Flokksskírteini á ekki að trompa menntun og reynslu

,,Samfélag okkar er í sárum eftir græðgisvæðingu góðærisins. Þar tók ég þátt og lét hrífast með,'' skrifar Runólfur. Niðurstaðan er að hann tekur ekki við embættinu enda í hæsta máta óeðlilegt hvernig veitingin fór fram.

Í bréfinu kveðst Runólfur ekki eiga að dæmast úr leik þótt hann hafi látið ,,hrífast með" græðgisvæðingunni. Það er laukrétt hjá honum svo langt sem það nær. Runólfur fékk embættið með formerkjum samfylkingarvæðingar stjórnsýslunnar þar sem flokksskírteinið trompar menntun og reynslu.

Stjórnmálamenn verða að temja sér hóflegri beitingu valds. 

 


mbl.is Umboðsmaður skuldara hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins góðar fréttir.

Nú þarf bara ráðherrann að stíga til hliðar.

Dómgreindarlaus styrkþegi glæpalýðsins.

Karl (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 21:39

2 identicon

Fyrir gefðu, hvenær hefur einhver pólitíkus virt menntun og reynslu meira en flokksskírteini ?

Hvernig fékkustu þitt starf ???

JR (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 21:52

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er ég reið og sár fyrir hönd skuldara í landinu. Fjármálastofnunum hefur tekist með dyggri aðstoð fjölmiðla o. fl. að bola Runólfi Ágústssyni burt úr embætti umboðsmanns skuldara.

Upplýsingum var lekið úr fjármálafyrirtæki/fyrirtækjum í fjölmiðla um einkahlutafélag í eigu Runólfs. Svo mikið er víst að það var ekki gert af "umhyggju" við skuldara.

Nei, auðvitað ekki, forsvarsmenn fjármálastofnana vissu sem var að þarna væri skeleggur maður á ferð sem mundi í nafni embætti Umboðsmanns skuldara, ganga hart fram í að leiðrétta þeirra hlut.

Þið sem hafið talað um drusluskap og linkind félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar (og ég hef verið í þeim hópi síðustu mánuði) - hafið nú með ykkar gagnrýni og þrýstingi gert hans besta verkfæri máttlaust.

Ég sá nýja von fyrir skuldara með ráðningu Runólfs Ágústssonar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.8.2010 kl. 22:13

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Er ástæða til að fella tár þó fyrrverandi rektor viðskiptaháskóla Samfylkingarinnar að Bifröst hafi ekki fengið viðeigandi umbun fyrir greiðvikni í þágu Flokksins?

Flosi Kristjánsson, 3.8.2010 kl. 22:35

5 identicon

Alltaf gaman að sjá hversu flokksblæti getur farið illa með sjálfsagt besta fólk eins og frúin hér að ofan sýnir og sannar.  Hún er byrjuð að því sem engir eru flinkari í en flokksbundnir Samfylkingarhestar, það að endurskrifa söguna nánast um leið og hún gerist.  Svona er að vísu sanna útgáfan sem við öll hin sem hugnast ekki lygar og óþverraganginn sem fylgir flokknum sem iðulega er kenndur við Baug, munum hana.  Enda atburðirnir enn að gerast.

Árni Páll ráðherra og snillingur hafði ekki minnstu hugmynd um þann pólitíska kjark sem flokkshesturinn Runólfur nýráðni ríkisskuldari sýndi í Kastljósi með því að segja allan sannleikann og lýsa Árna Pál um leið ómerkilegan loddara með að víkja honum úr starfi til að reyna að bjarga sínu eigin pólitíska skinni eftir ótrúlegt klúður sem hann ber alla ábyrgð á. 

Runólfur sem jafnframt er góður vinur ráðherrans gerði það eina rétta með því.  Sannleikurinn og ráðherrann Árni Páll forðast að eiga nokkra samleið eins og allir vita eins og tilfellið er með Jóhönnu Sigurðar og flesta ef ekki alla frammámenn flokksins.  Eitt af því sem örugglega sameinar þau best í pólitíkinni.

Uppljóstrun Runólfs skuldara sýndi ennfremur fram á ótrúleg óheilindi ráðherrans við þjóðina og Runólf sem vin, með að segja eitt við okkur sjónvarpsáhorfendur og annað við Runólf skuldara og um leið búast við að það færi ekkert lengra.  Á meðan Árni Páll þvingaði hann til að hætta störfum eftir einn dag sem yfirskuldari ríkisins, sagði hann okkur hversu gríðarlega mikilvægt það væri að ekki mætti draga ráðningu og hæfi Runólfs í efa til að takast á við nýja starfið sem hann var langhæfastur til að inna af hendi eins og öllum ætti að vera ljóst.  Þar að segja hvað félagaskrá Samfylkingarinnar varðar.

Svona er Nýja Ísland Samfylkingarinnar.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 00:20

6 identicon

Ég verð að viðurkenna að venjulega þoli ég ekki hana Hólmfríði Barnadóttur, en í þetta skiptið erum við á sömu skoðun.

Fjandinn hafi það.

Minn pistill um málið.

bkv.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband