid_Id=24845&tid=99&fre_Id=43533&meira=1&Tre_Rod=001|002|
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 22:18
Það er ekkert að þessum manni. Hann er maður fjórflokksins og sómir sér vel þar hvar í flokki sem er.
itg (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.