Landhelgin verður evrópsk við inngöngu

Nái Samfylkingin sínu fram og Ísland verði aðildarríki Evrópusambandsins verður fiskveiðilandhelgi okkar að evrópsku hafsvæði og fiskimiðin sameiginleg auðlind ESB-ríkja. Fiskveiðistefna Evrópusambandsins var ekki sett á laggirnar til að stjórna fiskveiðum heldur skapa meginlandsþjóðum Evrópu samningsstöðu gangvart fiskveiðiþjóðunum Bretlandi, Írlandi, Danmörku og Noregi sem sóttu um inngöngu í sambandið 1970.

Noregur hafnaði í tvígang inngöngu og fiskveiðistefnan var veigamikil ástæða í bæði skiptin.

Breskir sjómenn hafa mátt horfa upp á Spánverja ryksuga miðin sín eftir inngöngu Spánar á miðjum níunda áratugnum.

Hér er stutt ágrip af hörmungarsögunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er svo stórkostleg þessi lygasaga ESB fíklana sem var rekin þversum ofaní Össur greyið og þá af sjálfum stækkunarstjóranum með að dýrðarveröldin er að gera í sig af spenningi vegna þess að fá að bjóða okkur allskonar stórkostlegar undanþágur hvað fiskveiðireglugerðirnar viðkemur fyrir stórþjóðina merku, - Ísland.  Merkilegt að það er ekki kominn einhver nýr snilldarspuni til vara. 

Auðvitað hafa þeir engan áhuga á legu landsins, landhelginni né auðlindunum.  Það er einungis hugvitið sem útrásarfíflin og bankasnillingarnir sem nýttu sér alla stórkostlegu EES/ESB reglugerðargallana til að rústleggja landi og þjóð sem þeir ásælast.  Allt er tiol þess vinnandi að fá okkur inn vegna þessa.  EES/ESB reglugerðarugl sem var algerlega í boði Alþýðuflokksins (Samfylkingarinnar).

Evrópusambandinu verður að þakka þá aðstoð, og meira álíka gott er í boði fyrir einfeldninga eins og Össur og 25% þjóðarinnar sem heldur að grasið er grænna hinumegin við lækinn, og allir vilja allt á sig leggja til að við fáum allt sem við viljum og þeir bara eitthvað smá.  -  Við erum jú hinn hreini kynstofn sagði faðir og hugmyndafræðingur Evrópusambandsins.

Getur einhver útskýrt hvers vegna að Evrópusambandið hefur ekki treyst sér í heil 11 ár að gefa út ársreikninga þó svo að engin alvöru endurskoðanafyrirtæki hafa fundist sem eru tilbúin að undirrita þá?

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 15:47

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið talar sjálft um "European waters" þegar það ræðir um fyrrum efnahagslögsögur ríkja sambandsins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.8.2010 kl. 18:24

3 identicon

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband